Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 10

Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 10
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -2 5 9 6 Verslaðu heima – og fáðu í skóinn Allir sem versla í vefverslun Advania í desember eiga möguleika á að fá jólaglaðning í skóinn. Frá og með 11. desember drögum við úr nöfnum þeirra sem nýta sér vefverslunina og birtum á Facebook síðu okkar. Þeir sem vilja standa upp úr sófanum eru velkomnir í verslanir okkar á Tryggvabraut 10, Akureyri eða Grensásvegi 10, Reykjavík. Opið virka daga 10–18, laugardaga 11–16 og á sunnudaginn, 16. des frá 11–16. advania.is/jol Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. Nettir ferðahátalarar með mögnuðum hljóm verð: 3.950 Dell Inspiron 14z Ultrabook verð: 159.990 Fartölvuumslag í mörgum litum verð: 3.990 áður: 6.190 Dell 27“ LED skjár verð: 59.900 áður: 69.900 Samsung Galaxy SIII verð: 109.900 Samsung Galaxy Tab 2 10" WiFi 16 GB verð: 67.990 Þegar ég var búin að skrifa undir ruku hríð- arnar hins vegar í gang.  Atvinnulíf Mætti í AtvinnuviðtAlið gengin viku frAM yfir áætlAðAn fæðingArdAg Ráðin í lykilstöðu með hríðir Fanney Karlsdóttir skrifaði undir ráðningu sína í lykil- stöðu hjá Símanum með hríðir gengin þrettán daga fram yfir áætlaðan fæðingardag þriðja barnsins síns. Hún mætti á fæðingardeildina klukkustund síðar komin með átta í útvíkkun. Hún hlakkar til að taka við draumastarfinu að loknu fæðingarorlofi, sérfræðingur í samfélagsábyrgð fyrirtækisins, sem er ný staða. f anney Karlsdóttir var ráðin í lykilstöðu hjá Símanum rúmri viku eftir að gert var ráð fyrir að þriðja barn henn-ar kæmi í heiminn og skrifaði undir ráðningarsamning- inn með hríðir, gengin nær tvær vikur fram yfir. Klukkustund eftir að hún var búin að skrifa undir var hún mætt á fæðingar- deildina, með átta í útvíkkun. Hún er nú í fæðingarorlofi en tekur við draumastarfinu, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Símanum, að því loknu. „Það var mjög tillitssamt af barninu, að bíða með að koma í heiminn þangað til ég var búin að skrifa undir ráðningarsamn- inginn,“ segir Fanney og hlær. Hún hafði komið við hjá ljós- móður klukkustund áður þar sem hreyft var við belgnum því hún var komin þrettán daga fram yfir áætlaðan fæðingardag. Þegar hún svo mætti í höfuðstöðvar Símans til að skrifa undir ráðningarsamninginn var hún farin að finna fyrir verkjum. „Þegar ég var búin að skrifa undir ruku hríðarnar hins vegar í gang. Ég þurfti að bíða smá stund eftir manninum mínum, sem var á leiðinni að sækja mig, og var orðin mjög kvalin þegar hann kom. Ég stundi bara þegar ég kom út í bíl og honum leist ekkert á blikuna,“ segir Fanney. „Þetta er þriðja meðgangan mín og fyrri tvær fæðingarnar fóru mjög hægt af stað þannig að ég átti ekkert von á að þetta gerðist svona hratt,“ segir hún. Hún viðurkennir að það hafi alveg hvarflað að henni að það gæti reynst henni Þrándur í Götu í ráðningarferlinu að hún væri komin að því að fæða barn. „Það var ljóst að ég yrði ekki tiltæk næstu vikurnar, í það minnsta fjóra mánuði. En ég hugsaði með mér að það væri svo sem ekkert öðruvísi en ef ég þyrfti að vinna uppsagnarfrest í annarri vinnu sem er ekki óalgengt,“ segir Fanney. Barnið fæddist 29. október og reiknar Fanney með því að byrja að vinna í mars. Í starfi hennar felst að huga að ábyrgum starfsháttum fyrirtæksins í hvívetna. „Samfélagsábyrgð fyrir- tækis er ekki bara eitthvað eitt, hún snertir alla þætti starfsem- innar, jafnt inn á við sem út á við. Markmiðið er að hámarka já- kvæð áhrif á samfélagið og lágmarka neikvæð,“ segir Fanney. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Fanney Karlsdóttir er nýr sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Símanum, skrifaði undir ráðningarsamning með hríðir og var komin á fæðingardeildina klukkustund síðar. Ljósmynd/Hari 10 fréttir Helgin 14.-16. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.