Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 58
Örviðtal Rúnar Guðbrandsson Hvað er gott við Edrúhátíð? Allir edrú! – þannig er fólk skýrara, skarpara og skemmtilegra og síðast en ekki síst ábyrgara og þar af leiðandi litlar líkur á verða fyrir óþarfa áreiti og ónæði. Hvað er mikilvægast í lífinu? Augnablikið, – það er nefnilega svo snúið við núið að það er aldrei búið. Af hverju ertu stoltastur? Að upplifa öll lífsins lit- brigði og takast á við þau – allsgáður. ÚTGEFANDI: SÁÁ – Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Efstaleiti 7, 103 Reykjavík | Sími: 530 7600 ÁBYRGÐARMAÐUR: Arnþór Jónsson | RITSTJÓRI: Rúnar Freyr Gíslason UMBROT: Morgundagur ehf. | Örviðtal Sigga Eyþórsdóttir Hvað er það besta við Edrú hátíðina? Að allir eru edrú. Hvað er mikilvægast í lífinu? Að vera góður. Hvar endar alheimurinn? Á nýju upphafi. Sérstakt hug- leiðsluherbergi Á Laugalandi í Holtum er öll að- staða til mikillar fyrirmyndar. Á veturna er rekinn þar stór skóli og hafa gestir Edrúhátíðarinnar að- gang að þeim flottu mannvirkjum sem þar er að finna og verða þau nýtt til hins ýtrasta. Meðal annars verður boðið upp á sérstakt hug- leiðsluherbergi sem verður öllum opið alla helgina þar sem tilvalið er að koma í kyrrðina og finna sinn innri frið. Hvað: Bingó Hvenær: Föstudagur Klukkan: 19.00 Freyr Eyjólfsson dagskrár- gerðarmaður mun stjórna bingói í matsalnum á föstudagskvöld klukkan 19.00. Í boði verða ýmis vegleg verðlaun en í fyrstu verðlaun verður Samsung Galaxy SIII mini snjallsími frá Símanum að verðmæti 59.900 krónur. Bingóstjórastarfið leggst vel í Frey sem mun þreyta frumraun sína við bingóstjórnun á Edrú-hátíðinni. „Þegar ég var lítill ætlaði ég annað hvort að verða bingóstjóri eða sirkusstjóri svo allir draumar mínir eru að rætast núna og ég hlakka mikið til að fá að snúa kúlunum,“ segir Freyr í léttum dúr. „Edrú-hátíðin er góð hátíð til að fara með börnin sín á. Dagskráin er góð og mikið í boði fyrir alla fjölskylduna og svo ríkir ofsalega skemmtilegur andi á hátíðinni. Það er enginn heilagleiki eins og margir virðast halda heldur bara alveg ofsalega mikið stuð og sönn íslensk gleði.“ Sjálfur á Freyr tvö börn og segir það góða reglu í uppeldi að foreldrar drekki ekki með börnum sínum. Þ essi hátíð er dásamleg, strák-arnir mínir 10 og 12 ára eru farnir að tala um hátíðina í september árið áður og maður hef- ur heyrt á börnunum að þau séu að draga foreldra sína á hátíðina,“ segir Hafþór Ingi Samúelsson en hann, ásamt Heklu Jósefsdóttur, mun sjá um að næra áhugann á andlegum málefnum eins og hugleiðslu og jóga. Hafþór segir að börnin geti verið að leika sér meðan foreldrarnir eru að gera eitthvað skemmtilegt eða slaka á. „Þetta er svo gaman að maður er alltaf að taka meira að sér. Morg- unjóga verður haldið á morgnana, bæði á laugardeginum og sunnu- deginum klukkan 9, og hugleiðsla á miðnætti, bæði laugardag og sunnudag. Hugleiðsla snýst um að vera í núinu þó og margar aðferðir séu notaðar til þess,“ segir Hafþór. „Svokallaður fimmrytma dans verður haldinn á laugardeginum klukkan 5,“ segir Hafþór en hann hefur tekið þátt í Edrú-hátíðunum síðustu ár. „Þetta er þriðja árið í röð sem við höfum fimmrtymadans og það hefur verið mjög vinsælt. Það er haldið úti og er mjög frjálslegt og skemmtilegt. Við vorum svolítið „skeptísk“ fyrst vegna þess að full- orðna fólkið hugsar svo mikið um álit annarra, það hefur áhyggjur af því að það líti kjánalega út og vill ekki taka þátt en í fyrra tóku allt að 90 manns þátt. Það er eiginlega sama hver aldurinn var, fólk fann barnið í sjálfu sér,“ segir Hafþór. „Fimmrytma dans er að dansa í takt og í hóp og skilja ,kúlið“ eftir og sleppa sér. Krökkunum er þetta ein- hvern veginn meðfætt, þeir dansa bara og dansa,“ segir Hafþór.  Edrúhátíð rúnar FrEyr GíSlaSon Sáá hefur snert hverja einustu fjölskyldu S ÁÁ hefur snert hverja einustu fjölskyldu í landinu í gegnum árin. Ef maður sjálfur hefur ekki fengið þjónustu frá SÁÁ þá er einhver þér nátengdur sem hefur þurft að gera það,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, leikari og framkvæmdastjóri Edrúhátíðar. Rúnar Freyr segir hópinn mjög stóran sem vill leggja sitt af mörk- um fyrir samtökin vegna þess að margir hafa öðlast betra líf með hjálp SÁÁ. Hann segir að samtökin líta á það sem eitt af hlutverkum sínum að bjóða félagsmönnum og ölkum í bata upp á valkosti. „Stundum er það þannig að fólk sem er edrú finnst eins og að það hafi ekkert að gera. SÁÁ stendur fyrir alls konar viðburðum til að skemmta sér saman án áfengis. Þarna er komin hátíð, og þær eru fáar því miður, þar sem börn geta komið og þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af því að foreldrar eða aðrir full- orðnir séu annað hvort fullir eða þunnir sem veldur börnum óör- yggi,“ segir Rúnar Freyr. Rúnar Freyr segir að á Edrúhá- tíðinni að Laugalandi í Holtum geti öll fjölskyldan komið saman. „Dag- skráin fyrir börnin er mjög flott. Listasmiðja, barnaball, Ingó töfra- maður, leikhópurinn Lotta, söng- keppni barna, brekkusöngur og varðeldur. Á svæðinu er líka mikið af leiktækjum, aparólur og tram- pólín, .Þetta verður svo sannarlega hátíð barnanna,“ segir hann. Mjög fjölbreytt dagskrá fyrir fullorðna verður einnig í boði, „Það verður plötusnúður öll kvöld inni í stórum sal, Daníel Ágúst, Ylja, Geirfuglarnir og Sniglabandið koma. Hægt verður að fara í nudd og heilun, jóga og hlusta á fyrirlestra um andleg málefni þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og til að taka af allan vafa þá er þessi hátíð ekki bara fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra heldur fyrir alla sem vilja skemmta sér án áfengis og eiturlyfja“ segir Rúnar Freyr. Óþarfi verður, segir hann, að láta veðrið draga úr gleðinni því að hægt verði að færa hátíðina inn í stóran sal, ef fólk vill og þörf verður á. Á hátíðina kostar aðeins 6.000 krónur og þá er tjaldstæði innifalið. „Þessi hátíð er fyrir alla sem vilja skemmta sér án áfengis og ég býð þá alla velkomna,“ segir Rúnar Freyr. Útihátíð LaugaLandi, hoLtum VERSLUNARMANNAHELGINA 2.-5. ÁGÚST 2013 Leikhópurinn Lotta Frumsamið leikrit um íslensk tröll arnþór Jónsson, formaður sÁÁ Sólin á eftir að skína á Edrú-hátíðinni DaníeL Ágúst, söngvari í gus gus Kemur með góða skapið á flotta hátíð ÆðruLeysismessa Einkennist af þakklæti, ánægju og gleði freyr eyJóLfsson Draumarnir rætast er ég sný bingókúlunum hLJómsveitin yLJa Ótrúlega gaman að taka þátt í Edrú-hátíðinni Kiddi Casio m ætir brakandi þurr Gústi Chef býður upp á frábæra veislu nánaRi uPPLÝSin gaR um eRdRÚhá tíðina má náLg aSt á saa.is daGpaSSar EinniG í boði Á Edrúhátíðinni er fjöldinn allur af viðburðum í boði og tjaldstæðið að lauga- landi í Holtum er frábært. Það er í rúmlega klukkustundar akstursferð í austur frá Reykjavík (rétt hjá Hellu, sami afleggjari af þjóðvegi og liggur að Galtalæk). Aðgangurinn að hátíðinni kostar 6000 krónur fyrir manninn og gildir aðgangs- miðinn alla helgina – frítt er fyrir börn yngri en tólf ára. Tjaldstæðið er innifalið í miðaverðinu. Fyrir þá sem vilja heimsækja hátíðina part úr helgi er í boði að kaupa dags- passa sem kostar 2.500 krónur fyrir daginn.  Edrúhátíðin FjölbrEytt andlEG daGSkrá Finna barnið í sjálfum sér  binGó SnjallSími í FyrStu vErðlaun hlakkar til að snúa bingókúlunum 2 EDRÚ VERSLUNARMANNAHELGINA 2.-5. ÁGÚST 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.