Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 09.12.2011, Qupperneq 48
Þ að fer ekkert á milli mála að það er hávetur. Ég er ekki viss um að önnum kafnir viðmælendur mínir nái til mín á réttum tíma í þeirri fljúgandi hálku sem er á götum borgarinnar, en helli engu að síður upp á könnuna til öryggis, enda er þetta fólk vant því að vera stundvíst – og mikið rétt; um leið og síðustu vatnsdroparnir falla í könnuna koma þau inn úr kuldanum hjónin séra Jóna Hrönn Bolladóttir og séra Bjarni Karlsson. Nú fyrir jólin kom út viðtalsbók um þau sem Björg Árnadóttir blaðamaður skrifaði: ,,Af heilum hug“, og Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðingur sagði hana vera eins og hrífandi ástar- sögu. Það liggur því eiginlega beinast við að byrja á að spyrja þau hvort þau séu ástfangin eftir langa samveru? Brjálæðingar eiga að eiga hvorn annan! „Veistu,“ segir Bjarni, „það er svo merkilegt að ég man ennþá stund og þann stað þegar ég sá Jónu Hrönn í fyrsta sinn fyrir rúmum 25 árum þar sem hún kom gangandi upp suðurstig- ann í aðalbyggingu Háskóla Íslands og þeirri hugsun laust niður í huga minn að ef til vill væri hér komin konan í lífi mínu. Ég veit að það er svolítið klikkað að segja þetta, en það er bara satt.“ „Ég man líka okkar fyrsta fund,“ segir Jóna Hrönn. ,,Ég hafði heyrt af Bjarna, að hann væri að hefja nám í guðfræðideildinni eins og ég. Og ég hafði heyrt að hann væri glaðhlakka- legur KFUM drengur. Þarna skynjaði ég að hann væri mikið sjarmatröll og ég fann að við gætum orðið góðir vinir. En ég var nú ekkert með hjónaband í huga þegar þarna var komið í lífinu. Ég er mjög hamingjusöm að við Bjarni skyldum verða hjón, því það er satt sem sagt hefur verið að brjálæðing- arnir eiga að eiga hvorn annan. Hver gæti verið giftur svona konu eins og mér?!” segir hún skellihlæjandi. Þau hjónin eru sammála um að ástin hafi vaxið með árunum og reynslunni og svo hefur ástin líka borið ávöxt í þremur börnum og þeim fylgja tvö tengdabörn og eitt barnabarn. „Andri er að ljúka meistaraprófi í sálarfræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla og býr með Unni Bryndísi Guð- mundsdóttur, og þau eiga gullmolann hana Bergþóru Hildi sem er tveggja og hálfs árs. Matthildur er að ljúka BA í guðfræði á þessu vori og hennar sambýlismaður er Daði Guðjónsson. Bolli Már er yngstur og stundar nám í FÁ. Hann hefur gefið það skýrt í skyn að hann muni vilja takast á við flestar starfsgreinar aðrar en prestskapinn, enda telur hann nægja að hafa alls níu presta og guðfræðinga í stórfjölskyld- unni,“ segir Jóna Hrönn og útskýrir: „Bjarni á tvo móðurbræður í stéttinni, Helga og Jón Dalbú Hróbjartssyni, þá er Sunna Dóra Möller mágkona mín guðfræðingur, en hennar maður er Bolli Pétur bróðir minn sem er í prest- skapnum og litla systir mín, Hildur Eir, er einnig prestur, svo að þegar Matthildur hefur lokið námi eru, guð- fræðingarnir, að föður mínum heitn- um, Bolla Gústavssyni, meðtöldum, níu talsins í þessu klani.“ Ekki pláss fyrir Bjarna frekar en frelsarann Við skulum aðeins fara til fortíðar og forvitnast um fjölskylduhagi þeirra hjóna. Jóna Hrönn Bolladóttir er fædd þann 21. júlí árið 1964 í gamla prestsbústaðnum í Hrísey þar sem fjölskyldan bjó er faðir hennar Bolli Gústavsson þjónaði þar sem sóknar- prestur. Það var Ingveldur Gunnars- dóttir ljósmóðir sem tók á móti henni ásamt Bolla og er stúlkan var fædd kom Daníel Á. Daníelsson héraðs- læknir að líta á barnið. „Svo sátu þeir, læknirinn og presturinn, og lásu ljóð í bjartri sumarnóttinni og borðuðu jóla- köku með miklum rúsínum sem hin nýbakað móðir hafði bakað kvöldið áður,“ segir Jóna Hrönn brosandi. En fæðingu Bjarna bar að með öðrum hætti: „Já, það var með Bjarna Karls- son líkt og frelsarann að þegar hann fæddist var hvergi pláss á Lands- spítalanum. Þess vegna varð hann að fæðst á Sólvangi í Hafnarfirði og Helga Steinunn Hróbjartsdóttir, móðir hans, ól drenginn frammi á gangi í því sögufræga húsi á meðan Karl Sævar Benediktsson, faðir hans, fór til að líta á Hafnarfjarðarhraunið með eldri bræðrum hans tveimur,“ segir Bjarni. Kirkjan hefur ekki verið í mótbyr Í ljósi þess hversu margir prestar eru í stórfjölskyldunni hlýt ég að spyrja hvernig það sé með þetta fólk – hvort það sjáist nokkuð fyrr en með vorinu eftir fermingar? „Það má alla vega segja að það er mjög flókið að koma því við og við höfum á því gott skipulag og langa fyrirvara þegar til stendur að halda ættarmótin. En þó erum við ekki komin alfarið út í rafrænt í fjölskyldu- tengslunum,“ segir Jóna Hrönn og bætir við: „Það eru í rauninni mikil forréttindi að vera prestur á aðvent- unni. Þá er mannlífið einhvern veginn kærleiksríkara og það er miklu meiri opnun fyrir því að tala um mannleg tengsl og trú. Margir verða einfald- lega viðkvæmari og meyrari á þessum árstíma og vilja gjarnan ræða um raunveruleg lífsgildi. Aðventan og jólafastan er tími íhugunar þegar gott er að fara svolítið yfir líf sitt og vinna með eigin reynslu. Ég fór til dæmis um síðustu helgi austur í Skálholt til þess að þegja með fólki. Þegja, íhuga og biðja.“ Hefur ekki verið erfitt að vera prestur undanfarin ár í þeim mótbyr sem kirkj- an hefur mætt að undanförnu? „Kirkjan hefur ekki verið í mótbyr,“ ansar Bjarni. „Kirkja Jesú Krists er svo mikið meira, stærra og helgara en hin evangelíska lútherska þjóðkirkja Íslands. Við lifum á tímum þegar allar stofnanir eru krafðar um heiðarleg vinnubrögð, gott upplýsingastreymi og heilindi. Þjóðkirkjustofnunin hefur verið í mótbyr af ýmsum ástæðum en Jólin eru sannleiksspegill Þau eru bæði þekkt af því að þora að stíga fram og segja sína meiningu þótt hún falli ekki alltaf í góðan jarðveg hjá þeim sem stjórna. Þau hafa aldrei spilað með fjöldanum, heldur staðið með sjálfum sér og sínum skoðunum. Anna Kristíne hitti hjónin séra Jónu Hrönn Bolladóttur og séra Bjarna Karlsson og spurði um nýja viðtalsbók við þau, vanda kirkjunnar og ástina. Ljósmyndir/Hari kirkja Jesú kann að beita upp í vindinn á hverjum tíma og óttast engin veður enda hefur hún enga hagsmuni aðra en hagsmuni þess samfélags sem hún þjónar.“ „Kirkjan er bæði hreyfing og stofnun í senn,“ segir Jóna Hrönn, „og það er ekkert óeðlilegt við það að fólk veiti yfirstjórn kirkj- unnar og okkur sem erum leiðtogar hennar aðhald til þess að vinna af heilindum og kær- leika. Við lifum ekki lengur í þjóðfélagi þar sem stærstu stofnanir og embætti eru hafin yfir alla gagnrýni og það er vel. En við skyld- um þó gæta þess að greina vel á milli gagn- rýninnar hugsunar og eineltis, sem farið er að tíðkast í bloggmenningu samtímans.“ En nú hefur reiði almennings gagnvart yfirstjórn kirkjunnar birst í þeirri mynd að sífellt fleiri hafa sagt sig úr Þjóðkirkjunni. Er það ekki erfitt fyrir ykkur sem þjónið úti í sóknunum? „Það er eðlilegt að fólk vilji finna reiði sinni farveg. Og fólk þarf að geta tjáð reiði sína. Auðvitað stynjum við sóknarprestarnir undan þessu vegna þess að þegar einhver til dæmis í Garðabænum segir sig úr Þjóðkirkj- unni þá gerist það að félagsgjöldin í sókninni dragast saman sem hefur þær afleiðingar að félagsstarfið, viðhald kirkjunnar, listastarfið og grunnþjónusta sóknarkirkjunnar líður fyrir reiðina sem snýr að stjórnsýslu og við- brögðum stofnunarinnar.“ Biskup verður að vera í góðu talsambandi við fólk og við Guð Má þá ekki búast við að öldurnar lægi nú þegar herra Karl Sigurbjörnsson hefur til- kynnt starfslok sín? Mér er líka kunnugt um það, Jóna Hrönn, að fjöldi fólks vill fá þig sem næsta biskup. Hefur þú orðið vör við þá ósk? „Í mínum huga er það ófær leið að bjóða sig fram sem biskup,“ svarar Jóna Hrönn að bragði. „Biskup Íslands er andlegur leiðtogi og tilsjónarmaður safnaða og presta og hann hefur líka stóru hlutverki að gegna sem sálu- sorgari og fyrirbiðjandi. Til þessa hlutverks getur enginn boðið sig fram. Einn biskup verður þannig til að persóna fær sterka ytri köllun, það er að segja að prestastéttin, aðrir kjörmenn og almenningur leggja að við- komandi að gefa kost á sér. Ef sá hinn sami Ef inn- leitt hefði verið bann við öllu samstarfi skóla og kirkju eins og til stóð hefðum við setið uppi með skólakerfi sem hampaði verald- legri heims- mynd á kostnað hinnar trúarlegu. Amma Jóna og afi Bjarni hlakka til jólanna sem aldrei fyrr vegna þess að barnabarnið Bergþóra Hildur er komin frá Kóngsins Köben. Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu 48 viðtal Helgin 9.-11. desember 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.