Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 30
30 prjónað Helgin 26.-28. júlí 2013  PrjónaPistill litadýrð úr náttúrunni Guðrún Hannele Henttinen hannele@ storkurinn.is Skvetta er skrímsli í krapinu og svellköld, líkt og flest kvenkyns ís- skrímsli. Hún hefur verið virk í starfi femínísa um langt skeið og er mikið samkvæmisljón. Hún veit fátt skemmtilegra en vel heppnaða ísveislu í góðra skrímsla hópi — og á það til að slá upp veislu í nálægum frystikistum. Hún er ekki öll þar sem hún er séð, enda erfði Uppruni Slabba er óljós. Líklegt er að hann sé afkvæmi grýlukertis og græns pistasíu- búðings. Hann ólst upp á afskekktri jöklarannsóknarstöð á Grænlandi, þar sem hann þótti liðtækur í bæði ísknattleik og listdansi á skautum (þungavigt). Slabbi hefur mikinn áhuga á útivist, magadansi og rapp- tónlist, en hann er formaður aðdáenda- klúbbs Vanilla Ice á Íslandi. Slabbi er eitt af skrímslunum frá Kjörís. Hann er víða á ferli í sumar. Hafðu auga með honum, hann gæti leynst í næsta frystihólfi. Slabbi er uppáhalds skrímslið. Leiktu við skr ímslin á www.k joris.is /skrim sli E kki veitir okkur af að lífga upp á sumarið með litadýrð úr nátt-úrunni. Hér birtist uppskrift af hekluðu sjali sem hægt er að vefja um sig til að hlýja sér á svölum sumardögum og litirnir lífga upp á sálartetrið í leiðinni. Hekl Áhugi á hekli hefur aukist mikið undan- farin ár sem er gott mál. Mér hefur alltaf fundist hekl ómissandi með prjóninu, enda hægt að nota það með í bland. En svo eru margar sem kjósa heklið fram yfir prjónið því þeim finnst það einfaldlega skemmtilegra. Ef grunnþekking á hekli er til staðar en hægt að gera nánast hvað sem er. En sem betur fer er til fullt af falleg- um uppskriftum til að gefa okkur hugmyndir. Þið kann- ist vafalaust við Þóru – hekl- bók sem kom út í fyrra og sló í gegn. Það er aldrei að vita nema að eitthvað fleira komi úr þeirri átt fyrr en síðar. Og þær eru óteljandi bækurnar sem fást á ensku með svo stílhreinum og flottum uppskriftum að það mun koma þeim sem ekki þekkja til á óvart. Ef þið sem þetta lesið hafið ekki kynnst hekli eða viljið læra það þá er víða boðið upp á námskeið í hekli. Það eru margir sem hafa orðið að leggja prjónið á hilluna vegna gigtar en geta samt heklað því þá beitir maður sér á annan hátt. Í dag eru til svo góðar heklunálar sem gott er að halda um og þá þreytist maður minna. Góða skemmtun Blómleg litadýrð Guðrún Hannele hannele@storkurinn.is Mt. (14045 Heklað sjal) Heklað sjal sem hægt er að vefja um sig til að hlýja sér á svölum sumardögum. Blómasjal Þessi uppskrift kemur úr smiðju NORO sem er garnframleiðandi í Japan og er þekktastur fyrir litríkt, marglitt garn og óvenjulegar litasamsetn- ingar. Sjalið er heklað og hver dúlla er kringlótt og minnir á blómið Chrys- anthemum. Hönnuður: Anna Al Efni og áhöld: 6 x 50g af NORO Silk Garden Lite (silki/mohair/lambsull) hér í lit 2038. Heklunál nr. 4 eða sú stærð sem þarf til að ná réttri heklfestu. Jafanál. Stærð: 45,5 x 164 cm. Athugið 1) Heklið 59 blómadúllur – allar frá réttunni án þess að snúa við. 2) Blómadúllurnar eru tengdar saman með keðjulykkju í 4. umferð. 3) Það ræðst af staðsetningu hverrar dúllu hve oft hún festist við næstu dúllu/r. Hugið að því áður en 4. umferð er hekluð. 3) Byrjið hvert blóm á nýjum litakafla í garninu ef þið viljið fá afgerandi blómabreiðu. Heklfesta: 1 blómadúlla = 7,5 cm í þvermál með heklunál nr 4. Notið fínni eða grófari heklunál ef þarf til að ná réttri heklfestu. Orðalyklar: LL = loftlykkja KL = keðjulykkja FL = fastalykkja HST = hálfstuðull umf = umferð SJALIÐ Fyrsta blómið 6 LL, tengið í hring með KL í fyrstu LL umf. 1. umf: 1 LL, [1 FL, 4 LL] 5 sinnum inn í hringinn, 1 FL inn í hringinn, 1 LL, 1 HST í 1. FL umf (telst sem LL-bogi) = 6 LL-bogar. 2. umf: 1 LL, 1 FL í HST, [4 LL, 1 FL í næsta LL-boga] 5 sinnum, 1 FL, 1 LL, HST í 1 FL umferðar. 3. umf: 1 LL, FL í HST, [(4 LL, 1 FL) 2 sinnum í næsta LL- boga] 5 sinnum, 4 LL, FL í næstu LL-boga, 1 LL, 1 HST í 1. FL umferðar = 12 LL-bogar. 4. umf: 1 LL, 1 FL í HST, [4 LL, 1 FL í næsta LL-boga] 11 sinnum, 4 LL, KL í fyrstu FL umferðar. Klippið spottann og dragið í gegn. Tengja saman blóm á tveimur stöðum Hvert blóm í lengjunni er tengt við næsta blóm á tveimur stöðum með keðjulykkju í loftlykkjuboga. 1. - 3. umf: Eins og í fyrsta blóminu. 4. umf: 1 LL, FL í HST, 2 LL, [KL í einhvern LL-boga næsta blóms, 2 LL, 1 FL í LL-boga í þessu blómi] 2 sinnum, [4 LL, FL í næsta LL-boga] 9 sinnum, 1 LL, HST í 1 FL um- ferðar. Klippið á spottann og dragið í gegn. Heklið þannig hverja dúllu og festið við næstu dúllu í síðustu umferðinni. Byrjið á að hekla saman 8 dúllur í eina lengju, síðan 9 dúllur í næstu lengju sem skarast við hina fyrri og festast við á fleiri stöðum. Þannig verða í heildina 7 raðir eða lengjur, 4 með 8 dúllum og 3 með 9 dúllum, samtals 59 blómadúllur. Dúllurnar sem eru í miðjunni eru festar við 6 dúllur allan hringinn, en þær sem lenda á jaðrinum á færri stöðum. Þeim sem finnst betra að hekla eftir teikningu geta fengið hana í Storkinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.