Fréttatíminn - 09.12.2011, Qupperneq 74
70 jólabaksturinn Helgin 9.-11. desember 2011
150 gr hafrakexmylsna
80 gr brætt smjör, látið
kólna
500 gr rjómaostur við
stofuhita
3/4 bolli hrásykur
Börkur af einni sítrónu
Börkur af einni límónu
1 1/2 msk sítrónusafi
1 1/2 msk límónusafi
6 blöð matarlím
300 ml léttþeyttur rjómi
Ostakaka
Frísklegur eftirréttur
Ostakaka með sítrónu- og límónusafa sem eftirréttur eftir mikla máltíð.
O stakökur henta ágætlega sem eftirréttur, sér-
staklega eftir þunga kjöt-
máltíð. Einfalt og fljótlegt
er að gera þessa ostaköku,
en hún þarf að standa 4
tíma í kæli áður en hún er
tilbúin. Sítrónu- og lím-
ónusafinn gefa frískandi
bragð og eru að auki gott
mótvægi við rjómann.
Aðferð:
1. Setjið bökunarpappír í botninn
á 22 sentímetra klemmuformi.
Blandið saman kexmylsnu og
smjöri og þrýstið í botninn á
forminu. Setjið í kæli. Leggið
matarlími í bleyti í kalt vatn.
2. Hrærið saman rjómaosti og
sykri með rafmagnsþeytara.
Bætið rifnum sítrónu- og
límónuberki við.
3. Hitið 1 1/2 msk sítrónusafa og
1 1/2 límónusafa við vægan
hita, kreistið vökvann úr
matarlíminu og leysið það upp
í heitum vökvanum. Kælið þar
til þykknar.
4. Blandið vökvanum vel saman
við rjómaosthræruna. Blandið
varlega saman við þeytta
rjómann með sleikju.
5. Takið formið úr kæli og hellið
blöndunni yfir botninn. Kælið í
4 klukkustundir.
rauðvín
Þrír árgangar
af góðu víni
D on Melchor Cabernet Sauvignon vínið frá Concha Y Toro-framleiðandanum í Chile er eitt það allra besta rauðvín sem frá því ágæta og þvengmjóa landi kemur. Yfirleitt er
þetta vín til í ÁTVR og nú ber heldur betur vel í veiði því nú má fá
3 árganga þar; 2005, 2006 og 2007. Að vísu þarf að sérpanta 2006
og 2007 en það kostar ekkert aukalega. Verðið á þessum vínum
er í hærri kantinum eða í kringum 7-8 þúsund krónur en það al-
gjörlega sambærilegt við það sem gengur og gerist erlendis og
því ekki verið að snuða neinn. Vert er að benda á þessi vín fyrir
þá sem vilja leyfa sér gott og bragðmikið jólavín, sérstaklega ef
nautasteik er í matinn eða jafnvel villibráð. Það er líka ágætt að
hafa hugfast að þetta eru vín sem eiga bara eftir að batna næstu
7-8 árin á flöskunni og því ákjósanleg fyrir vínsafnara. Munið bara
að umhella víninu og leyfa því að anda í góða stund áður en þess
er neytt og ekki er verra að drekka það aðeins kælt, svona 17-18
gráður ættu að duga.
Náðu árangri með
Fréttatímanum
*Capacent nóvember 2011
**Capacent september 2011
Dreifing með Fréttatímanum er ávísun á
árangur - skilaboðin rata til sinna.
92,8% íbúa á höfuðborgarsvæðinu
segjast vita að Fréttatíminn berst á
heimilið *
65% blaðalesenda á höfuðborgar-
svæðinu lesa Fréttatímann í viku
hverri.**
Fallegt og fræðandi!
Með myndum og nöfnum á yfir 200
ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum,
baunum, hnetum og berjum – bæði vel
þekktum og framandi. Skemmtilegt að
skoða fyrir unga sem aldna.
Eldhúsdagatalið 2012
Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is