Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 14.12.2012, Qupperneq 8
Maria Lilja Þrastardóttir marialilja@ frettatiminn.is Finnur þú ekki ré u gjöfina? Gjafakort Arion banka er hægt að nota við kaup á vöru og þjónustu hvar sem er. Einfaldara getur það ekki verið. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka en við verðum líka með gjafakortabása með lengri opnunartíma í Kringlunni og í verslunarkjarnanum, Bíldshöfða 20. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 12 -2 83 4 Gjafakortabás í Kringlunni Dagsetning Sun 16.12 Tími 14–18 Mið 19.12 18–20 Fim 20.12 18–21 Fös 21.12 18–21 Lau 22.12 16–21 Sun 23.12 13–21 Mán 24.12 10–13 Gjafakortabás á Höfða Dagsetning Mið 19.12 Tími 17–19 Fim 20.12 17–19 Fös 21.12 17–19 Lau 22.12 13–19 ÞÚ VELUR FJÁRHÆÐINA þiggjandinn velur gjöfina D æmi eru um að konur hafi misst fóstur vegna ofbeldis af hendi maka sem þær verða fyrir á meðgöngu og fjöldi kvenna hefur þurft að leggjast inn á kvennadeild Landspítalans vegna hættu á fósturláti vegna heimilis- ofbeldis, að sögn Sigþrúðar Guð- mundsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Stórt hlutfall kvenna sem leitar til Kvennaathvarfsins vegna ofbeld- is maka er barnshafandi. „Ofbeldi verður oft grófara á meðgöngu en konur verða einnig hræddari við afleiðingar ofbeldisins á þessum tíma því þær er eru með annað líf inn í sér,“ segir Sigþrúður. Stígamót hafa þurft að hitta kon- ur á meðgöngudeild Landspítalans og veita þeim stuðning og ráðgjöf því þær eru rúmfastar vegna hætt- unnar á fósturláti vegna ofbeldis- ins. „Það er óhugnanleg staðreynd að meðganga er áhættutími hvað varðar ofbeldi maka. Fjöldi kvenna sem kemur til okkar hefur skýrt frá því að ofbeldi maka þeirra hafi hafist á meðgöngu og orðið grófara upp frá því,“ segir Sigþrúður. Sigríður Sía Jónsdóttir, lektor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, segir brýna þörf á því að gera kembileit vegna ofbeldis maka að föstum lið í mæðraskoðun. „Fagfólk er almennt vakandi fyrir einkennum ofbeldis en það getur verið flókið því þau eru oft óljós. Það getur verið erfitt að spyrja kon- ur út í það því makinn kemur nú- orðið iðulega með í mæðraskoðun enda höfum við lagt áherslu á það undanfarin ár að maki taki þátt í meðgöngunni,“ segir Sigríður Sía. Hún bendir á að þó svo að komið yrði upp kembileit til þess að greina ofbeldi af hendi maka á meðgöngu verði að gæta þess að bjóða jafn- framt upp á nauðsynleg úrræði fyrir maka sem beita ofbeldinu. „Kvennaathvarfið, Aflið, Stíga- mót og fleiri samtök bjóða upp á ómetanlega hjálp fyrir konur til að breyta lífi sínu og reynast oft mjög mikilvæg þegar konur stíga sín skref út úr ofbeldissambandi. Við stöndum okkur hins vegar ekki nægilega vel varðandi með- ferð fyrir gerandann. Þar er bara eingöngu hægt að benda á með- ferðina „Karlar til ábyrgðar“ þar sem boðið er upp á mjög gott starf og stuðning fyrir karla sem beita ofbeldi, en lítið annað er í boði, að minnsta kosti hjá því opinbera,“ segir Sigríður Sía. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Geðveik jól eru átaksverkefni Geðhjálpar Jólin eru líka tími einmanaleika og depurðar Þ að er mjög mikilvægt að hlúa vel að okkar fólki á þessum árstíma. Fyrir mjög mörgum eru jólin hræðilega erfiður tími, tími einmanaleika og depurðar,“ segir Björt Ólafsdóttir, formaður Geðhjálpar. Samtökin standa fyrir keppninni Geðveik jól og hafa fengið til liðs við sig starfsfólk 15 fyrirtækja sem hvert um sig samdi jólalag og keppir nú innbyrðis í áheitasöfnun. Keppnin hófst þann 5. desember og lýkur 18. des- ember. Landsmönnum gefst svo kostur á að kjósa jólalagið sem þeim finnst skara fram úr og eiga skilin titilinn Geðveikasta jólalagið 2012. Keppninni lýkur þann 18. desember. „Tilgangur keppninnar er fyrst og fremst sá að vekja athygli á samtökunum og okkar starfsemi. Okkur langar einnig með þessu að vekja fólk til meðvitundar um geð- sjúkdóma almennt. Við viljum líka hvetja fólk til þess að styrkja samtökin, sem eru frjáls félagasamtök þar sem allir vinna sem sjálfboðaliðar. Við höfum fundið það á undanförnum árum að það er full þörf fyrir starfsemina þar sem það er oft langur biðtími eftir sérfræðiaðstoð og við getur að- stoðað fólk með hvernig það eigi að fóta sig á meðan.“ Björt segir geðsjúkdóma algengari en margan grunar. „Það eru ótrúlega margir þarna úti sem er illt í sálinni, hvort sem það er kvíði, leiði eða aðrir geðsjúkdómar. Það sem er einnig svo mikilvægt er að fólk sé ekki að rogast í skömm með þessar tilfinn- ingar. Að það geti talað um líðan sína hvort sem það er við vinnuveitendur eða vini og fjölskyldu. Það er til dæmis engin frekari skömm í því að fara í veikindaleyfi frá vinnu til þess að hlúa að geðheilsunni heldur en það er að vera frá vinnu vegna brjóskloss. Á þessu viljum við vekja athygli og það er ómetanlegt að hafa fengið þessi fyrirtæki til liðs við okkur. Mér hlýnar allri í hjartanu að vita það, að fólki standi ekki á sama. Það er svo mikið til af góðu fólki þarna úti,“ segir Björt. Björt Ólafsdóttir er formaður Geðhjálpar. Samtökin hlúa að þeim sem þess þurfa allan ársins hring, án endurgjalds. Ofbeldi á meðgöngu óhugnanleg staðreynd  MæðravernD Þörf keMbileitar veGna ofbelDis Brýn þörf er á því að koma á fót kembileit í mæðravernd sem stuðlar að því að koma konum sem verða fyrir ofbeldi á meðgöngu til hjálpar. Bæta þarf úrræði fyrir þá sem beita ofbeldinu. Fjöldi kvenna hér- lendis verður fyrir ofbeldi á meðgöngu og þarf jafnvel að leggjast inn á spítala af þeim sökum Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að ofbeldi maka hefst oft á meðgöngu. Sumar konur hafa sagt frá því að ofbeldi makans minnkar á meðgöngu eða hættir, en aðrar hafa skýrt frá því að það versni. Ljósmynd/Getty 542 milljónir í jólagjafir sem enginn vill Í könnun sem unnin var af félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands fyrir UNICEF kemur fram að fjórði hver landsmaður fær jólagjöf sem hann vill ekki eða nýtist ekki. Í könnunni kom í ljós að 29% fólks fékk eina eða fleiri gjafir sem það kærði sig ekki um. Samkvæmt könnuninni má því ætla að fólk á Íslandi fái um það bil 155.000 gjafir fyrir jólin sem nýtast því ekki. Þetta þýðir að glataðar gjafir frá í fyrra hafa verið um ríflega 150.000 talsins. Sé gefinn meðalkostnaður á gjöf um 3.500 krónur er heildarverðmæti gjafa sem engum nýttust 542 milljónir króna. Með könnuninni vill forsvarsfólk UNICEF benda á að fyrir upphæðina hefði mátt veita yfir 45.000 lífshættulega vannærðum börnum meðferð. En fjöldinn samsvarar nær öllum grunnskólabörnum á Íslandi. Á vefnum sannargjafir.is má kaupa hjálpargögn fyrir bágstödd börn og vilja samtökin vekja athygli á því að samkvæmt sömu könnun eru 88% landsmanna ánægð með að andvirði jólagjafarinnar sem þeir vilja ekki, renni til kaupa á hjálpargögnum fyrir bágstödd börn í þeirra nafni. Vítamínbætt jarðhnetumauk fyrir van- nærð börn hefur notið vinsælda sem sönn gjöf hjá UNICEF. 8 fréttir Helgin 14.-16. desember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.