Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 62
Hvað:Indjánadans Hvenær: Sunnudagur Klukkan: 10.00 „Indjánadans er heilunardans sem er yfirleitt dansaður á morgnana og tekur um það bil tíu til fimmtán mínútur og með honum tengist fólk höfuðáttunum sex sem eru þær fjórar sem við þekkjum að viðbættum himni og jörð,“ segir Erna Jóhannesdóttir sem ætlar að leiða indjánadans á Edrú-hátíðinni. Erna segir alla heillast af indjána- dansinum enda sé hann mjög skemmtilegur. „Dansinn virkar eins og sjálfstyrking og er nokkurs konar morgunleikfimi.“ Einkennist af þakk- læti, ánægju og gleði Hugleiðsla undir tónum gongsins Hvað: Gong hugleiðsla Hvenær: Laugardagur Klukkan: 16.00 „Það er alveg rosalega mikil heilun í tónum gongsins. Bylgjur frá tónum þess fara um líkamann og leiðrétta hann. Gongið er sjö- tíu sentimetra langt koparhljóðfæri en við hlýðum á tónlist af geisladiski í tímanum,“ segir Erna Jóhannesdóttir sem mun bjóða gestum Edrú-hátíðarinnar upp á gong hugleiðslutíma. „Það er svo merkilegt að trommuhljómurinn í gonginu virðist eiga möguleika á að leiðrétta allar skekkjur í líkamanum. Mér fannst alveg ótrúlegt að sjá hestana hérna hjá mér, hvað þeir sækja í tóna gongsins. Það er alveg ótrúleg heilun í svona djúpum hljómum.“ Hvað: Morgun jóga Hvenær: Laugardagur og sunnudagur Klukkan: 10.00 Tvo morgna verður boðið upp á jóga fyrir alla, bæði byrjendur sem lengra komna. „Tímarnir verða þannig að allir geti tekið þátt,“ segir Erna Jóhannesdóttir, kripalu- jóga kennari, sem mun kenna jóga tvo morgna á hátíðinni. „Við höfum þetta einfalt og tökum upphitun og förum svo í jógastöður.“ DJ Katla mun spila á Edrúhátíðinni bæði föstudags- og laugardagskvöld. „Á föstudeginum tek ég við af Daníel Ágústi um miðnætti og spila svo í ein- hverju epísku edrú-sundlaugarpartýi á laugardagskvöldinu,“ segir Katla Ás- geirsdóttir plötusnúður en hún hefur verið að spila í um það bil eitt ár.„Ég byrjaði að spila þegar gamli yfirmaður- inn minn á skemmtistaðnum Bakkus henti mér upp í dj-búr eitt kvöldið og skipaði mér að spila, ég hef spilað allar götur síðan,“ segir Katla sem mun spila danstónlist og vonast til þess að allir sem hafa unun af því að dansa geri það, óháð aldri. Katla segist aldrei hafa farið á Edrúhátíð áður en segir að dagskráin sé þannig að ekki sé annað hægt en að mæla með henni fyrir barnafjölskyldur. Örviðtal Valgeir Skagfjörð Hvað er það besta við Edrúhátíðina? Félagsskapurinn og fjölbreytt prógramm með fólki sem er allsgáð og reiðubúið til að skemmta sér og hafa gaman af því sem í boði er á hátíðinni. Hvað er mikilvægast í lífinu? Ástin og edrúmennskan. Er sumarið tíminn? Það jafnast ekkert í heiminum á við íslenskt sumar. Verst hvað við höfum fengið lítið af því hér á suð- vesturhorninu. Örviðtal Símon Birgisson Hvað er það besta við Edrúhátíðina? Morgunyoga undir berum himni. Maturinn og fólkið. Hvað er mikilvægast í lífinu? Að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Er sumarið tíminn? Hver tími ber yfir sinni eigin sér- stæðu fegurð sem vert er að njóta. TónliSTardagSkrá á EdrúháTíðinni Fjölbreytt tónlistardagskrá verður í boði á Edrúhátíðinni á laugalandi um verslunar- mannahelgina. Föstudagur Útisvið Kl. 21.00 Magnús og Jóhann Kl. 22.00 Eyjólfur Kristjáns Kl. 23.00 Ylja Íþróttasalur Kl. 00.00 Daníel Ágúst Kl. 01.00 Dj. Katla Laugardagur Útisvið Kl. 17.00 Barnaball. Geirfuglar og ingó töframaður kl. 19.30 Hljómsveitin Eva Kl. 20.00 Dimma Kl. 21.00 Ojba rasta Kl. 22.30 Geirfuglaball Íþróttasalur Kl. 23.30 Diskó – Íþróttasalur Sunnudagur Útisvið Kl. 19.10 Æðruleysismessa. Séra Karl v. Matthíasson, Ellen Kristjáns og Pálmi Sigurhjartar Kl. 20.00 Sniglabandið, Ellen Kristjáns og Berglind Björk Kl. 20.45 Úrslit í söngkeppni barna Kl. 21.00 Sniglabandið Kl. 23.00 Kvöldvaka. Brekkusöngur við varðeld með valgeiri Skagfjörð Kl. 00.00 Kiddi Casio Íþróttasalur Kl. 16.00-18.00 Söngvakeppni barna Kl. 00.30 Dj diskó Gong tíminn hjá Ernu mun hefjast á jógaæfingum og eftir þær verða tónar gongsins notaðir til heilunar. Jógatímar þar sem allir geta tekið þátt Fyrir alla sem elska að dansaIndjánadans er heilunardans A ð mæta á samkomu þar sem stefnt er að því að allir séu allsgáðir er alveg stórkostlegt því þá taka menn meira eftir lífinu, hvað það getur verið fallegt og gott,“ segir séra Karl Valgarð Matthíasson sem mun bjóða upp á Æðruleysis- messu á sunnudeginum klukkan 19 á útisviðinu. Ellen Kristjánsdóttir syngur sálma og Pálmi Sigurhjart- arson spilar undir. Karl segir að í fyrra hafi Æðruleysismessan verið haldin í kirkju en hún hafi verið of lítil. „Ein frægasta boðunarræða allra tíma var haldin undir beru lofti, en það var fjallræðan sem flutt var fyrir tæpum 2000 árum en er hana að finna í Matthíasarguðspjalli. Þar eru svo margar fallegar dæmisög- ur sem kenna fólki að sýna hvert öðru kærleika,“ segir Karl. „Æðruleysismessan verður með mjög svipuðu sniði og þær hafa ver- ið í Dómkirkjunni. Þær einkennast af þakklæti, ánægju og gleði og er hún ætluð öllum. Ég ætla að taka dæmisöguna um týnda soninn sem er ein besta saga heimsbók- menntanna sem og sagan um mis- kunnsama Samverjann,“ segir Karl sem hefur notið hjálpar SÁÁ og á samtökunum gott að gjalda.  ÆðrulEysIsmEssA Karl Valgarður Matthíasson. Ellen Krist- jánsdóttir syngur sálma á Æðruleysis- messunni og Pálmi Sigur- hjartarson spilar undir. „Það eru svo margir í dag sem vilja eiga kost á að fá sér eitthvað létt og hollt í magann. Sama hvort það er á útihátíð eða ekki.“ segir Guðrún Jóna Stefánsdóttir en hún mun reka Heilsuhornið í veitingatjaldinu á Edrúhá- tíðinni. Hún mun bjóða upp á nokkrar tegundir af heilsusjeikum, engifersnafs og eitthvað góðgæti. „Ég mun vera með fullt af góðu hráefni á staðnum og selja drykkina á fínu verði svo allir sem vilja geti fengið sér hressingu.“ Hollur valkostur á útihátíð 6 EDRÚ VERSLUNARMANNAHELGINA 2.-5. ÁGÚST 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.