Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 32
32 golf Helgin 26.-28. júlí 2013  Fatnaður meistaranna asian cuisine & lounge ☎ +354 517-0123 / www.bambusrestaurant.is Borgartúni 16, 105 Reykjavik Opið: Mánudaga-föstudaga 11.30 til 21.30 Laugardaga 17.00-22.00 Lokað á sunnudögum Hádegistilboð frá 690 krónum. Verð á réttum af matseðli 1.250 krónum í hádeginu og frá 2.950 krónum á kvöldin. Á barnum fæst úrval kokkteila og sérblandaðra drykkja, svo er bjór á tilboði alla daga klukkan 16-19 á aðeins 450 krónur. Upplifðu austurlenska gestrisni og matargerð eins og hún gerist best, í fallegu umhverfi þar sem þú upplifir töfra Asíu Í slandsmótið í golfi fer fram á Korpúlfs-staðavelli nú um helgina. Mótið er hápunktur keppnisgolfs á hverju ári og allir sem vettlingi geta valdið taka þátt. En það er ekki það sama að vinna og að vinna með stæl. Fyrir golfarann er fataskápurinn því orðin fimmtánda kylfan í pokanum. Það hefur enda loðað við sportið að grín sé gert að spilurum og yfir- leitt er byrjað á köflóttu buxun- um. Nú má segja margt um köflóttar buxur en ekki eru þær mörgum klæðaskápn- um til framdráttar. Svona hvunndags í það minnsta. Slík tíska hefur þó ekki alltaf fylgt golfinu. Frá því að menn hófu að spila íþróttina fögru og fram undir 1970, þegar útvíðar og skærköflótt- ar buxur tóku yfir, voru golfarar með snyrtilegri mönnum og jafn vel tískuíkon, ekki síður en Sean Connery og hans lík- ar upp úr miðri síðustu öld. Því ættu þeir sem hugsa sér að líta vel út á golfvellinum að byrja þar eða um miðbik aldarinnar. Arnold Palmer, golfkóngurinn sjálfur, er mjög góður upphafspunktur. Grínarinn Það er þó ekki þar með sagt að allir þurfi að klæða sig eins og þeir séu nýsloppnir af setti Mad men þáttanna. En gott er þó að hafa í huga að ef menn mæta í appel- sínugulum al- klæðnaði á teig og slá svo bolt- ann sjö metra áfram og fimmtíu metra til hægri væri kannski ráð að taka Norðlendingurinn Örvar Samúelsson er ein allra mesta sleggjan á Eimskipamóta- röðinni þetta árið. Það kom berlega í ljós þegar nokkrir af okkar aðalkylfingum reyndu með sér að hitta inn á flöt með dræver. Karlarnir frá 280 metrum og konurnar frá um 240 metrum. Léttur mótvindur blés á golfarana og nákvæmust kvennanna var Valdís Þóra Jónsdóttir en þegar kom að drengjunum er skemmst frá því að segja að enginn þeirra dreif inn á flötina – þangað til að fyrr- nefndur Örvar steig á teiginn. Hann bombaði inn á flöt og yfirskaut holuna meira að segja um nokkra metra. Örvar hefur greinilega fengið lýsið Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is Það er komin ný sleggja í bæinn mulla á þetta allt saman. Kaupa brúnleitar kakí- buxur og byrja bara upp á nýtt. Skóbúnað- urinn Golfskór eru nauðsyn. Um það geta allir verið sammála. Ekki eru þó sama golfskór og golfskór. Í gegnum tíðina hafa golf- skór yfirleitt litið út eins og gamaldags spariskór og er það vel. Enda hafa flestar til- raunir til þess að gera sportlega golfskó farið fyrir ofan garð og neðan. Svo komu strætis- skórnir frá Ecco, langt frá því fallegur skóbún- aður en nógu gott til að golfskór tóku stóran kipp fram í núið. Svo slæmt var það þó orðið með þessa Ecco-skó að þeir hörðustu fóru ekkert úr skónum á milli golfhringja. Þeirra vegna er það vonandi að líða undir lok. Nú er helsta tískubólan að skórnir séu ekki neitt frábrugðnir öðrum íþróttaskóm og jafnvel hægt að fá skó sem er alveg eins og helstu tískuíþróttaskór stóru framleiðendanna. Samba- skórnir frá Adidas hljóta þar að vera fremstir í flokki. Grunn- klæðnaður golfarans Gallabxur eru ennþá bann- aðar sama hvað Elín Hirst segir. Það er alveg óþarfi að fara beint til Kormáks og Skjaldar til að kaupa tweedjakka og hnjá- buxur í stíl. En þar fást þó góðar kakíbuxur. Til dæmis brúnar eða bláar, aðsniðnar án þess þó að vera þröngar og örlítið hærri í mittið en tískubuxurnar. Því ekki ku það gott að sporta vold- ugum plömmer á þriðja teig. Nett belti og pólóbolur eru svo það sem koma skal. Bolurinn á að vera aðeins aðsniðinn og ermarnar mega ekki ná niður á olnboga. Falleg ullarpeysa með v-hálsmáli eða jafnvel upphneppt afapeysa í fallegum lit ef skyldi nú fara að blása. Loka svo lúkkinu með mjúkum brúnum Wing-tips golfskóm sem bæði Kormákur og Skjöldur væru stoltir af. Þess ber þó að geta að þegar byrjar að rigna – og það byrjar alltaf að rigna – er best að renna bara upp ljótu regnúlp- unni og hugsa til heita kakóbollans sem bíður í skál- anum – vonandi. Nýju fötin golfarans Kóngurinn Arnold Palmer (fyrir neðan) er góður byrjunarreitur en Rodney Dangerfield (að ofan) er aðeins fyrir lengra komna. Dúkkulísu- módelin hér til vinstri eru samsettar myndir af þeim Haraldi Franklín Íslands- meistara síðasta árs og Guðmundi Ágústi Íslands- meistara í holukeppni 2013. sitt fyrir norðan því í mælingu sem framkvæmd var fyrir nokkru átti hann högg upp á vel yfir 300 metra og obbann af þeim metrum var boltinn á flugi og það sem ekki þótti síðra afrek: Boltinn fór lóðbeint hjá Norð- lendingnum nautsterka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.