Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Qupperneq 51

Fréttatíminn - 09.12.2011, Qupperneq 51
sem helst ögruðu hamingju barna í þessu landi, og að mannréttindum ungmenna í samfélaginu yrði náð með því að koma böndum á nokkra grensulausa trúboðspresta eða óða Gídeonmenn, en ég óttast að þær ógnir sem að unga fólkinu okkar steðja séu annars konar.” En er ekki bannað að biðja faðir- vor í skólum og mega Gídeonmenn nokkuð dreifa Nýja testamentinu? „Það er ekki lengur eðlilegt að hafa bænahald eða beina trúariðk- un í skólum. Um það er ekki deilt,“ segir Jóna Hrönn. “Þjóðfélagið er orðið svo margbreytilegt að það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að öll börn komi frá kristnum heimilum og séu kristin. Nýju reglurnar í Reykjavík sem nú eru til reynslu ganga út frá því að trú sé hvorki boðuð né iðkuð í skólum og það tel ég eðlilega og hófstillta afstöðu. En þegar börnin koma í kirkjuheimsóknina er faðirvorið að sjálfsögðu flutt og þau taka bara undir sem vilja, og svo syngja þau jólasálmana sem vilja. Þá skal gæta þess að engin þvingun eða stjórnun eigi sér stað, heldur frjálst val í trú- frjálsu samfélagi. Svo skil ég nú ekki annað en að áfram verði tekið við Gídeonmönnum sem eiga það erindi að gefa börnum þá bók sem mest hefur mótað vestræna menn- ingu, bæði löggjöf og listir, í tvö þúsund ár. Þeir þurfa vitaskuld að koma á forsendum skólans og það er auðvelt að hafa skýrar línur í því. Þetta hlýtur bara að jafna sig þegar veturinn líður og sumarið kemur og málið verður tekið upp að nýju.” Urðu að brosa á forsíðumynd bókarinnar En aðeins að bókinni ykkar, „Af heilum hug“... Hvernig kom til að skrifuð var við ykkur viðtalsbók? „Björg Árnadóttir kom að máli við okkur þegar hún hafði selt For- laginu þá hugmynd að gefa út við- talsbók þar sem við gerðum grein fyrir lífi okkar og starfi,” svarar Bjarni. „Við þurftum að melta þetta svolítið, en sáum fljótt að hér væri í rauninni verið að rétta gjallarhorn upp í hendurnar á okkur til þess að við gætum komið því til skila sem á hjarta okkar liggur.“ „Eina skilyrðið sem við settum var sú að forsíðan yrði ekki mynd af okkur brosandi framan í landann.” segir Jóna Hrönn og hlær. „Sú krafa varð að víkja á síðustu metrunum þegar kynningardeild JPV útskýrði fyrir okkur að hér væru á ferð ein- föld lögmál sem ekki væri hægt að horfa fram hjá. Svona bækur væru bara seldar með þessum hætti, hvað sem okkur þætti um það. Og maður bara spilar með. Bókin er hins vegar margslungin. Við erum eiginlega að útskýra fyrir sjálfum okkur og öðrum hvers vegna við segjum það sem við segjum og gerum það sem við gerum. Þetta eru kristin trúfræði færð í ævisögu- og viðtalsbúning. Við erum bara að reyna að ná til fólks og segja sem flestum frá þeim gæðum sem við upplifum í trúnni, í kirkjunni og í samfélaginu sem við tilheyrum. Og við erum að vísa fram á veginn í málefnum kirkjunnar, hvernig okkur langar að sjá kirkjuna okkar þróast og þroskast frá því að vera embættismannakirkja og í átt að því að vera þjónandi þátttökukirkja þar sem enginn er skilgreindur út heldur búist við öllum.” Bjarni tekur ræðuna áfram: „Okkur langar að sjá kirkju sem ekki er örugg í sjálfri sér en veitir mörgum öryggi, kirkju sem hlustar margfalt á við það sem hún talar. Í þessari bók erum við að leggja til að kirkjan fari að eðli sínu sem gefið er í Jesú Kristi. Hún á ekki að vera neitt annað en kirkja hans og bara halda sig við það.” Hjá flestum er aðventan yndisleg- asti tími ársins eins og ég kom inn á áðan; jafnvel yndislegri en jólin sjálf. Fólk ver miklum tíma saman. Hvernig getið þið, hjón sem eru starf- andi prestar fundið tíma til að njóta aðventunnar? „Úff, þetta er samviskuspurn- ing. Þú veist að þú ert að tala við tvo vinnualka!” segir Jóna Hrönn. „Við Bjarni eigum engin áhugamál eins og annað fólk. Það eina sem við stundum meðfram starfi okkar er líkamsræktin af því að annars værum við orðin heilsulaus. Við verðum víst seint til fyrirmyndar um heimilishald eða lífsstíl. Samt eigum við frábærar stundir með krökkunum okkar þegar þau koma öll í mat að minnsta kosti vikulega. Þá gengur mikið á. Svo notum við allar stundir sem við finnum með afa- og ömmustelpunni okkar, Berg- þóru Hildi. Það er nú bara topp- urinn á tilverunni að vera með því barni. Við erum til dæmis komin með miða á Sinfóníutónleika fyrir börn í Hörpu þar sem sú stutta fær að kynnast æðri listum umkringd hópi ættingja úr föðurfjölskyldunni. Það verður stemmning.” Allt í einu rýkur Jóna Hrönn upp úr stólnum, spyr hvað klukkan sé eiginlega orðin og tilkynnir okkur að hún sé orðin of sein sem leyni- gestur í brúðkaupsafmæli. Skilur sinn mann eftir með spyrjanda og kettinum Goða, sem er svo hrifinn af honum að hann hefur nánast límt sig á hann, enda afskaplega trúaður köttur. Bjarni segist hins vegar hafa hálftíma í viðbót, fær sér meira kaffi í rólegheitum og við ræðum um heima og geima. Þau eru bæði framúrskarandi skemmtileg, hrein og bein og ég skil vel orð eins sókn- arbarns séra Bjarna þegar ég var í hópi fólks sem ætlaði að segja sig úr Þjóðkirkjunni. Þá mælti ein: „Ég myndi aldrei segja mig úr Þjóðkirkjunni. Ég er ósátt við yfirvöldin, en ég vil vinna að betra starfi innan kirkjunnar. Og ég myndi aldrei yfirgefa hann Bjarna minn...!“ Það er tilhlökkunarefni að fara á Sinfóníutónleika barnanna í Hörpu með Bergþóru Hildi. Það þurfti barnabarnið til að koma þeim hjónum í Hörpu. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti VR krefst aðgerða gegn atvinnuleysi Í dag eru um 2.400 VR félagar á atvinnuleysisskrá eða hátt í 9% félagsmanna. Þetta er óásættanlegt og krefst VR að stjórnvöld og atvinnulífið grípi til atvinnuskapandi aðgerða. Til að vekja athygli á atvinnuleysinu hafa verið hengdir upp borðar á Kringlumýrarbraut, einn borði fyrir hvern atvinnulausan VR félaga. FÍ T O N / S ÍA viðtal 51 Helgin 9.-11. desember 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.