Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Síða 32

Fréttatíminn - 09.12.2011, Síða 32
ALLT A Ð KG45 | www.flytjandi. is | sími 525 7700 | Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg. Glimrandi gott verð fyrir allt að 45 kg þungan pakka – aðeins 750 krónur hvert á land sem er. Sendu jólapakkann þinn fljótt og örugglega með Eimskip Flytjanda. Upplýsingar um næsta afgreiðslustað á www.flytjandi.is OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA 750KR. 80 ÁFANGASTAÐIR UM ALLT LAND S umarið 1985 efndu Stuðmenn til samstarfs við Kramhúsið um að flytja inn senegalska listamenn, bæði slagverksmenn og dans- ara. Þeir skyldu fara með okkur um landið og kenna bændum bongóslátt og að stíga trylltan dans. Þetta varð mikið gaman, Afríka lifnaði í hljómsveitinni í þessu samkrulli. Senegalarnir voru fimm karlmenn, einn sýnu elstur, allir lágvaxnir og valdsmannslegir, með hár sem minnti á kústa og voru snillingar að spila og dansa. Fínar áætlanir voru uppi um stuð víða um land. Hæst myndi risið í Atlavík um verslunarmannahelgina. Í Atla- vík skemmtu auk okkar hljómsveitin Fásinna, HLH- flokkurinn, Megas og Blámenn frá Senegal fram eftir sunnudagsnóttu. Þannig vorum við auglýstir. Eins og beint út úr gömlu Tarsanblaði. Áður en haldið var í þessa miklu ferð stilltum við saman húðir og strengi. Undirbúningur ferðarinnar var í fullum gangi. Kristján Karlsson, sem hefur gert flest plaköt og plötualbúm og annað grafískt fyrir Stuðmenn, var búinn að gera auglýsingamyndir fyrir túrinn, stórt plakat, gult með bláum stöfum og undir stóð Stuðmenn og til hliðar neðar Blámenn frá Senegal og nöfn fleiri listamanna. Í auglýsingaskyni var gripið til þessa gamla orðs úr miðaldabókmenntum okkar yfir íbúa hinnar afrísku álfu enda þýddi orðið blár forðum bara „dökkur“ eða „svartur“. Vinir okkar frá Senegal voru á vappi um bæinn, festu augun á plakatinu og var ekki skemmt. Ég var tekinn á teppið, af bláu hendinni. Mér líst ekki á blikuna, er kallaður inn í herbergi þar sem þeir sitja í hring. Höfð- inginn er ábúðarmikill með teketil, og hellir teinu nærri hálfs metra hátt úr könnunni í bollana að arabískum sið, og horfir um leið á mig stingandi augum. Lætur buna teið og freyða, aftur og aftur, í næsta bolla og næsta bolla. Á mér hvíla svörtu augun. Hann segir ekkert, byggir upp spennu með því að hlaða þögn á þögn ofan. Mér er hætt að standa á sama, finn moldina rjúka í logninu, þar til höfðinginn loks rýfur þögnina, horfir strangur í augu mér og segir með mikilli áherslu: – Djeikob. We are not blue men! Þeir sáu auðvitað fordómana í þessu. Það er nátt- úrulega skömm að mæla fólk eftir húðlit. Við brúk- uðum stimpla þrælahaldaranna. Negri eða niggari er komið af latneska orðinu niger sem þýðir svartur, þar af Nigería. Hið ofbeldisfulla hvíta kyn mældi mennskuna eftir húðlit. Fáir vita að fram á tuttugustu öld var afrísk kona höfð til sýnis í búri í dýragarði í Sviss. Litli svarti sambó var afskræmd hugmynd, og þá söngbók lásum við lítil og sungum. „Tíu litlir negrastrákar“ dóu vegna heimsku sinnar einn af öðrum í söngnum fræga. Danir og Svíar voru seinir og tregir til að hætta þrælahaldi, stóðu í þrælasölu rétt eins og aðrir, vildu bita af kökunni. Við Bændur nema bongóslátt Fréttatíminn birtir hér kafla úr sögu Jakobs Frímanns Magnússonar, Með sumt á hreinu, sem Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir skráði. Jakob Frímann sem félagsmálafrömuðurinn og framsóknarforkólfurinn Frímann Flygering í myndinni Með allt á hreinu. Jakob ásamt Þórunni Erlu Valdimarsdóttur sem skrifaði bókina Með sumt á hreinu. Jakob Frímann og Björgvin Halldórs á sólríkum degi í Los Angeles. Jakob Frímann og kona hans Birna Rún Gísladóttir með Jarúnu Júlíu sem er fjögurra ára í dag. 32 bókarkafli Helgin 9.-11. desember 2011
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.