Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 59

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 59
V ið tókum þátt í Edrúhátíðinni í fyrra og það var ótrúlega gaman og gekk vel. Það var hin fínasta stemning og mér heyrist á öllu að það verði stærra í ár og við búumst við enn betri stemn- ingu,“ segir Guðný Gígja Skjaldar- dóttir, Gígja, ein af fimm meðlimum hljómsveitarinnar Ylju sem mun spila á hátíðinni. „Ég tel Edrúhátíðina vera mjög skemmtilegt framtak. Það að geta farið með fjölskyldu og börnum og verið í áfengislausri útilegu,“ segir Gígja. Hljómsveitin Ylja gaf út sína fyrstu plötu í nóvem- ber í fyrra „Ylja“. „Við höfum verið ótrúlega dugleg að fylgja henni eftir, það gengur vel og við erum rosalega ánægð. Nú erum við að leggja drög að næstu plötu og erum að vinna í henni hægt og rólega,“ segir Gígja. Viðtök- urnar við fyrstu plötunni segir hún að hafi verið góðar og að platan hafi verið að seljast vel. „Við höfum verið að selja plötur á tónleikum líka og sérstaklega til útlendinga sem hafa veitt okkur mjög góðar viðtökur þó svo að við syngjum bara á íslensku,“ segir Gígja. Á Edrúhátíðinni segir Gígja að Ylja muni spila lög af gömlu plötunni. „Síð- an verðum við vonandi komin með nýtt lag sem við erum að klára þessa dag- ana ef allt gengur eftir,“ segir Gígja. Ylja hefur verið að spila um landið í sumar en mun einnig spila á hátíð- inni Innipúkanum í Reykjavík um Verslunarmannahelgina. Einnig mun hljómsveitin spila á Vegamótum í miðri viku í sumar. Hljómsveitinni Ylju skipa Bjartey Sveins- dóttir (söngur og gítar), Guðný Gígja Skjaldardóttir (söngur og gítar), Smári Tarfur Jósepsson (slide-guitar) og Valgarð Hrafnsson (bassi) og Maggi Magg (tromm- ur). Þ essi hátíð er flott framtak. Ég mæti bara á svæðið með góða skapið í farteskinu og vona að fólk eigi eftir að njóta há- tíðarinnar. Ég ætla að syngja nokk- ur lög af sólóplötunum mínum og nokkur GusGus lög á föstudags- kvöldinu,“ segir Daníel Ágúst, tón- listarmaður og meðlimur hljóm- sveitarinnar GusGus. Hljómsveitin GusGus er að vinna að næstu plötu þessa dagana, inn á milli þess sem hún spilar á tónlistarhátíðum víðs vegar um Evrópu. „Við ljúkum við plötuna líklega í haust og hún kemur út væntanlega á næsta ári, það er þó ekki víst að það náist fyrir jólin. Platan er búin þegar hún segist vera búin, það er ekki hægt að flýta eða stjórna því ein- hvern veginn,“ segir Daníel. Daníel segir að á nýju plötunni muni GusGus reyna að finna nýja fleti á nýjum lögum og það sem veiti honum innblástur sé að mestu leyti samskipti við annað fólk og þær aðstæður sem hann lendir í. Hljómsveitin GusGus hefur ný- lega spilað á þremur tónlistarhá- tíðum í Austurríki, Ungverjalandi og Noregi. „Við vorum að spila á besta tíma og á stóru sviði í Ung- verjalandi og það myndaðist alveg ótrúlega mögnuð stemning,“ segir Daníel. Hópurinn lenti einnig í ævintýralegum aðstæðum í Osló en allt endaði vel. „Þetta var nú svolítið skrítin tónleikaferð hjá okkur því flugfélagið týndi megn- inu af tónleikagræjunum. Frá því að við lentum og við áttum að fara á svið voru þrír klukkutímar. Okkur tókst með góðra vina hjálp að púsla saman einhverjum græjubúnaði til þess að flytja tón- leikana. Þetta var lítið kraftaverk að þetta tókst í rauninni. Viddi, ís- lenskur vinur okkar í Osló, lánaði okkur eina græju og hjálpaði okkur að finna hljóðfæraleigu þar sem við fengum hljómborð. Við fengum græjurnar okkar kvöldið eftir þannig að þetta var ævintýri sem endaði vel,“ segir Daníel Ágúst. „Börnunum fannst sætkartöflusúpan og kjúklingurinn bestur,“ segir Ágúst Már Garðarsson, betur er þekktur sem Gústi Chef. Gústi Chef sá um matinn í Edrúhátíðinni í fyrra en vann einnig við tónleikahaldið á kvöldin. Á þessari há- tíð mun hann hins vegar einbeita sér að því að elda dýrindis kræsingar fyrir gesti hátíðarinnar og getur frekar notið þess að hlusta á tónleikana á kvöldin að þessu sinni. „Þetta var alveg frábært í fyrra og ég vona að það verði eðlileg þróun að hátíðin stækki. Hátíðin heppnaðist mjög vel í fyrra og tónleikarnir voru mjög flottir,“ segir Gústi. Gústi segir að í fyrra hafi listasmiðjurnar úti og leik- ritin notið mikilla vin- sælda hjá börnunum en í ár komi til dæmis líka Leikhópurinn Lotta. Segir hann að dag- skráin í fyrra hafi heppnast mjög vel, til dæmis áherslan á hið andlega eins og jógaæfingar, hláturjóga og fleira sem verður líka á hátíðinni núna. Matseðillinn verður ekki bara gómsætur heldur líka hollur og á góðu verði. Morgunmatur: Hafragrautur, AB mjólk, Granola músli og ávextir, soðin egg, brauð og álegg. 750 kr. Hádegi: Bragð- mikil edrúsúpa og br auð. 1250 kr. Kvöldmatur: Steik og hlað- borð. Sæt ar kartöflur, epla- salat , ferskt salat, tómat- salat og tvær kaldar sósur (kjúkl ingur á laugardeginum og lambalæri á sunnudeginum). 2000 kr. Hvað er svona gott við edrúhátíðina? Maður er ekki að fara að vakna á degi tvö með djammviskubit og skilja tjaldið eftir og húkka far í bæinn. Annars hef ég aldrei skemmt mér jafn- vel og á Laugalandi i fyrra. Hvað er mikilvægast í lífinu? Lifa lífinu lifandi. Af hverju ertu svona brún þrátt fyrir alla þessa rigningu? Þökk sé sólbaðstofunni Sól 101 verð eg brún út sumarið :) Örviðtal Natalie GunnarsdóttirGústi Chef býður upp á frábæra veislu Kemur með góða skapið á flotta hátíð  Ylja spilar á Edrúhátíðinni Búumst við enn betri stemningu í ár Nú erum við að leggja drög að næstu plötu og erum að vinna í henni hægt og rólega 3EDRÚ VERSLUNARMANNAHELGINA 2.-5. ÁGÚST 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.