Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 6
 Tækifæri Á bóluTímanum hefði íslenskur jöfur kannski slegið Til Dönsk höll til sölu Rúma tvo milljarða þarf að reiða fram vilji menn 2500 fermetra höll með 37 þúsund fermetra hallargarði. Á bólutímanum alræmda hefði meintur íslenskur við- skiptajöfur jafnvel slegið til og splæst í slotið en ólíklegt er að slíkur finnist nú, en slot er svo sannarlega til sölu, eða höll öllu heldur í Danaveldi, Gurrehus við Helsingjaeyri á norðurhluta Sjálands. Höllin er 2500 fermetrar að stærð og talsverðan tíma tekur að slá og sinna hallargarðinum því hann er 37 þúsund fermetrar að stærð, eða 3,7 hektarar. Herlegheitin kosta 100 millj- ónir danskra króna eða sem svarar um 2,1 milljarði ís- lenskra króna. Frá þessu greinir Jótlandspósturinn og vitnar í frétt í staðarblaðinu Fredriksborg Amts Avis. Til samanburðar má geta þess að athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson keypti Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík árið 2008 og greiddi fyrir það fína slot, sem þykir vera með glæsilegri timburhúsum í Reykjavík, 650 milljónir króna. Húsið reisti langafi hans, athafna- maðurinn Thor Jensen, á árunum 1907-1908. Rétt er þó að taka það fram, svo öllu sé til skila haldið, að skráður eigandi reykvísku hallarinnar er Novator. Garðurinn umhverfis Fríkirkjuveg 11 er einmitt kallaður Hallar- garðurinn, fyrsti sérhannaði almenningsgarðurinn í höfuðborginni, þótt ekki sé hann eins stór og garðurinn sem fylgir höllinni dönsku. Gurrehus var byggt í kringum 1880 en höll hafði verið á þessum stað frá því á 16. öld. Konunglegur andi hefur svifið yfir vötnum og fram undir 1950 nýtti Georg Grikkjaprins Gurrehus sem sumardvalarstað sinn. Í seinni tíð hafa þekktir Danir átt höllina um hríð, meðal annarra fasteignabraskarinn Steen Gude og Erik Damgard sem þekktur er úr upplýsingatæknigeiranum. Í fyrra eignaðist athafnamaðurinn Anders Vestergaard- Jensen Gurrehus en þá hafði höllin staðið auð í áratug. Hann hefur nú auglýst eignina til sölu en fram kemur að stöðugt sé unnið að endurbótum á slotinu, meðal annars undir eftirliti danska arkitektsins Lars Gitz. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Það er nóg pláss fyrir þá sem flytja vilja í höllina – en þá verða þeir að punga út rúmum tveimur milljörðum króna. Skuldastaða ríkisins er mjög alvarleg n ýbirtur ríkisreikningur sýnir svo ekki verður um villst að markmið um árangur í ríkisfjármálum hafa ekki náðst að fullu, segir Hagfræðideild Landsbankans, en Fjársýsla ríkisins birti reikninginn á dögunum en þar kemur fram lokaniðurstaða fyrir rekstur og efna- hag ríkisins á síðasta ári. Niðurstaðan staðfestir, segir hagfræðideildin, það sem margoft hefur komið fram að markmið um að ná tökum á rekstrinum hafa ekki náðst. Langur vegur er frá fjárlögum til lokaniðurstöðu. „Endanleg niðurstaða reksturs ríkisins á árinu 2012,“ segir deildin, „var þannig tvöfalt verri en lagt var upp með í fjárlaga- frumvarpi. Fjárlagafrumvarp var upp- haflega lagt fram með 18 milljarða halla en endanleg niðurstaða varð 36 milljarða halli. Skuldastaða ríkisins er mjög alvar- leg og mun verri en gerist í flestum nálæg- um ríkjum. Á árinu 2012 fóru tæplega 15% tekna ríkisins í vaxtagreiðslur. Sú upphæð nemur tvöföldum rekstri Landspítalans í ár. Það er því mjög mikilvægt að ná tökum á rekstri ríkisins, skapa afgang og hefja niðurgreiðslu skulda.“ Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 verður lagt fram við upphaf þings í haust, en nokkuð ljóst er, segir hagfræðideildin, að erfitt verður að ná þeim markmiðum sem sett voru um afgang í rekstri ríkisins á árinu 2014. „Skuldastaða ríkissjóðs var orðin vel ásættanleg fyrir hrun, en í kjöl- far hrunsins jukust skuldir ríkisins mikið. Sé litið á heildarskuldir ríkisins eins og þær birtast í efnahagsreikningi hafa þær farið stöðugt vaxandi og voru um síðustu áramót um 1.950 milljarðar króna, þar af voru lífeyrisskuldbindingar um 390 millj- arðar króna. Sé miðað við hlutfall heildar- skulda af vergri landsframleiðslu fór það hlutfall yfir 117% á árinu 2011, en lækkaði niður í 114% á árinu 2012. Þetta hlutfall er mjög hátt í sögulegu samhengi, en einnig í samanburði við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við,“ en fram kemur að opinberar skuldir hinna Norðurlandanna eru almennt vel undir 50% af landsfram- leiðslu. Þá nefnir deildin mikla vaxtabyrði vegna skulda: „Þrátt fyrir að fjármögn- unarkjör á markaði séu með allra hag- stæðasta móti þessi árin er greiðslubyrði vegna vaxta verulega íþyngjandi fyrir ríkissjóð. Vaxtabyrði nam undir 5% af tekjum ríkissjóðs á árunum fyrir hrun, en er nú í kringum 14%. Vaxtagjöld á árinu 2012 voru um 75 milljarðar króna og höfðu aukist um rúma 10 milljarða frá árinu áður. Í fjárlögum ársins 2013 er gert ráð fyrir vaxtagjöldum upp á u.þ.b. 85 millj- arða króna.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Skuldastaða ríkissjóðs er alvarleg. Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra stendur því frammi fyrir erfiðu verk- efni en mikilvægt er, eins og hagfræðideild Landsbankans segir, að ná tökum á rekstri ríkisins, skapa afgang og hefja niður- greiðslu skulda. Mynd/Hari  ríkisreikningur Tök Á ríkisfjÁrmÁlum hafa ekki nÁðsT Hagfræðideild Landsbankans segir mjög mikilvægt að ná tökum á rekstri ríkisins, skapa afgang og hefja niðurgreiðslu skulda.LÍFRÆN HOLLUSTA Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins Ný verslun í göngugötu Frábærar daglinsur á sama góða verðinu 2.800 kr. pakkinn FRÓÐASTI FERÐAFÉLAGINN Í Vegahandbókina er komin ítarleg 24 síðna kortabók, með yrlitskortum, 1:500 000, sem gefa skýra yrsýn yr landsvæði Íslands og auðvelda notkun bókarinnar. Vegahandbókin Sundaborg 9 sími 562 2600 www.vegahandbokin.is Allt í einni bók Fullt verð 4.990 kr. 1.000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina ( einungis hægt að skipta í bókabúðum, ekki bensínstöðvum ) 6 fréttir Helgin 26.-28. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.