Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 12
í sundlaugum Kópavogs
Njóttu lífsins
kopavogur.is
Sund er dásam leg líkams rækt, hvort sem þú vilt ná
þér í holla hreyf ngu, slökun og vel líðan í þægi legu
um hverf eða bara busla og skemmta þér!
Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum bjóða
frábæra aðstöðu, vatns renni brautir og heita potta.
Komdu í sund!
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
31
90
2
Frá 1. maí er opið
virka daga: 06.30–22.00
um helgar: 08.00–20.00
Sundlaug Kópavogs
Borgarholtsbraut 17–19
Sími 570 0470
Sundlaugin Versölum
Versölum 3
Sími 570 0480
Þ etta kom fólki á óvart. Einstaka manni fannst þetta vera það hræðilegasta sem hægt væri að gera,“ segir Hildur Björg Gunnarsdóttir sem tók sér námsleyfi frá læknisfræði
á síðasta námsári og fór í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. „Þetta
var æðislegt. Ég gæti talað endalaust um hvað þetta var lærdóms-
ríkt og mikil upplifun. Þetta nám er allt öðruvís en nokkuð sem
maður hefur prófað. Við bjuggum til alveg ótrúlega margt, bæði
mat og hluti,“ segir Hildur.
Í sumar vinnur hún á dagdeild krabbameinslækninga á Land-
spítalanum. Þetta er ekki hluti af náminu hennar en hún getur
nýtt margt af þeirri þekkingu sem hún hefur öðlast á þremur
árum í læknisfræði. Hún er mjög ánægð með námið og er spennt
að hefja fjórða námsárið í haust, jafnvel enn spenntari því í náms-
leyfinu lét hún gamlan draum rætast.
Sama um álit annarra
„Ég og vinkona mín skráðum okkur saman í Hússtjórnarskólann.
Hún er útskrifaður lögfræðingur og hefur starfað sem slíkur í tvö
ár. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri aldrei of seint
að uppfylla drauma sína. Handavinna er mitt aðaláhugamál. Ég
sá ekki fyrir mér að ég myndi mennta mig í að vera klæðskeri
eða fara í fatahönnun. Þarna fékk ég tækifæri til að fara á nám-
skeið í því, og læra svo margt fleira í leiðinni.“ Þessi ákvörðun
þeirra vakti mismunandi viðbrögð. „Einhverjir héldu að ég væri
að hætta í læknisfræði sem ég var auðvitað ekki að gera. Það var
eins og sumum fyndist það vera skref niður á við að fara í Hús-
stjórnarskólann en okkur var alveg sama. Þegar við útskýrðum
áhuga okkar fannst fólki þetta sniðugt. Okkar nánustu studdu
okkur alltaf.“
Hún telur að hluti af undrun fólks hafi stafað af því að það taldi
hana vera að fara í nám sem væri skref afturábak fyrir jafnréttis-
baráttu kynjanna. Hún gefur lítið fyrir það, segist vera femínisti
og jafnvel enn meiri femínisti eftir að hafa farið í Hússtjórnar-
skólann. „Ég hef með tímanum skilið að femínismi snýst um að
konur hafi réttinn til að velja. Þegar ég var yngri þá var ég svona
æstari femínisti, bara eins og unglingar eru sem berjast á móti
öllu. Þá fannst mér fáránlegt ef konur vildu vera heima og sinna
börnunum og mér fannst það hundrað skref afturábak fyrir jafn-
réttið. En þetta er ekki svona einfalt. Ég er búin að komast að því
að það er mjög mikil vinna að sjá um heimili og börn og ég ber
mikla virðingu fyrir konum sem velja það. Nú er ég er byrjuð að
reka heimili og það gerir mig ekkert að minni femínista þó ég
eldi súpu. Það dregur ekkert úr mínum skoðunum á réttindum
kvenna. Konur geta verið femínistar sama hvað þær gera í lífinu.“
Hildur Björg Gunnarsdóttir kom mörgum á óvart þegar hún tók
sér leyfi frá læknisfræðinámi til að fara í Hússtjórnarskólann.
Hún er femínisti og segist í raun enn meiri femínisti eftir að
hafa numið hússtjórn. Hildur gifti sig ung, aðeins 19 ára gömul,
og er óhrædd við að fara óhefðbundnar leiðir í lífinu.
Handavinna er helsta áhugamál Hildar Bjargar Gunnarsdóttur læknanema. Mynd/Teitur
Læknanemi í Hússtjórnarskólanum
Vefnaðarstóllinn eins og orgel
Hildi finnst hún hafa lært margt afar nytsamlegt í
Hússtjórnarskólanum. „Við lærðum marga hagnýta
hluti um hvernig á að reka heimili, hvernig er best að
nýta hlutina og hvernig er gott að skipuleggja þrifin.
Við lærðum ýmis húsráð og að elda einfaldan mat. Ég
hef alveg trú á minni kynslóð en held að það séu ansi
margir sem mikla fyrir sér að elda. Það er svo margt
sem er ekkert mál þegar maður er búinn að læra
það, eins og að gera sósur og súpur frá grunni eða
að strauja skyrtur. Ég er orðin 25 ára og þarna lærði
ég margt sem ég hefði viljað læra fyrr,“ segir hún og
finnst hreinlega að það ætti að skylda ungmenni á
námskeið í heimilishaldi. „Alveg óháð því hver þrífur
mest á heimilinu þá þurfa allir einhvern tímann að
þvo af börnunum sínum og allir þurfa að skúra. Ég
lærði þarna margt sem á eftir að auðvelda mér lífið og
lifa með mér í framtíðinni.“
Eitt stendur sérstaklega upp úr náminu hjá handa-
vinnukonunni Hildi. „Mér fannst afskaplega gaman
að læra að vefa. Við unnum við stóra vefstóla og mér
leið fyrst eins og ég væri að setjast við orgel. Þarna
voru pedalar sem ég vissi í fyrstu ekkert hvað ég átti
að gera við. Þetta var mjög gaman og ég veit ekki
hvort ég fæ nokkurn tímann aftur tækifæri til að
setjast við vefstól.“
Heppin með foreldra
Þetta hliðarspor á menntabrautinni er ekki það eina
óvenjulega sem Hildur hefur gert því hún gifti sig
aðeins 19 ára gömul og þótti það heldur ungt. Hún
kynntist manninum sínum, Elíasi Bjarnasyni, þegar
þau voru bæði 17 ára. „Hann var nýkominn frá Eþí-
ópíu þar sem hann bjó í 8 ár með fjölskyldu sinni og
foreldrar hans störfuðu sem kristniboðar. Við kynnt-
umst í gegn um sameiginlega vini í KSS, Kristi-
legum skólasamtökum fyrir krakka á menntaskóla-
aldri. Við felldum fljótt hugi saman, byrjuðum á því
að vera vinir en fundum að við áttum svona ljómandi
vel saman.“
Elías er menntaður smiður, lýkur BS gráðu í bygg-
ingatæknifræði í sumar og byrjar í meistaranámi í
verkfræði í haust. Þrátt fyrir allt þetta nám höfðu þau
tækifæri til að eyða nokkrum vikum í Suður-Ameríku
fyrir áramót enda eru þau þeirrar gæfu aðnjótandi að
búa í kjallaranum hjá foreldrum hennar á Seltjarnar-
nesi. „Það er ómetanlegur stuðningur að fá að búa í
þessari íbúð. Við erum ótrúlega þakklát og heppin.
Það gerir það líka að verkum að við getum ferðast
aðeins þegar við erum búin að vera dugleg að vinna.“
Hildur og Elías giftu sig í Dómkirkjunni þann 26.
desember 2007, á annan í jólum. „Okkur finnst jólin
rómantískari tími en sumarið. Við fengum jólasnjó
og þurftum að klofa hann til að komast inn í kirkjuna.
Jólin eru besti tími ársins hjá okkur. Það kom sumum
á óvart að við ætluðum að gifta okkur svona ung.
Okkur fannst þetta það eina rétta. Við erum bæði
gamlar sálir og okkur langaði að hefja hjónaband
og stofna heimili. Þetta er eins og með svo margt
annað, sumum fannst það skrýtið í fyrstu en þegar
það kynntist okkur og hvernig við hugsum þá fannst
fólki þetta mjög eðlilegt. Ég er ekki upptekin af því
hvað öðrum finnst. Ég reyni ekki meðvitað að ögra
en ef mér finnst eitthvað rétt og er viss í minni sök þá
læt ég bara vaða. Ég er heppin með foreldra, þeir ólu
mig upp sem ábyrga unga konu og þau treysta því að
ég taki ábyrgðarfullar ákvarðanir. Ég ígrunda allt vel
og ana ekki út í neitt. Ég er foreldrum mínum mjög
þakklát.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Það gerir mig
ekkert að minni
femínista þó ég
eldi súpu.
12 viðtal Helgin 26.-28. júlí 2013