Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 14
D ruslugangan á uppruna sinn í Toronto í Kanada en árið 2011 sagði lögreglustjóri opinber- lega að stúlkur þyrftu að hugsa sinn gang og hætta að klæða sig eins og druslur svo þeim verði ekki nauðgað. Í mótmælaskyni við þau viðhorf sem orð lögreglustjórans endurspegluðu var efnt til Drusluganga víða um heim og fer gangan fram í þriðja sinn hér á landi á morgun, laugardag, klukkan 14 frá Hallgrímskirkju, á Akureyri og í Vest- mannaeyjum. „Við viljum mótmæla þeirri orðræðu sem tíðkast að ef fólk klæðir sig á ákveðinn hátt eða hafi ákveðið fas bjóði það upp á að verða nauðgað. Það er þessi orðræða sem við heyrum svo oft í kringum dómsmál. Það virðist skipta máli hvort þolandinn sé undir áhrifum áfengis og muni nákvæmlega eftir allri atburðarásinni. Skilaboð okkar í Druslu- göngunni eru þau að skipti ekki öllu máli hvað gerist á undan verknaðinum. Nauðgun er grafalvarlegt mál, sama hver aðdragandinn er,“ segir María Rut Kristinsdóttir, talskona Druslugöng- unnar í ár. Með göngunni í ár vilja skipuleggjend- ur hennar vekja athygli á því að nauðg- anir séu ekki aðeins einkamál þeirra sem fyrir þeim verða, heldur samfélags- ins alls. Að sögn Rósu Bjarkar Bergþórs- dóttur hefur ein nauðgun gríðarleg áhrif á marga einstaklinga, til dæmis vinahópa og fjölskyldur, ásamt því að vera gríðar- lega kostnaðarsamar fyrir samfélagið. „Fólk er með áfallastreituröskun, getur ekki mætt til vinnu og þarf á margs kon- ar hjálp að halda í langan tíma eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.“ Aðstandendur göngunnar eru sann- færðir um að boðskapur hennar skili sér til samfélagsins og telja margt hafa áunn- ist á undanförnum árum þó baráttunni sé ekki nærri því lokið. „Í fyrra héldum við „meinta druslugöngu“ og beindum þannig spjótum okkar að fjölmiðlum sem hafa í gegnum tíðina fjallað um nauðganir með öðrum hætti en önnur afbrot. Maður sér ekki lengur orðalag um meintar nauðganir í fjölmiðlum svo skilaboðin okkar í fyrra hafa náð í gegn,“ segir Rósa Björk. Að sögn Sunnu Ben þróast umræðan og verður skárri með hverju árinu. „Það var erfitt að fá fólk með í gönguna fyrsta árið en núna eru allir tilbúnir að sýna baráttumálum okkar stuðning.“ Að sögn Snærósar Sindradóttur, laganema og eins skipuleggjanda Druslu- göngunnar, þarf að breyta því hugar- fari sem ríkir innan réttarkerfisins að brotaþola beri sjálfum að kæra kynferðis- ofbeldi. „Í hefðbundnu ofbeldismáli þarf brotaþoli ekki að kæra. Þegar hann mætir á bráðamóttöku fer kerfið í gang. Það er ekki þannig í kynferðisbrotamálum og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessa ábyrgð af brotaþola og málin eiga að fara sjálfkrafa í ferli. Við höfum ótal mörg dæmi um hótanir gegn brotaþolum sem koma í veg fyrir að fólk þori að kæra.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  SamfélagSmál DruSlugangan á þremur Stöðum á lanDinu Nauðganir eru vandamál alls samfélagsins Druslugangan fer fram á morgun og er markmið hennar að vekja samfélagið til umhugs- unar um að kynferðisofbeldi sé ekki einkamál þess sem fyrir því verður, heldur samfélags- ins alls. „Við viljum færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur og ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn.“ María Rut Kristinsdóttir, Sunna Ben, Snærós Sindradóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir, nokkrar af skipuleggjendum Druslugöngunnar í ár. Mynd/Hari. 14 viðtal Helgin 26.-28. júlí 2013 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA rjóminn er kominn í nýjar umbúðir Rjóminn er einstakur. Hann á sér fastan sess í matargerð okkar íslendinga. Þú finnur girnilegar og sumarlegar uppskriftir með rjóma á gottimatinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.