Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 19
Við erum svo viss um að þú verðir ánægð(ur), að við bjóðum 60 daga skilatryggingu, ef svo ólíklega vill til að hún standist ekki væntingar þínar. Ánægja eða endurgreiðsla. Prófaðu hana í eldhúsinu þínu í 60 daga. B ræðurnir Baldvin Týr, þriggja ára og Baldur Ari, tveggja ára, greindust með duchenne sjúkdóminn með viku millibili í fyrra og var það foreldrunum, sem aldrei áður höfðu heyrt af duchenne sjúkdómnum, mikið áfall. Sjúkdómurinn er arf- gengur vöðvarýrnunarsjúkdómur sem engin lækning er við og ætla foreldrar Baldvins og Baldurs að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni og safna áheitum til styrktar Duchenne samtökunum á Íslandi. Fjármunina nota samtökin annars vegar til að styrkja rannsóknir á sjúkdómnum og hins vegar til að gera lífið skemmtilegra og auðveld- ara fyrir þá drengi sem eru með duchenne sjúkdóminn. Duchenne sjúkdómurinn berst frá móður til sonar en konur fá þó aldrei sjúkdóminn sjálfan þó þær geti haft einhver einkenni hans. Að sögn Sifjar Hauksdóttur, móður Baldvins og Baldurs, lýsir sjúkdóm- urinn sér þannig að ákveðið prótein vantar í vöðvana sem veldur því að þeir brotna niður og endurnýja sig ekki, heldur breytast í fitu- og ör- vef. „Rýrnunin sést fyrst á kálfum því þeir verða áberandi stórir þegar fitu- og örvefur kemur í staðinn fyrir vöðvann. Svo hefst rýrnun í mjöðmum, handleggjum og öxlum. Með tíð og tíma hefur rýrnunin einnig áhrif á hjartað,“ segir Sif. Sjúkdómurinn þróast á sama hátt hjá öllum en þó mis hratt. „Drengir með duchenne sjúkdóminn eru mis gamlir þegar þeir byrja að nota hjólastól,“ segir Sif. Greiningin var áfall Tæplega ár er síðan Baldvin Týr og Baldur Ari greindust með duc- henne sjúkdóminn en sá eldri var greindur viku fyrr en sá yngri og var greiningin mikið áfall fyrir for- eldrana sem aldrei höfðu heyrt af duchenne sjúkdómnum áður. „Við vissum að líkamlegt atgervi Bald- vins var ekki eins og hjá jafnöldrum hans og héldum kannski að þrosk- inn hjá honum væri hægari en gengur og gerist. Það er engin saga um þennan sjúkdóm í minni fjöl- skyldu,“ segir Sif. Að sögn Hjörv- ars grunaði þau aldrei að það sem hrjáði Baldvin væri svo alvarlegt. „Fyrst þegar læknirinn sagði okkur frá sjúkdómnum spurðum við bara hvaða lyf við ættum að gefa honum því við héldum að það væru til lyf við þessu,“ segir Hjörvar. Að sögn Sifjar man hún nákvæm- lega stundina þegar læknirinn útskýrði fyrir þeim niðurstöður rannsókna. „Ég get spilað það eins og bíómynd í huganum. Við sátum á móti lækninum inni á stofu á Barnaspítalanum. Baldvin var búinn að fara í blóðprufu og vöðva- myndatöku og læknirinn vildi hitta okkur til að segja okkur niðurstöð- urnar. Fyrst þegar ég heyrði orðið vöðvarýrnunarsjúkdómur datt mér í hug SMA (Spinal Muscular Atrophy) því það var eini vöðv- arýrnunarsjúkdómurinn sem ég hafði heyrt um. Svo þegar læknir- inn fór að tala um duchenne og að það væri ekki til nein lækning og ekkert hægt að gera rann upp fyrir mér hversu alvarlegt þetta væri. Ég var lengi að telja í mig kjark til að spyrja hvenær þeir myndu deyja því ég vissi að þetta væri það alvarlegt að þeir yrðu ekki langlífir,“ segir Sif. Læknirinn sagði þeim að fyrir tíu árum síðan hefði hann sagt að lífslíkurnar væru tuttugu ár en að elsti núlifandi Íslendingurinn með duchenne sjúkdóminn væri að nálgast fertugt. Heitasta óskin að lækning finnist Ekki er til nein lækning við sjúk- dómnum en Hjörvar og Sif binda vonir við að hún finnist á næstu árum. „Það eru rannsóknir í gangi víða um heim og við krossleggjum fingurna og vonum að það komi eitt- hvað sem gagnast muni sonum okkar. Maður liggur yfir þessu á netinu og fylgist með um leið og einhverjar fréttir koma og ég er mjög bjartsýnn á að eitthvað komi á næstu árum,“ segir Hjörvar. Drengjum með duchenne eru í sumum tilvikum gefnir sterar sem minnka bólgur og hægja á niðurbroti vöðva, ásamt því að styrkja hjarta og lungu. Sif segir þó að aukaverkanir steranna séu miklar og að þeir hafi misjöfn áhrif á börn. „Við prófuðum stera fyrir eldri soninn í fyrra en hætt- um því svo því þeir fóru illa í skapið á honum. Hann var of ungur þá en við ætlum að prófa aftur í haust.“ Þrjú börn á rúmlega þremur árum Bræðurnir Baldvin Týr og Baldur Ari eignuðust fyrr í sumar litla systur, Addú Sjöfn, svo því eru systkinin orðin þrjú á rúmlega þremur árum og því mikið líf og fjör á heimili fjölskyld- unnar sem nýlega flutti í hentugra húsnæði með inngangi á jarðhæð. Áður bjuggu þau á annarri hæð í fjöl- býlishúsi en þar sem ljóst er að bræð- urnir muni í framtíðinni notast við hjólastól er fjölskyldan að koma sér fyrir í hentugra framtíðar húsnæði. Bræðurnir Baldvin Týr og Baldur Ari verða fjögurra og þriggja ára í haust og fara í sjúkraþjálfun nokkrum sinnum í viku. Sú þjálfun fer fram á leikskólatíma og er Baldvin, sá eldri, ekki alltaf sáttur við að vera sóttur fyrr en vinirnir. „Hann á stundum eftir að drekka og gera ýmislegt Þegar læknirinn fór að tala um duchenne sjúkdóminn og að það væri ekki til nein lækning rann upp fyrir mér hversu alvarlegt þetta væri. Ég var lengi að telja í mig kjark til að spyrja hvenær þeir myndu deyja því ég vissi að þetta væri það alvarlegt að þeir yrðu ekki langlífir. Framhald á næstu opnu viðtal 19 Helgin 26.-28. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.