Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 18

Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 18
Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Opið á Þorláksmessu kl. 12-16 og aðfangadag kl. 9-12 Hlökkum til að sjá þig! Erum með spennandi jólaöskjur m.a. frá Biotherm, Clinique, Decubal, Gosh, MAX Factor og Sif Cosmetics. Minnum einnig á úrval fallegra skartgripa og dásamlega ilmi fyrir dömur og herra. Jólin eru komin hjá okkur í Urðarapóteki Kynntu þér jólatilb oðin se m verða í Urðar apótek i fram a ð jólum . Úrval tilbúin na gjafap akka. Jólasveinarnir eru velkomnir! Gleðileg jól Að sníða sér jólastakk eftir vexti E f tirminnilegustu jól lífs míns voru fyrir tveimur árum. Þau voru ekkert sér- staklega gleðileg. Bara erfið. Yngstu börnin tvö voru tveggja og fjögurra ára. Sú fjögurra ára var á áköfu mótþróa- skeiði og ég með vægan kvíða og þunglyndi – á því stigi að ég áttaði mig ekki á því, réð ekki vel við einföld verkefni, en náði samt að fúnkera sæmilega. Maðurinn minn var í fullri vinnu og fullu háskólanámi og ég í fullri vinnu og sá að mestu um stórt heim- ili. Til þess fékk ég þó hjálp yndislegrar stúlku sem hitti mig í leikskóla barnanna og kom með okkur heim í tvo tíma daglega og veitti ómetanlega að- stoð. En svo komu jólin. Þau höfðu aldrei verið neitt vandamál í mínu lífi. Bara gleði- leg. Aldrei erfið. Ég hef gaman af því að elda – og finnst jólin fyrst og fremst matarhátíð, samveruveisla, fjöl- skyldugleði. Síðustu dagana fyrir jól nýt ég þess að fletta matreiðslubókum og fá innblástur að jólamáltíðinni. Hvernig fyllingu á ég að útbúa í gæsirnar? Hvernig matreiði ég hörpudiskinn í forrétt? Á ég að hafa tvo ólíka eftirrétti? Þessi jólaundirbúningur var ekkert öðruvísi. Hélt ég. Ég hlustaði ekki á viðvörunar- bjöllurnar í höfðinu á mér þegar allt fór í háaloft þegar fjölskyldan ætlaði saman út í skóg að höggva jólatré. Yngsta dóttirin harðneitaði og hélt fjölskyldunni í gíslingu í tímabundinni sturlun. Ég áttaði mig ekki á því að jólin yrðu mér ofjarl þegar þrjátíu gestir biðu í tvo klukkutíma eftir að Þor- láksmessuskatan kæmi á borðið. Það var ekki fyrr en korter í tvö á aðfangadag er ég áttaði mig á því að ég væri að klúðra jólunum. Réttirnir fimm voru á áætlun en ég var ekki að njóta þess að elda þá. Þegar ég fékk börnunum það verkefni að raða pökkunum undir jólatréð kom í ljós að eitt hafði gleymst: gjöf handa yngstu dótturinni! Í óðagoti rauk ég út í bíl og brunaði í Toys R‘ Us, sem var næsta opna dótabúð. Ég rétt náði fyrir lokun og keypti fárán- legustu gjöf sem ég hef nokkru sinni gefið barni: trommusett. Ég var alveg þar. Þegar ég sat undir stýri á Vesturlandsveginum með pakka í yfirstærð í aftursætinu skildi ég í augnablik það fólk sem lætur sig hverfa út í heim. Ekki það að ég myndi nokkru sinni gera það – ég fékk bara eina af þessum hugsunum sem allt í einu koma í huga manns þegar maður er ekki að hugsa. Hvað myndi gerast ef ég sneri bílnum við, keyrði beina leið út á Keflavíkurflugvöll og hoppaði upp í næstu vél? Svo fór hugsunin aftur. Því ég er skynsöm og ábyrg móðir, eig- inkona, dóttir, systir og vinkona. Og ég kom heim, setti síðasta pakkann undir tréð og lauk við matseldina. Þegar jólin hringdu inn bar ég matinn örþreytt á borð. Yngsta dóttirin neitaði að fara í jólakjól- inn og þvertók jafnframt fyrir að setjast við matarborðið. Við tókum ekki slaginn, settumst við jólaborðið og reyndum að njóta. Á meðan sat hún á nærbuxunum í sófanum í stofunni og horfði á Skoppu og Skrítlu. Ég fann ekk- ert bragð af matnum. Ég treysti mér ekki til að halda næstu jól heima. Við fórum til mömmu og pabba og það var yndislegt. Í fyrra fór ég til Sollu minnar á Gló og keypti dásam- lega hnetusteik og meðlæti og maðurinn eldaði hamborgar- hrygg. Síðustu jól voru yndisleg. Ég hafði lært að sníða mér jólastakk eftir vexti. Það kemur að því að ég bjóði aftur upp á fimm rétta aðfanga- dagsmáltíð. Það verður þó ekki fyrr en ég veit að ég muni ráða við verkefnið. Því jólin eiga að vera gleðileg. Aldrei erfið. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll VikAn í tölum 100 ár eru síðan Thorbjörn Egner leikritahöfundur fæddist. 50 ár eru síðan Dýrin í Hálsaskógi voru heimsfrumsýnd í Þjóðleikhúsinu. 16.569 lítrar af áfengi voru seldir í Vínbúðunum fyrstu ellefu mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra voru seldir lítrar 16.425. 5.000 manns hafa náð sér í Strætó appið síðan það var kynnt fyrir rúmum tveimur vikum. 92 ára var sítarleikarinn Ravi Shankar þegar hann lést í vikunni. 5 íslenskir sérfræðingar starfa nú á vegum ís- lenskra stjórnvalda í Mið-Austurlöndum hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem veita Palestínumönnum aðstoð.  Vikan sEm Var Gefst aldrei upp Ég hafði góðan sigur síðast og hef því ástæðu til að vera bjartsýnn. Ég er með frábæran lækni sem er algjör perla. Ég er baráttumaður og enginn ástæða til að gefast upp. Jóhannes Jónsson, löngum kenndur við Bónus en núna Iceland, hefur greinst með krabbamein í annað sinn og tekst á við meinið af sama æðruleysi og áður. Í djúpum... Það á bara að drepa mann lifandi. Bjarni Bærings Bjarnason, kúabóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist fórnarlamb valdníðslu Matvælastofn- unar sem hefur afturkallað starfsleyfi kúabús hans vegna sóðaskapar í fjósinu. Ótruflaður af áróðri Ég er nú svo heppinn að sjá ekki svona Félag sjálf­ stæðis manna í Grafarvogi líkti Helga Hjörvar, Ögmundi Jónassyni og Steingrími J. Sigfússyni við Talibana á mynd þar sem andlit þeirra voru sett á herskáa Talibana. Helgi undraðist að fullorðið fólk léti svona frá sér en prísaði sig sælan að geta ekki séð ósköpin. Brandarinn er nú ekki búinn Það held ég að sé eitthvað sem engum dettur í hug eins og staðan er í dag. Það er þá yfirgengileg bjartsýni. Grétar Þór Eyþórsson stjórn mála fræði prófessor útilokaði í samtali við DV að Jón Gnarr komist á þig í fimmta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Jólakötturinn í Kringlunni Ég er reið og sár, en ætla einsog ég tók fram hérna fyrir stuttu... að dansa þetta af mér. Vikan var Maríu Birtu Bjarnadóttur í versluninni Maníu erfið. Fyrst kviknaði í verslunarhúsnæði hennar við Laugaveg. Þar slapp hún með skrekkinn en þá tóku stjórnendur Kringlunnar við og vísuðu henni úr húsi með verslunina þar. Akademísk della? Þetta er fráleit staðhæfing. Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur og fyrrum stjórn laga ráðs­ fulltrúi, vísar alfarið á bug yfirlýsingu Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um að stjórnlagaráð hafi verið „umboðslaus samkunda.“ Tschüß, au revoir, gúddbæ! Á stjórnarfundi Heimssýnar í kvöld tilkynnti ég uppsögn mína eftir þriggja ára starf hjá samtökunum. Páll Vilhjálmsson, fyrrum framkvæmdastjóri samtakanna Heimssýnar, lét af starfinu í kjölfar átaka innan samtakanna. Hann veður áfram óbreyttur meðlimur og ætlar að berjast áfram gegn aðild að ESB. 18 fréttir Helgin 14.-16. desember 2012 vikunnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.