Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 48
Útgáfufyrirtækið Sena hefur að undanförnu sent frá sér þrjár plötur sem ættu að falla vel í kramið hjá yngri kynslóðinni. Og henta vel um þessar mundir þegar lagt er upp í langferðir um landið. Fyrst ber að geta fyrstu plötu þeirra Sveppa og Villa sem kall- ast Sveppi og Villi búa til plötu. Þeir félagar hafa notið mikilla vinsælda hjá krökkunum með sjón- varpsþáttum sínum og þremur kvikmyndum. Í sjónvarpsþáttunum hafa þeir verið duglegir að flytja frumsamin lög og þótti félögunum því tilvalið að reyna sig við plötugerð. Aðdáendur fá því eitthvað nýtt til að kjamsa á meðan þeir bíða eftir fjórðu mynd- inni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var gerð hennar frestað þar eð ekki fékkst vilyrði fyrir styrk frá Kvikmynda- miðstöð. Þá er nýkomin út þreföld safnplata sem kall- ast Fjölskyldualbúmið. Foreldrarnir fá lög með Mannakornum, Sálinni og fleirum á einni plötu og unglingar finna máské eitthvað við sitt hæfi á annarri plötu þar sem Friðrik Dór, Ásgeir Trausti, Jón Jónsson og fleiri koma við sögu. Á þriðju plötunni geta börnin gengið að lögum úr Ávaxtakörfunni, lögum með Skoppu og Skrítlu, Friðriki Ómari og fleirum. Síðast en ekki síst hafa fimm eldri barnaplöt- ur verið steyptar saman í einn kassa; 5 barna- gull. Þar er barnaplatan Gilligill, Bakkabræður í flutningi Sigurðar Sigurjónssonar, lög úr upp- setningu Leikfélags Reykjavíkur á Línu lang- sokki, Íslenska vísnaplatan og Uppáhaldslögin okkar þar sem popparar á borð við Birgittu Haukdal og Magna Ásgeirsson láta til sín taka.  TónlisT nýjar barnaplöTur Flottar plötur fyrir börnin í ferðalagið Hin frábæra barnaplata Gilligill er ein fimm sígildra plata í kassanum 5 barnagull. b öðvar Magnússon stofn-aði DAS-bandið á Hrafn-istu í Hafnarfirði fyrir þrettán árum þegar hann hitti þar fyrir gamlan trommara. Síð- an hefur þetta undið upp á sig og bandið telur nú um tíu manns en í því hafa verið um fimmtán meðlimir þegar mest er. „Ég er búinn að vinna á Hrafn- istu í Hafnarfirði í þrettán ár og þetta byrjaði nú bara þannig að ég rakst hérna á fullorðinn heimilismann sem hafði verið trommuleikari og við fórum að spila saman. Og þá var þetta orð- in tveggja manna hljómsveit,“ segir Böðvar sem leikur á pínaó, harmonikku og orgel. „Svo erum við með gítar- leikara, stundum bassaleikara, trommara og svo söngvarann, Guðmund Ólafsson. Hann er alveg frábær söngvari og hafði nú ekki sungið popp fyrr en hann kom hingað. Hann söng mest með kirkju- og karlakórum og svoleiðis. Mjög bjartur og fallegur tenór sem syngur hvað sem er, Presley og hvað annað sem okkur dettur í hug að taka.“ Böðvar segir nikkuna vera ráðandi hljóðfæri í undirleikn- um. „Flestir spila á harmon- ikkur enda er hún mjög vinsæl hjá þeim sem komnir eru á aldur og þannig rúllar þetta viku eftir viku,“ segir hljómsveitarstjór- inn en DAS-bandið treður upp á Hrafnistu á hverjum föstudegi. „Böllin hjá okkur hérna eru mjög fjörug enda hefur og þessi aldurshópur sem nú er á elliheimilum gaman af því að dansa og hefur alltaf haft. Við spilum svo einu sinni í mánuði á Hrafnistu í Reykjavík og spilum svo bara hingað og þangað. Hafnfirðingar hafa til dæmis verið duglegir að fá okkur til þess að spila við ýmis tækifæri, bryggjuböll og fleira.“ Þetta hefur gengið svo vel og góður rómur verið gerður að bandinu að Böðvar segir þau hafa ákveðið að fara á sveita- ball. „Allir hlakka mjög til og við erum fyrst og fremst að fara að skemmta okkur sjálfum en vonumst til þess að skemmta sem flestum í leiðinni,“ segir Böðvar og heldur áfram: „Það er ótrúlegur misskilningur að lífið sé búið þegar fólk er komið á elliheimili. Þar fær fólk góða hjúkrun og þarf ekki að sjá um líf sitt frá degi til dags og getur þá einmitt farið að njóta tómstundanna. Og það er ekki spurning að tónlistin léttir og lengir lífið. Bara það að hlusta á tónlist er svo hollt og gott að ég tali nú ekki um að hreyfa sig eftir henni.“ Sveitaballið á Gömlu Borg í Grímsnesi hefst á laugardags- kvöld klukkan 21 og stendur til miðnættis. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  Das-banDið Hressir ellismellir Eðaltenór á níræðisaldri og harmonikkuher Sprellfjörugir og tónelskir ellismellir á Hrafnistu í Hafnarfirði hafa létt lífið og lyft stemningunni á dvalarheimilinu í ein þrettán ár undir merkjum DAS-bandsins. Harmonikkan er, kannski eðli málsins samkvæmt, ráðandi hljóðfæri í bandinu sem rennir sér ljúflega í gegnum slagara allt frá stríðsár- unum til dagsins í dag. Stuðið er slíkt að á laugardaginn leggur sveitin land undir fót og treður upp á sveitaballi á Gömlu Borg í Grímsnesi. Það er ótrúlegur misskilningur að lífið sé búið þegar fólk er komið á elliheimili. Sveppi og Villi hafa gefið út sína fyrstu plötu. Böðvar Magnússon ásamt ellismellunum hressu sem hann hefur smalað saman í hið léttleikandi DAS-band. Með spilagleðina og óbilandi lífsgleði heldur hópurinn á sveitaball um helgina. Mynd/Hari 48 menning Helgin 26.-28. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.