Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 52
 Í takt við tÍmann Bjartey SveinSdóttir Bjó til loftljós úr kaffipokum Bjartey Sveinsdóttir er 23 ára Hafnfirðingur sem vakið hefur eftirtekt með hljómsveitinni Ylju. Bjartey vinnur á leikskólanum Vesturborg og kaupir föt í Kolaportinu. Hún var að flytja í nýja íbúð með kærastanum, Gígju vinkonu sinni úr Ylju og umboðsmanni hljómsveitarinnar. Staðalbúnaður Yfirleitt geng ég í þægilegum fötum, síðum pilsum eða kjólum og kannski kögurpeysu. Ég er mjög sjaldan í níð- þröngum fötum en það gerist þó stund- um. Mér finnst alltaf rosa gaman að fara í Kolaportið og ég finn mér eiginlega alltaf föt þar. Svo versla ég í Spútnik og kíki stundum í Zöru og Topshop. Ég kaupi samt yfirleitt ódýr föt, ég er ekkert í þessu merkjadóti. Hugbúnaður Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég yfirleitt bara á Dollý. Jú, það er gaman að fá sér kannski einn bjór á Laundro og rölta aðeins um en við endum alltaf á Dollý, án þess að vera búin að ákveða það. Þegar ég er ekki að vinna eða að spila með Ylju þá er ég oft bara heima og hef það kósý. Ég kveiki á kertum og finnst gaman að búa til hina og þessa hluti, föndra, teikna og mála. Í fyrradag kláraði ég til dæmis loftljós úr kaffipokum. Það er voða fínt og hangir núna í loftinu hjá mér. Ég hef alltaf verið rosa heimakær og finnst gaman að dunda mér. Ég horfi voða lítið á sjónvarp en horfi stundum á þætti sem vinkonur mínar hafa „dánlód- að“. New Girl eru rosa skemmtilegir og Modern Family eru í uppáhaldi hjá mér. Svo hlusta ég auðvitað mikið á tónlist, mestmegnis rólega folk-tónlist. Ég hlusta á Ben Howard, Selahsu, Vincent McMor- row og Eivör er í miklu uppáhaldi. Ég hef farið á marga tónleika með henni og fæ alltaf gæsahúð þegar hún spilar. Vélbúnaður Ég á Macbook Pro tölvu og iPhone 4s. Ég nota Facebook appið og Snapchat og svo finnst mér gaman að breyta myndum í Snapseed. Um daginn fékk ég mér Instagram og er búin að pósta tveimur myndum. Ég ætla mér að vera dugleg að setja inn myndir því mér finnst rosa gaman að sjá hvað aðrir eru að gera. Aukabúnaður Eftir að ég flutti hef ég verið mjög dugleg að fara út að borða. Ég ætla mér að verða duglegri að elda þegar allt er komið í röð og reglu í nýju íbúðinni. Ég hef farið svolítið á Beyglubarinn í Austurstræti og mæli með honum. Svo er alltaf voða gott að borða á Vegamótum. Ég á ekki bíl og fer flestra minna ferða labbandi eða hjól- andi. Mér finnst mjög gaman að ferðast, bæði hér heima og til útlanda. Uppáhalds staðurinn minn er Rauðasandur á Vest- fjörðum. Hann er algjör náttúruperla. Ég og kærastinn erum að spá í að fara í heimsreisu eftir kannski tvö ár en næst á dagskrá er helgarferð til Brighton í nóvember. Ég fer með mömmu og systur minni og þetta verður verslunarferð. Bjartey og félagar í hljómsveitinni Ylju njóta sífellt meiri vinsælda. Þegar hún er ekki að spila með sveitinni finnst henni notalegt að kveikja á kertum heima hjá sér og föndra. Ljósmynd/Hari Toppur 6990 Klútur 3490 Dagskrá Innipúkans Föstudagur: Gísli Pálmi Valdimar Steed Lord Skelkur í bringu Laugardagur: Botnleðja Geiri Sæm Ólafur Arnalds Soundsystem Ylja Agent Fresco Grísalappalísa  tónliSt tónliStarhátÍð haldin Í tólfta Sinn Feitur Innipúki um verslunar- mannahelgina Geiri Sæm leikur öll sín þekktustu lög á Innipúkanum. Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í tólfta sinn í Reykjavík um verslunar- mannahelgina. Hátíðin verð- ur haldin föstudagskvöldið 2. ágúst og laugardagskvöldið 3. ágúst og verður aðaldag- skráin á Faktorý við Smiðju- stíg. Aðalnúmerin á hátíðinni í ár eru Geiri Sæm, Gísli Pálmi og Botnleðja. Fleiri listamenn eiga eftir að bætast við dagskrána að sögn skipuleggjenda. Miðasala er hafin á Miði.is og kostar tveggja daga passi 4.900 krónur. Miði á stakt kvöld kostar 3.000 krónur. Rapparinn Gísli Pálmi treður upp á laugardag- skvöldinu á Innipúkanum um verslunar- mannahelgina. Ljósmynd/Hari 52 dægurmál Helgin 26.-28. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.