Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 8
www.volkswagen.is Nýr Golf kostar frá 3.540.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn ÍsafirðiKomdu og reynsluaktu bíl ársins Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl. Nýr Golf. Evrópu- og heimsmeistari Volkswagen Golf var kosinn bíll ársins í Evrópu 2013 á bílasýningunni í Genf og 66 bílablaðamenn hvaðanæva að útnefndu hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni í New York.  SumarbúStaðir Lítt hugað að brunavörnum Engin eða ónothæf slökkvitæki í sumarhúsunum Þrjú slökkvitæki fundust í 25 sumarbústöðum og aðeins eitt virkaði. Við sinubruna í Skorradal fyrr á árinu voru íbúar og gestir í um 25 sumar- húsum beðnir um að sækja slökkvi- tæki sín til að nota við slökkvistarfið. Aðeins þrír áttu slík tæki og einungis eitt þeirra virkaði, að því er fram kemur á síðu VÍS, Vátryggingafélags Íslands. „Vonandi gefur þetta ekki til kynna,“ segir þar, „hvernig brunavörnum er almennt háttað í sumarhúsum. Þetta er a.m.k. mun verra en á heimilunum því á tveimur af hverjum þremur þeirra er slökkvitæki, samkvæmt könnun sem gerð var árið 2012.“ Flest íslensk sumarhús eru úr timbri og eldsmatur þar nægur. Þá er gróður gjarnan töluverður í kring og töluverð hætta getur verið á sinubruna þegar þannig árar. „Í sumarhúsum er mikilvægt að huga að eldhættu,“ segir enn fremur á síðu VÍS, „ekki hvað síst á svæðum þar sem þau eru flest,“ en á Suðurlandi eru skráð fleiri en 6.000 sumarhús og yfir 2.500 á Vesturlandi. Íbúum þessara svæða fjölgar því um nokkur þúsund á sumrin. „Reykskynjarar, slökkvitæki og eld- varnarteppi þurfa að vera vel aðgengileg í öllum sumarhúsum og kunnátta til að nota búnaðinn. Jafnframt ætti að vera vatnsslanga sem nær hringinn í kring- um húsið og sinuklöppur til að geta brugðist við sinueldi. Brýnt er,“ segir VÍS, „að sýna árvekni við meðhöndlun elds. Gæta þarf vel að einnota grillum, notkun eldavélar, varðeldi, logandi sígarettum, kertum, gasgrilli og útiarni og tryggja að börn fikti hvorki með eld né eldfæri.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Í sumarhúsum, sem flest eru timburhús, er mikilvægt að huga að eldhættu. Hætta getur einnig verið á sinubruna. F ramtaldar skuldir heimilanna námu 1.785 milljörðum króna í árslok 2012 og jukust um 1,5% á árinu. Þær drógust saman um rúmlega 6% árið 2011. Framtaldar skuldir vegna íbúðarkaupa námu 1.159 milljörðum króna sem er 3,1% aukning milli ára. Eigið fé heimila í fasteign er tæplega 57% af verðmæti. Tæplega 26 þúsund af 94 þúsund fjölskyldum sem eiga íbúðarhúsnæði telja ekki fram skuldir vegna þess. Nettóeign heimila jókst um rúm 12% á árinu 2012 og nam samtals 2.075 millj- örðum. Aukningin nemur 7,5% að raungildi. Framtaldar eignir heimilanna námu 3.861 milljarði í lok síðasta árs og jukust um 6,9% milli ára. Fasteignir töldust 2.679 milljarðar króna að verðmæti, eða 69,0% af eignum. Þetta er meðal þess sem fram kemur hjá efnahags- og fjármálaráðuneytinu en ríkis- skattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Um næstu mánaðamót verða greiddir 18,3 milljarðar króna úr ríkis- sjóði til heimila. Þar er um að ræða endur- greiðslu á ofgreiddum sköttum, barnabætur og vaxtabætur. Auðlegðarskattur var lagður á sem tímabundin aðgerð og rennur sam- kvæmt lögum út um næstu áramót. Skatt- hlutfallið við álagningu 2013 er 1,5% af eign á bilinu 75-150 milljónir hjá einhleypum og 100-200 milljónir hjá hjónum en 2,0% af eign umfram þessi mörk. Auðlegðarskatt greiða 5.980 aðilar – um 3.100 fjölskyldur – alls tæplega 5,6 milljarða króna. Viðbótarauð- legðarskattur á hlutabréfaeign var lagður á 4.988 gjaldendur og nam 3,5 milljörðum sem er 44% aukning á milli ára. Samanlagt hækkar auðlegðarskattur um liðlega 13% milli ára. Framteljendum fjölgar um 0,9% milli ára og eru 264.193. Framteljendur eru 3.300 færri en þegar þeir voru flestir árið 2009. Alls fengu 158.455 einstaklingar álagðan almennan tekjuskatt og 253.606 fengu álagt útsvar. Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna árið 2013 vegna tekna árið 2012 nemur 932 milljörðum og hefur aukist um 6,4% frá fyrra ári. Samanlögð álagning almenns tekjuskatts og útsvars nemur 243,5 milljörðum og hækkar um 6,8% frá fyrra ári. Álagður tekjuskattur nemur tæplega 43% af fjárhæðinni og útsvar rúmlega 57%. Almennur tekjuskattur nemur 104,3 millj- örðum og var lagður á rúmlega 158 þúsund framteljendur. Álagningin eykst um 7,0% á milli ára og gjaldendum fjölgar um 1,6%. Út- svarstekjur sveitarfélaga nema 139,2 millj- örðum sem er 6,7% aukning á milli ára. Fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 11,7 milljörðum, hækkar um 13,9% milli ára. Vextir eru stærsti einstaki liður fjármagnstekna og nema 30,4 milljörðum sem er 0,5% aukning frá árinu áður. Vaxta- tekjur eru rúmur fjórðungur þess sem þær voru árið 2009. Tekjur af arði nema 16,7 milljörðum sem er 28,8% aukning frá fyrra ári og leigutekjur nema 9,1 milljarði sem er 20,7% aukning á milli ára. Útvarpsgjald nemur samtals 3,4 millj- örðum á árinu 2013. Fjárhæð þess er 18.800 krónur á hvern framteljanda á aldrinum 16–69 ára sem greiðir tekjuskatt. Barnabæt- ur hækka verulega og nema 10,1 milljarði sem er 36% aukning. Tæplega 57 þúsund fjöl- skyldur fá barnabætur sem er 9,5% fjölgun frá fyrra ári. Meðalfjárhæð bóta hækkar um tæplega 24% milli ára. Almennar vaxtabætur vegna vaxtagjalda af lánum til kaupa á íbúð- arhúsnæði, sem einstaklingar greiddu af á árinu 2012, nema 8,7 milljörðum sem er 1,3% lækkun á milli ára. Almennar vaxtabætur fá 44.876 fjölskyldur og fækkar þeim um 3,3%. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  Opinber gjöLd SkuLdir heimiLanna jukuSt á Liðnu ári Rúmlega þrjú þúsund fjölskyldur greiða auðlegðarskatt Tæplega 26 þúsund af 94 þúsund fjölskyldum sem eiga íbúðarhúsnæði telja ekki fram skuldir vegna þess. Um næstu mánaðamót verða greiddir 18,3 milljarðar króna úr ríkissjóði til heimilanna. 8 fréttir Helgin 26.-28. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.