Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 26
Saman í þarabaði M Margt hefur breyst í tæknimálum frá því að pistilskrifarinn byrjaði að hamra á óraf- knúna skólaritvél á ritstjórnarskrifstofu Dagblaðsins fyrir löngu. Það var ekki hraðasti ásláttur sögunnar, það verður að viðurkennast, en mér fór smám saman fram. Síminn var að sönnu til staðar á borðshorninu og búið var að finna upp segulbandið en það notaði ég ekki. Hrip- aði heldur á blað það sem viðmælendur sögðu. Aðrar upplýsingar þurfti að sækja í bækur eða blöð – og það tók dágóða stund. Allt gekk þetta þó upp og útkoman var eftirsótt blað sem samstæður og skemmtilegur hópur stóð að. Eitt blað á dag kom út þrátt fyrir frumstæðar græjur. Mér verður stundum hugsað til þessa tíma. Borðsíminn er enn á sínum stað og segulband fyrir þá sem það vilja, hvort heldur er í tölvunni sjálfri, farsímanum eða diktafóni en mestur munur er á samskiptum öllum og auðveldari upp- lýsingaöflun umfram það sem þá var, með stórkostlegum möguleikum netsins – og þægindunum sem fylgja tölvupóstinum. Samskipti með tölvupósti eru afar þægi- leg og gríðarlega mikið notuð hjá öllum almenningi, hvort heldur er til einkabrúks eða í atvinnuskyni. En þar fylgir böggull skammrifi. Flestir eru svo hrekklausir að þeir telja að þau skilaboð sem þeir senda með tölvupósti séu aðeins á milli tveggja einstaklinga og efni póstsins verði ekki notað nema með leyfi viðkomandi. Svo er þó alls ekki. Það sýna dæmin. Hið nýjasta eru uppljóstr- anir Edward Snowden en hann greindi frá víðtækum persónunjósnum bandarískra yfirvalda. Umtalsverður hluti mannkyns er nettengdur og nýtir sér þjónustu stór- fyrirtækja á borð við Microsoft, Apple, Facebook og Google. Kannski hefði það ekki átt að koma okkur á óvart en margir hrukku í kút þegar Snowden sýndi fram á hve greiðan aðgang bandaríska leyniþjón- ustan hafði að netþjónum þessara fyrir- tækja. Nær okkur þekkjum við mörg dæmi um tölvupósta sem einum voru ætlaðir en rötuðu fyrir almenningssjónir. Umtalað dæmi þar um voru samskipti Jónínu Benediktsdóttur sem stolið var úr tölvu hennar og tengdust frægu, eða alræmdu, Baugsmáli á sínum tíma. Þeir póstar birtust á síðum Fréttablaðsins. Nýlegt dæmi höfum við um það að aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra sendi í ógáti tölvupóst á netfang yfirmanns þess er fór fyrir í undirskriftasöfnun um óbreytt veiðigjald. Frægari af endemum urðu þó skilaboð sem Bjarni Harðarson bóksali, þáverandi alþingismaður, hugðist senda aðstoðarmanni sínum í tölvupósti síðla hausts árið 2008. Þar var þingmaðurinn svolítið að skrattast í varaformanni flokks síns, Valgerði Sverrisdóttur, fyrrum ráðherra. Bjarni þingmaður sendi aðstoðarmanni sínum bréf, fráleitt hliðhollt flokksysturinni, bað hann í fæstum orð- um að búa til „ano- nymous“ netfang og senda á alla fjölmiðla. Bréf Bjarna til aðstoðarmannsins fór hins vegar óvart á hópsendingarlista fjölmiðla. Laumusendingin fór því út um víðan völl – sem varð til þess að þingmaðurinn neydd- ist til að segja af sér. Samskipti flestra í tölvupósti eru þó sárasaklaus. Fjölmiðlar hefðu því engan áhuga á þeim þótt þau ræki fyrir slysni á fjörur þeirra, svo ekki sé talað um kílómetra langar skjalaraðir bandarísku leyniþjónustunnar – eða leyniþjónustur annarra ríkja, ef því er að skipta. Samt er betra að gæta sín þegar ýtt er á „send“ takkann. Að því komst ég fyrir nokkru þótt fráleitt hafi í þeim tölvupósti verið fjallað um hernaðarleyndarmál eða þjóðaröryggi. Mín ágæta eiginkona sá fyrir nokkrum misserum fjallað um þaraböð sem í boði voru á Reykhólum vestra þar sem hugvitsamar konur blönd- uðu saman gæðavottuðu þarahráefni frá Þörungaverksmiðjunni og hveravatninu á Reykhólum. Þar kom fram að þarabað í heitum potti væri nánast allra meina bót, einkar hollt fyrir húðina og stuðlaði almennt að vellíðan gesta meðan þeir slökuðu á og virtu fyrir sér rómaða nátt- úru á Reykhólum. Um þetta ræddum við hjónakornin svo sem ekkert frekar en fyrir kemur að við eigum erindi vestur á firði. Skömmu fyrir ferð þangað var ég að vafra á vestfirskum netmiðlum og rak þá augun í kynningu á fyrrnefndu þarabaði. Þá datt mér í hug, sem eiginmanni í senn hugulsömum og ástríkum, að bjóða eiginkonu minni í langþráð þarabaðið. Því skrifaði ég henni heldur elskulegan tölvupóst milli verk- efna í vinnunni. Að vanda hafði ég upp- hafsstaf nafns hennar á undan erindinu, án sérstaks formála. Bréfinu lauk ég ástúðlega – og sendi frúnni – eða taldi mig gera það. Nútíma tölvupóstkerfi flýta nefnilega fyrir manni og um leið og fyrsti stafur nafns er sleginn inn koma önnur upp, til dæmis þau sem nærri standa í stafrófinu. Um leið og tölvubréfið um þarabaðið hvarf af skjánum sá ég að það hafði alls ekki farið til konunnar minnar elskulegrar heldur samstarfsmanns míns af karlkyni, með sama upphafsstaf í nafni sínu og eiginkonan. Ég segi ekki að hann hafi skipt litum þegar hann fékk kveðjuna en augnatillitið sem hann sendi mér var óneitanlega sér- stakt. Sá góði maður fékk sem sagt svo- hljóðandi tölvupóst, en tekið skal fram að hann situr skáhalt á móti mér í vinnunni: (Upphafsstafur móttakanda) „Nú látum við verða af því, elskan, og skellum við okkur saman í þarabaðið á Reykhólum, látum fara vel um okkur hönd í hönd í heitum pottinum og njótum saman dásemda Breiðafjarðar. Kannski fáum við okkur drykk til að fullkomna stundina. Ef við, í flýtinum fyrir vesturför- ina, gleymum að taka með okkur sundföt skiptir það engu því þau er hægt að leigja á staðnum. Eftir á getum við keypt okkur þarabaðsölt og fleira fínt. Hvernig líst þér á, krúttið mitt?“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Einstök Ævintýraferð Verð á mann í tveggja manna herbergi . Kr. 464.329,- Innifalið: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri www.transatlantic.is Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralí og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. hin þekkta píramída Tulum, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Við tökum svo nokkra daga á lúxus hóteli við Karabíska hað þar sem allt er innifalið Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Ertu búinn að fá þér Veiðikortið! www.veidikortid.is Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.- 00000 26 viðhorf Helgin 26.-28. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.