Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Síða 42

Fréttatíminn - 26.07.2013, Síða 42
42 skák og bridge Helgin 26.-28. júlí 2013  Skákakademían Ungir Snillingar Skipa fleSt efStU Sætin á StigaliSta fide 1. sæti: magnus Carlsen, fæddur 30. nóvember 1990, Noregi. Hann varð stórmeistari 13 ára, næstyngstur allra í sögunni, og hefur síðan slegið flest met sem hann hefur komist í tæri við. Carlsen teflir í nóvember einvígi við Anand um heimsmeistaratitilinn. Þótt einvígið fari fram á heimavelli Anands, Indlandi, hallast flestir að öruggum sigri unga Norðmannsins. 2. sæti: levon aronian, fæddur 6. október 1982, Armeníu. Þessi eitilharði meistari er þjóðhetja í heima- landi sínu, enda hefur hann leitt Armena til margra glæsilegra sigra á ólympíumótum og í heimsmeistarakeppni. Hefur orðið heimsmeistari í atskák og hraðskák, og ávallt til alls líklegur. 3. sæti: fabiano Caruana, fæddur 30. júlí, 1992, Ítalíu. Hinn geðþekki Ítali, sem sigraði á N1 Reykjavíkurmótinu í fyrra, hefur farið með himinskautum síðustu misserin. Hann er yngstur allra á topp 10 og til alls líklegur í framtíðinni. Er nú rétt við 2800 stiga múrinn, og að margra áliti skæðasti keppninautur Carlsens í framtíðinni. 4. sæti: alexander grischuk, fæddur 31. október, 1983, Rússlandi. Grischuk er nú stigahæstur rúss- neskra skákmanna, en fæstir búast við að hann blandi sér alvarlega í keppni um heimsmeistara- titilinn úr þessu. Grischuk varð hins- vegar heimsmeistari í hraðskák 2006 og 2012. 5. sæti: Vladimir kramnik, fæddur 25. júní 1975, Rússlandi. Einn af jöfrum skák- sögunnar, sigraði Kasparov í einvígi um aldamótin og sat sem heimsmeistari til 2007, þegar hann tapaði fyrir Anand. Kramnik, sem býr í París, hefur verið mistækur að undanförnu. Hann var þó hársbreidd frá sigri á áskorenda- mótinu í London í vor, og gæti alveg blandað sér aftur í baráttuna um heimsmeistaratitilinn á næstu árum. 6. sæti: Hikaru nakamura, fæddur 9. desember 1987, Bandaríkjunum. Besti skákmaður vesturálfu er hinn sókndjarfi og drambsami Nakamura, sem er japanskrar ættar. Hann sigraði á fyrsta risamóti sínu í fyrra (Wijk aan Zee) og hefur prílað upp stigalistann af einurð og festu. Eitilharðir aðdáendur spá honum heimsmeistaratitli. 7. sæti: Vishy anand, fæddur 11. desember 1969, Indlandi. Heims- meistarinn Anand, sem verður 44 ára á aðventunni, er aldursforsetinn á topp 10. Hann hefur sigið niður listann að undanförnu og átt misjöfn mót. Sjöunda sætið sæmir auðvitað ekki heimsmeistara, en Anand er tvímælalaust einn mesti skákmaður allra tíma. Enginn skyldi afskrifa hann fyrirfram í einvíginu á móti Carlsen í haust. 8. sæti: Shakhriyar mamedyarov, fæddur 12. apríl 1985, Azerbæjan. Þessi eitilharði Azeri er ríkjandi heims- meistari í atskák og hefur staðið sig frábærlega á Grand Prix mótum FIDE. Hann hefur á síðustu árum staðið í skugga landa síns, Radjabovs, en sá góði meistari er í frjálsu falli meðan boxarasonurinn blómstrar. 9. sæti: Sergey karjakin, fæddur 12. janúar 1990, Rússlandi. Karjakin fæddist í Úkraínu en tók upp rúss- neskt ríkisfang fyrir fjórum árum. Hann varð stórmeistari í skák aðeins 12 ára og 7 mánaða, yngstur allra í sögunni. Gríðarlega hæfileikaríkur skákmaður sem ugg- laust mun keppa um æðstu metorð við Carlsen, Caruana og aðra snillinga af ungu kynslóðinni. 10. sæti: Veselin topalov, fæddur 15. mars 1975, Búlgaríu. Topalov varð heims- meistari FIDE árið 2005, en tapaði árið eftir fyrir Kramnik í „sameiningar- einvígi“. Reyndi svo án árangurs að ná krúnunni af Anand. Þessi harð- skeytti Búlgari hefur setið í efsta sæti heimslistans í alls 27 mánuði. Aðeins Kasparov, Karpov, Fischer og Carlsen hafa trónað þar lengur. Topalov elur enn með sér drauma um æðstu metorð, en tími hans á toppnum er trúlega liðinn. í slenska stúlkan Hjördís Eyþórs-dóttir, sem hefur verið atvinnumað-ur í bridge um árabil vestanhafs í Bandaríkjunum, vann sér á dögunum sæti í heimsmeistarakeppninni í Balí. Bandaríkin hafa rétt til þess að senda tvö kvennalið í keppnina og haldin var keppni í Flórída í júlímánuði til að velja lið. Hjördís var í sveit Westheimer, sem kennd er við fyrirliða sveitarinnar Valerie Westheimer en auk þeirra voru í sveitinni Jenny Wolpert og Jill Levin. Sveit Westheimer háði 120 spila úrslita- leik gegn sveit Baker og vann nauman sigur með 221-217 impum. Naumara mátti það ekki vera, því sveit Baker var með forystu fyrir lokalotuna 197-184. Lokalotan fór 37-20 fyrir sveit Westhei- mer og sigurinn var hennar. Sigurinn veitir sveitinni rétt til þess að vera önnur kvennasveit Bandaríkjanna á heims- meistaramótinu Venice Cup í Balí sem háð verður í september. Sannarlega frá- bær árangur hjá Hjördísi, sem gengur undir gælunafninu „Disa“ í Bandaríkj- unum. Spil dagsins er frá úrslitaleikn- um gegn sveit Baker. Það kom fyrir í lokalotunni og var númer 107 í leiknum. Óhætt er að segja að spilið hafi verið stór þáttur í sigri sveitar Westheimer. Suður var gjafari og enginn á hættu:  Bridge fráBær árangUr HjördíSar eyþórSdóttUr Sæti í landsliði Bandaríkjanna ♠ DG2 ♥ ÁG ♦ ÁK103 ♣ K1042 ♠ Á86543 ♥ K5 ♦ D92 ♣ ÁG ♠ 7 ♥ 7643 ♦ 87 ♣ D98653 ♠ K109 ♥ D10982 ♦ G654 ♣ 7 N S V A Suður vestur norður austur 1 ♠ pass 2 ♣ pass 2 ♠ pass 3 ♠ pass 4 ♣ pass 4 grönd pass 5 ♥ pass 6 ♠ p/h Tiltölulega einfaldar sagnir. Hjördís sat í norður og Westheimer í suður. Hjördís geimkrafði með 2 laufum, Westheimer sýndi sexlit með 2 spöðum og þriggja spaða sögn Hjördísar sýndi stuðning í litnum og slemmuáhuga. Fjögur lauf var fyrirstöðu- sögn, 4 grönd 5 ása spurning (trompkóngur talinn sem ás) og 5 hjarta svarið sýndi 2 ása og neituðu spaðadrottningu. Hjördís lét því eðlilega 6 spaða duga. Þar græddi sveit hennar vel, því sveit Baker réði ekki vel við sagnir og endaði í alslemmu í spaða. Þar var notuð fjögurra granda sögnin sem annar spilaranna taldi að væri ásaspurning en fé- lagi hennar skildi hana ekki þannig. Austur átti öruggan spaðaslag í alslemmu og sveit Westheimer græddi 14 impa á þessu spili. Fyrirtaks þátttaka í sumarbridge Óhætt er að segja að þátttakan hafi verið góð miðvikudagskvöldið 17. júlí í sumar- bridge. Þar skráðu 38 pör sig til leiks. Bræðurnir Oddur og Árni Hannessynir unnu næsta öruggan sigur með góðu skori. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Oddur Hannesson – Árni Hannesson 67,8% 2. Gunnlaugur Karlsson – Kjartan Ingvarsson 61,6% 3. Ingibjörg Guðmundsd. – Sólveig Jakobsd. 58,8% 4. Gunnar B Helgason – Magnús E Magnússon 57,6% 5. Guðmundur Skúlason – Stefán Stefánsson 57,3% Aðsóknin hefur verið minni á mánudags- kvöldum í sumarbridge, en samt með ágætum. Þó að það sé sjaldgæft, þá enduðu leikar þannig í sumarbridge 22. júlí, þar sem þáttakan var 23 pör, að tvö pör enduðu jöfn í fyrsta sætinu. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Kjartan Jóhannsson – Hjálmar S Pálsson 61,1% 1. Jón Viðar Jónmundss. – Þorvaldur Pálmas. 61,1,% 3. Guðrún Jörgensen – Vilhjálmur Sigurðsson jr 8,9% 4. Egill Darri Brynjólfsson – Snorri Karlsson 56,1% 5. Magnús Sverrisson – Halldór Þorvaldsson 55,5% Á heimasíðu Bridgesambandsins (bridge. is) er reiknaður út árangur allra þeirra sem mæta í sumarbridge. Þar er efstur á blaði Bergur Reynisson sem hefur fengið 58,22% skor að meðaltali. Gunnlaugur Sævarsson er í öðru sæti með 58,13% að meðaltali, Stefán Stefánsson í þriðja sæti með 57,67% að meðaltali, Árni Hannesson í fjórða sæti með 57,10% og Kristján Már Gunnarsson í fimmta sæti með 56,18% að meðaltali. Spilarar í sveit Westeimer voru Jenny Wolpert, Valerie Westheimer, Hjördís Eyþórsdóttir og Jill Levin. Á vefnum 2700chess.com er hægt að fylgjast með breytingum á skákstigalistanum frá degi til dags. Lítum nú aðeins á 10 stigahæstu skákmenn heims. Carlsen, 2862 stig. Aronian 2813 stig. Caruana 2796 stig. Grischuk 2785 stig. Kramnik 2784 stig. Nakamura 2775 stig. Anand 2775 stig. Mamedyarov 2774 stig. Karjakin 2772 stig. 10 bestu skákmenn heims Topalov 2769 stig.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.