Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Side 14

Fréttatíminn - 26.07.2013, Side 14
D ruslugangan á uppruna sinn í Toronto í Kanada en árið 2011 sagði lögreglustjóri opinber- lega að stúlkur þyrftu að hugsa sinn gang og hætta að klæða sig eins og druslur svo þeim verði ekki nauðgað. Í mótmælaskyni við þau viðhorf sem orð lögreglustjórans endurspegluðu var efnt til Drusluganga víða um heim og fer gangan fram í þriðja sinn hér á landi á morgun, laugardag, klukkan 14 frá Hallgrímskirkju, á Akureyri og í Vest- mannaeyjum. „Við viljum mótmæla þeirri orðræðu sem tíðkast að ef fólk klæðir sig á ákveðinn hátt eða hafi ákveðið fas bjóði það upp á að verða nauðgað. Það er þessi orðræða sem við heyrum svo oft í kringum dómsmál. Það virðist skipta máli hvort þolandinn sé undir áhrifum áfengis og muni nákvæmlega eftir allri atburðarásinni. Skilaboð okkar í Druslu- göngunni eru þau að skipti ekki öllu máli hvað gerist á undan verknaðinum. Nauðgun er grafalvarlegt mál, sama hver aðdragandinn er,“ segir María Rut Kristinsdóttir, talskona Druslugöng- unnar í ár. Með göngunni í ár vilja skipuleggjend- ur hennar vekja athygli á því að nauðg- anir séu ekki aðeins einkamál þeirra sem fyrir þeim verða, heldur samfélags- ins alls. Að sögn Rósu Bjarkar Bergþórs- dóttur hefur ein nauðgun gríðarleg áhrif á marga einstaklinga, til dæmis vinahópa og fjölskyldur, ásamt því að vera gríðar- lega kostnaðarsamar fyrir samfélagið. „Fólk er með áfallastreituröskun, getur ekki mætt til vinnu og þarf á margs kon- ar hjálp að halda í langan tíma eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.“ Aðstandendur göngunnar eru sann- færðir um að boðskapur hennar skili sér til samfélagsins og telja margt hafa áunn- ist á undanförnum árum þó baráttunni sé ekki nærri því lokið. „Í fyrra héldum við „meinta druslugöngu“ og beindum þannig spjótum okkar að fjölmiðlum sem hafa í gegnum tíðina fjallað um nauðganir með öðrum hætti en önnur afbrot. Maður sér ekki lengur orðalag um meintar nauðganir í fjölmiðlum svo skilaboðin okkar í fyrra hafa náð í gegn,“ segir Rósa Björk. Að sögn Sunnu Ben þróast umræðan og verður skárri með hverju árinu. „Það var erfitt að fá fólk með í gönguna fyrsta árið en núna eru allir tilbúnir að sýna baráttumálum okkar stuðning.“ Að sögn Snærósar Sindradóttur, laganema og eins skipuleggjanda Druslu- göngunnar, þarf að breyta því hugar- fari sem ríkir innan réttarkerfisins að brotaþola beri sjálfum að kæra kynferðis- ofbeldi. „Í hefðbundnu ofbeldismáli þarf brotaþoli ekki að kæra. Þegar hann mætir á bráðamóttöku fer kerfið í gang. Það er ekki þannig í kynferðisbrotamálum og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessa ábyrgð af brotaþola og málin eiga að fara sjálfkrafa í ferli. Við höfum ótal mörg dæmi um hótanir gegn brotaþolum sem koma í veg fyrir að fólk þori að kæra.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  SamfélagSmál DruSlugangan á þremur Stöðum á lanDinu Nauðganir eru vandamál alls samfélagsins Druslugangan fer fram á morgun og er markmið hennar að vekja samfélagið til umhugs- unar um að kynferðisofbeldi sé ekki einkamál þess sem fyrir því verður, heldur samfélags- ins alls. „Við viljum færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur og ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn.“ María Rut Kristinsdóttir, Sunna Ben, Snærós Sindradóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir, nokkrar af skipuleggjendum Druslugöngunnar í ár. Mynd/Hari. 14 viðtal Helgin 26.-28. júlí 2013 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA rjóminn er kominn í nýjar umbúðir Rjóminn er einstakur. Hann á sér fastan sess í matargerð okkar íslendinga. Þú finnur girnilegar og sumarlegar uppskriftir með rjóma á gottimatinn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.