Fréttatíminn - 09.12.2011, Síða 8
Lausir úr haldi
Glitnismönnunum fyrr-
verandi þeim Lárusi
Snorrasyni, Inga Rafni
Júlíussyni og Íslandsbanka-
manninum núverandi
Jóhannesi Baldurssyni,
sem úrskurðaðir voru
í vikulangt gæsluvarð-
hald á miðvikudag í
síðustu viku vegna rann-
sóknar embættis sérstaks
saksóknara á málefnum
Glitnis, var sleppt úr haldi
á mánudag. Að sögn Ólafs
Þórs Haukssonar, sérstaks
saksóknara, stóðu yfir-
heyrslur yfir alla helgina
og þótti ekki ástæða til að
halda þeim í
varðhaldi
lengur.
-óhþ
Kærður fyrir
nauðgun
Egill Einarsson, bekktur
þekktur sem Gillzenegger,
hefur verið kærður fyrir
nauðgun ásamt kærustu
sinni. Átján ára stúlka
kærði parið eftir að hafa
farið heim með þeim.
Egill sjálfur neitar sök og
sendi frá sér yfirlýsingu
þar sem hann sagðist
ætla að láta lögmenn sína
leggja fram kæru vegna
rangra sakargifta.
Rannsókn málsins
stendur yfir
en búið er
að yfirheyra
málsaðila.
Egill hefur
verið settur
í frí í starfi
sínu hjá út-
varpsstöðinni
FM 957 þar sem
hann hefur verið
hjálparkokkur
Auðuns
Blöndal á
föstu-
dögum í
þættinum FM 95
Blö. -óhþ
400 þúsund
fyrir fíla
Starfsmenn Lyfju á
Smáratorgi seldu sjötíu
postúlínsfíla fyrir 200
þúsund krónur á uppboði
síðasta laugardag til
styrktar Guðmundi Felix
Grétarssyni sem safnar
fyrir handaágræðslu í
Frakklandi. Lyfja mun
jafna upphæð starfsmanna
sinna og því mun
Guðmundur Felix fá
400 þúsund krónur
frá starfsmönnum
Lyfju. Lovísa Sigrún
Svavarsdóttir, starfs-
maður Lyfju, sem
hafði og vanda
af uppboðinu,
segir í samtali við
Fréttatímann að
uppboðið hefði
heppnast frábær-
lega. „Þetta var
æðislega gaman,“
segir Lovísa. -óhþ
Ó hreinsað skólp hefur runnið bæði í Fossvogslæk og Kópavogslæk, læki sem eiga að vera prýði Foss-
vogs og Kópavogs, útivistarsvæða í miðju
höfuðborgarsvæðisins. Ákveðið var í haust
hjá Kópavogsbæ að gera verulegt átak í því
að finna rangtengingar skólplagna frá fyrir-
tækjum og íbúðarhúsum. Rangtengingar
hafa fundist vegna Kópavogslækjarins
og bót unnin á, að sögn Margrétar Júl-
íu Rafnsdóttur, formanns umhverfis- og
samgöngunefndar Kópavogs, en vitað er
af vandamálum innst í Fossvoginum. Þar
leikur grunur á að skólplagnir undir húsum
séu ónýtar. Leitað er að ástæðum mengun-
arinnar í Fossvogsdalnum í samvinnu við
Reykjavíkurborg.
Við mælingar á magni saurkólígerla í
Fossvogslæk og Kópavogslæk var gerla-
magn eða skólpmengun langt yfir ásætt-
anlegum mörkum. Verst var ástandið innst
í Fossvogi, við Gróðrarstöðina Mörk og
við Dalveg í Kópavogi. Orsakir eru taldar
vera rangtengingar lagna í nærliggjandi
hverfum Kópavogs og Reykjavíkur. Um
rangtengingar er að ræða þegar skólp-
lagnir eru tengdar inn á regnvatnslagnir.
Þá rennur skólpið óhreinsað í lækina í stað
þess að það fari í skólplagnir og þaðan í
skólphreinsistöð.
„Fólk er að setja ný klósett hjá sér, til
dæmis í bílskúra – eða jafnvel í nýbygging-
um eins og kom í ljós í verslunarhúsnæði
við Dalveg – og tengir í drenlagnir í stað
skólplagna,“ segir Margrét Júlía. „Það ætti
ekki að vera hætta á ruglingi, menn eiga
að vera með samþykktar teikningar, en við
vitum ekki hvernig þetta er til komið.“
Margrét Júlía segir að málið hafi verið
klárað í Kópavogsdalnum, lækurinn sé
orðinn hreinn, þótt áfram þurfi að fylgjast
með en vitað sé af vandamálum innst í Foss-
vogsdalnum, Reykjavíkurmegin. „Við vitum
að þarna er mýri og það geta verið ónýtar
skolplagnir undir húsum en það hefur ekki
verið rakið ennþá, hvort um er að ræða
rangtengingar eða ónýtar lagnir. Við erum
í samvinnu við Reykjavíkurborg að klára
þetta. Það er mikilvægt að leita að ástæðum
fyrir þessu í Fossvogsdalnum, hvort heldur
eru rangtengingar eða ónýtar skolplagnir
sem okkur er farið að gruna að kunni að
vera ástæða þess hve mikið gerlamagnið
reyndist vera, margfalt meira en það sem
ásættanlegt er.“
Margrét Júlía segir mikilvægt að vara
við þessu, slíkum upplýsingum eigi ekki að
halda frá fólki enda hafi skólar nýtt þessi
svæði, svo dæmi sé tekið. „Þar sem ástand-
ið er verst geta verið skaðlegir gerlar.“
Hún segir enn fremur mikilvægt að fólk
geri sér grein fyrir því að öll efni sem notuð
eru við þrif bíla úti við fari í regnvatnslagn-
ir, til dæmis olíur og þynnir.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Engin lagaheimild fyrir hækkun
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, segir í skriflegu svari
til Fréttatímans að það sé engin lagaleg
heimild til að hækka veiðigjald á makríl
og að Alþingi hafi ekki samþykkt þær til-
lögur sem hann lagði
til um hækkun
veiðigjalds síðast-
liðið vor. Hart hefur
verið deilt á stjórnvöld vegna
þess hversu mikið lægra
veiðigjaldið er hér á landi í
samanburði við Færeyjar og
Noreg.
„Varðandi makrílinn og
hvernig við förum þar að skiptir
líka máli að við erum að byggja
upp veiðisögu okkar og reynslu
í meðferð þessa fisks. Það
hefur verið horft til þess að
deila þessum aflaheimildum á sem flesta
bátaflokka og höfuðmarkmið okkar er
þar að skapa sem besta nýtingu aflans og
skapa þar með sem mesta vinnu í landi.
Þetta hefur tekist mjög vel, við erum nú
búin að ná því
að makríllinn
fer nánast allur
til manneldis og það
skiptir líka máli fyrir okkar
stöðu í þeim viðræðum sem eiga
sér stað milli strandveiðiríkjanna
sem sitja að samningum um skipt-
ingu makrílsins. Hagsmunir okkar
í þessum milliríkjasamningum eru mjög
miklir og það sem mestu varðar í þessu
enda er talið að verðmæti þeirra 160
þúsund tonna af makríl sem veiddist á
yfirstandandi ári nemi um 18 milljörðum
króna,” segir Jón. -óhþ
Skolpmengun FoSSvogSlækur og kÓpavogSlækur
Saurkólígerlamengun
langt yfir ásættanleg-
um mörkum
Átak Kópavogsbæjar í leit að rangtengingum skolplagna. Kópavogslækur orðinn hreinn en glímt er
við vanda í samvinnu við Reykjavíkurborg innst í Fossvogsdal. Lagnir undir húsum hugsanlega ónýtar.
Saurgerlamengun
í Fossvogslæk
og Kópavogslæk
var margfalt yfir
ásættanlegum
mörkum. Rangteng-
ingar lagna hafa
fundist í tengslum
við Kópavogslæk
svo lækurinn er
orðinn hreinn en
vandinn er óleystur
í Fossvogsdal.
Hugsanlegt er talið
að ónýtar lagnir
undir húsum innst
í dalnum valdi
skólpmenguninni.
Ljósmynd Hari
8 fréttir Helgin 9.-11. desember 2011
* Gildir á meðan birgðir endast.
Jólaandinn er hjá Vodafone
Þín ánægja er okkar markmið
vodafone.is
Frábær tilboð á snjöllum símum
LG Optimus Black
59.990 kr. staðgreitt
eða 4.999 kr. á mánuði í 12 mánuði
Flott heyrnartól fylgja og
2.000 kr. inneign á Tónlist.is
Nokia 500
39.990 kr. staðgreitt
eða 3.333 kr. á mánuði í 12 mánuði
Fjölskyldu ALIAS fylgir*