Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 36
36 heilsa Helgin 26.-28. júlí 2013  Heilsa Hugmyndir að Hugleiðslu úr Kundalini jóga Nefkvef, hnerri og kláði í nefi eru helstu einkenni frjókornaofnæmis Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum hnerra sem hjálpar til við að hreinsa ofnæmis- vaka úr nefi en í leiðinni róar það og ver með áframhaldandi notkun. Sinose er þrívirk blanda sem hreinsar, róar og ver. Hentar einnig þeim sem þjást af stífluðu nefi og nef- og kinnholubólgum. Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur. Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni. Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS Frekari upplýsingar www.gengurvel.is Náttúrulegi nefúðinn sem sló í gegn sumarið 2012 KYNNING s íðasta sumar komu dag- og nætur-kremin frá UNA skincare á markað og var það stór stund fyrir íslenska nýsköpunarfyrirtækið Marinox, framleið- anda varanna. Nú hefur augnkrem bæst í Marine Bioactive línuna og ber það nafnið Ultra Rich Eye Cream. Kreminu er pakkað í loftþéttar, fimmtán millilítra krukkur með pumpu og er afar þægilegt í notkun. Augnkremið inniheldur virk efni sem unnin eru úr íslenskum þörungum og fór rannsóknar- og þróunarvinna fram í náinni samvinnu við Matís í Reykjavík og á Sauðárkróki. Rannsóknirnar snérust um lífvirk efni í íslenskum þörungum og andoxunarvirkni þeirra og leiddu þær í ljós að bóluþang stóð upp úr. Því eru líf- virku þörungaefnin í vörum UNA unnar úr bóluþangi. „Sjávarþörungar eru vannýtt auðlind á Íslandi en þeir innihalda aragrúa af heilsusamlegum lífefnum sem hægt er að nýta í margvíslegar afurðir. Marinox hefur þróað náttúrulega aðferð til að einangra og framleiða virk efni úr þessari einstöku ís- lensku auðlind og þar með tryggt hámarks- virkni þeirra. Þeir sjávarþörungar sem við notum eru handtíndir og sérvaldir,“ segir Eybjörg Einarsdóttir sölu- og markaðsstjóri Marinox. Ultra Rich augnkremið frá UNA skincare er hannað til að vinna á húðinni í kringum augun og inniheldur lífvirk efni úr sjávar- þörungum ásamt öðrum öflugum og virkum sérvöldum efnum. Húðin í kringum augun er afar þunn og því eitt viðkvæmasta húðsvæðið. Með aldrinum og ytra áreiti svo sem sólargeislum og mengun veikist byggingarefni húðarinnar og það dregur úr framleiðslu mikilvægra efna sem veldur því að húðin verður slappari og línur og hrukkur byrja að myndast. Augnkremið frá UNA skincare er sérhannað til að vinna gegn þessum breytingum. Eitt af virku efnunum í augnkreminu er Palmitoyl Tripeptide-38 sem er eitt öflugasta peptíð sinnar tegundar og kemur í veg fyrir og dregur úr hrukkum á augn- svæðinu. Klínískar rannsóknir sýna að peptíðið dregur marktækt úr hrukkum og sléttir húðina kringum augun. Í kreminu er einnig þörungaextrakt unnið úr bóluþangi, sem inniheldur mikið af lífvirkum efnum eins og florótannín andoxunarefni, lífvirkar fjölsykrur, amínósýrur, vítamín og steinefni sem berjast gegn hvarfeindum og öldrun húðarinnar ásamt því að draga úr bólgum og roða. Þörungaextraktið er framleitt af Marinox með háþróaðri aðferð úr sérvöld- um handtíndum íslenskum þörungum. „Ný- legar rannsóknir á þörungaefnum benda til framúrskarandi andoxunarvirkni í frumum og hindra virku innihaldsefnin ákveðin ensím sem finnast í húðinni sem valda niðurbroti á kollageni og elastíni sem eru mikilvæg byggingarefni hennar. Virku efn- in draga verulega úr bólgumyndun og bæta teygjanleika húðarinnar,“ segir Eybjörg. Að sögn Eybjargar hafa viðtökur UNA skincare vörumerkisins verið afar góðar. „Íslendingar leggja sig fram við að kaupa íslenskar vörur. Það skiptir miklu máli fyrir okkur sem þjóð því öll nýsköpun og verðmæta aukning er afar mikilvæg. UNA skincare er eitt af fáum íslenskum húðvöru- merkjum sem hafa vísindalegar rannsóknir á bak við sig.“ Augnkremið frá UNA er án allra litar,- paraben,- og ilmefna og er ekki prófað á dýrum. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu UNA www.unaskincare.com og á Facebook-síðunni unaskincare. Nýtt augnkrem frá íslenska nýsköp- unarfyrirtækinu Marinox, fram- leiðanda UNA skincare, er komið á markað. Kremið inniheldur sérvalin og öflug innihaldsefni en eitt af virku efnunum er unnið úr íslenskum sjávarþörungum og voru rannsóknir á þeim gerðar í náinni samvinnu við Matís. Fyrir ári komu á markað UNA dag- og næturkrem sem notið hafa mikilla vinsælda. UNA augnkremið inniheldur öflug og sérvalin efni svo árangurinn leynir sér ekki. Kremið styrkir og endurvekur byggingarefni húðarinnar, dregur verulega úr dökkum og þrútnum svæðum og varnar hrukkumyndun á augnsvæðinu ásamt því að bæta áferð húðarinnar svo hún verður silkimjúk og ljómandi. Augnkremið hefur nú bæst við línu UNA húðvara en fyrir ári síðan komu dag- og næturkrem á markað. s alka gaf í vikunni út bókina Hin sanna náttúra eftir Arn-björgu Kristínu Konráðs- dóttur, kundalini jógakennara, heilara og jógískan ráðgjafa. Í bók- inni eru útskýringar og ljósmyndir af hugleiðslu úr Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan á tutt- ugu og fjórum stöðum í náttúru Íslands. Við hverja hugleiðslu flétt- ast svo landslagsmyndir og fróð- leikur um hvern stað. Ef lesandi á þess ekki kost að ferðast á staðina hjálpa myndirnar að skynja orkuna frá þeim og njóta hugleiðslunnar. „Ef fólk hefur ekki kost á því að skreppa út í náttúruna getur það horft á mynd í bókinni og tengt sig í huganum,“ segir Arnbjörg. Bókin kemur einnig út á ensku undir heitinu True Nature in Ice- land og var það nokkurra mánaða ferli að fá hana samþykkta hjá Kundalini Research Institute í Bandaríkjunum sem tryggir að hugleiðsluleiðbeiningar og myndir eru eins og Kundalini-, Hatha- og Naad jógameistarinn Yogi Bhajan kenndi upphaflega. „Það var mikil vinna að fá hana samþykkta hjá stofnuninni en að sama skapi mjög mikilvægt. Þá geta iðkendur gengið að því vísu að hug- leiðsluleiðbeiningar og myndir séu sam- kvæmt hefðinni,“ segir Arnbjörg. „Mín reynsla er sú að það sé mun ánægjulegra að hugleiða úti í nátt- úrunni. Þegar Yogi Bhajan hóf kennslu í Bandaríkjunum árið 1968 var það einmitt oft utan- dyra. Það eru svo margir fallegir staðir að velja um, hreint loft og gróðurilmur allt í kring svo upp- lifunin verður ánægjulegri og heilsusamlegri,“ segir Arnbjörg. Í bókinni eru leiðbeiningar að mismunandi hugleiðslu, sem til dæmis veitir iðkendum hamingju, innri staðfestu, orku, frið og kær- leik. Þar eru grunnskrefin einnig kennd svo byrjendur geta lært hugleiðslu með hjálp bókarinnar. „Bókin hefur verið mikið sam- vinnuverkefni og ótal margir sem hafa hjálpað til að láta hana verða að veruleika. Yoko Ono las yfir þann kafla sem fjallar um friðarhug- leiðslu í Viðey og líkaði vel og ritaði eina tilvitnun í þann kafla.“ Bókin er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og telur Arnbjörg jafn- vel líklegt að bókin sé sú fyrsta í heiminum í tengslum við þessa tegund jóga. „Það er þó ekki hægt að slá því föstu. Ég hef ekki heyrt af öllu því góða sem fólk hefur tekið sér fyrir hendur í heiminum. Þau hjá Kundalini Research Insti- tute hafa í það minnsta ekki sam- þykkt bók sem þessa áður,“ segir Arnbjörg. Bók um hugleiðslu í íslenskri náttúru Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari með meiru, hefur sent frá sér bókina Hin sanna nátt- úra. Í bókinni eru leiðbeiningar að hugleiðslu víðs vegar í náttúru Íslands. Bókin kemur jafnframt út á ensku og er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og jafnvel í heiminum. Yoko Ono las yfir þann kafla sem fjallar um friðarhugleiðslu í Viðey og líkaði vel og ritaði tilvitnun í kaflann. Fyrsti hugleiðsluviðburður bókar- innar var í Kjarnaskógi á Akureyri. Arnbjörg við gong-hljóðfærið eftir slökunarstund. Nýtt augnkrem frá UNA skincare
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.