Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Side 34

Fréttatíminn - 14.12.2012, Side 34
Íslenskar konur mega enn þrauka, í litlu erfiðu landi. K ristín Marja Baldursdóttir tekur á móti mér í starfsmannainngangi Borgarleikhússins þar sem hún hefur vetursetu sem leikskáld hússins. Við föllumst í faðma – enda ekki sést í þrettán ár, en sumarið 1999 sát- um við hlið við hlið og unnum saman á Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Það var mitt fyrsta starf í blaðamennsku en Kristín Marja var þá að ganga frá þriðju skáldsögu sinni til útgáfu, Kular af degi. Hún hafði hlotið fádæma viðtökur fyrir fyrstu tvær bækur sínar, Mávahlátur, sem kom út árið 1995 og Hús úr húsi, sem kom út árið 1997. Hún var á hálfum rithöfundalaunum á þessum árum og bætti þau upp með því að vinna sem blaðamaður á Mogganum á sumrin því árið 1995 hafði hún sagt skilið við fullt starf á Mogga til að helga sig ritstörfum. Þá hafði hún starfað þar í sjö ár en sem kennari áður. Þó svo að kynni okkar hefðu verið stutt hafði Kristín Marja mikil áhrif á mig. Hún er ein- hvern veginn þannig manneskja. Ofsalega lif- andi og skemmtileg – reynslumikil kona með skoðanir á öllu. Og svo segir hún svo skemmti- lega frá. Hún er snillingur með tungumálið og bækur hennar bera þess merki. Í sögum hennar dansa orðin á blaðsíðunum og mynda marg- slungið tónverk ógleymanlegra persóna á borð við Karítas sem skrifaði sig inn í hjörtu kvenna. Karítas hin þrautseiga. Nýja bókin hennar Kristínar Marju heitir Kantata – en Kantata er einmitt tónverk fyrir söngraddir með undirleik hljóðfæra í nokkrum þáttum. Frásögnin er margradda saga persóna sem tengjast fjölskylduböndum, utan einnar – útlenda ljósmyndarans sem kemur og truflar kyrrðina. Í Kantötu er allt slétt og fellt á yfir- borðinu en vandamálin krauma undir. Rauði þráðurinn í bókinni er Nanna, sérvitur eigin- kona og móðir, en kvenpersónur bóka Krist- ínar Marju hafa ávallt haft sterk og sérkennileg persónueinkenni, Freyja í Mávahlátri, Kolfinna í Hús úr húsi og allar hinar. Allt sterkar, sjálf- stæðar konur, hver á sinn hátt. Fékk ákúrur vegna „lúsers“ „Það hefur verið sagt að ég skrifi um sterkar konur,“ segir Kristín Marja. „Önnur bókin mín, Hús úr húsi, fjallaði nú hins vegar um ósjálf- stæða konu sem langaði að lifa fögru lífi og þá fékk ég ákúrur frá konum. Hvað ég væri að gera með það að skrifa um svona „lúsera“. Við viljum að skrifað sé um sigurvegara. Enda vorum við þá allar á leið á toppinn. Svo er núna eins og bókin eigi erindi við samtímann. Þetta er hinn tæri sannleikur: að kannski höfum við það ekk- ert of gott og það sem alla langar er að lifa bara fögru, góðu lífi,“ segir Kristín Marja. „Ég veit ekki með hinar, hversu sterkar þær voru. Karítas var þrautseig, gafst aldrei upp. Konum, hér áður fyrr, var ekki boðið upp á neitt annað, þær urðu bara að lifa af, og voru yfir- náttúrulega duglegar. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort dugnaðurinn sé bundinn við ís- lenskar konur, verður oft í því sambandi hugsað til Trümmerfrauen í Þýskalandi, kvennanna sem hreinsuðu borgirnar eftir að þær höfðu verið lagðar í rúst í síðari heimstyrjöldinni. Íslenskar konur mega enn þrauka Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur hefur skrifað sig inn í hjörtu kvenna með persónum á borð við Karítas, hina þrautseigu. Hún segir að íslenskum konum hér áður fyrr hafi ekki verið boðið upp á að gefast upp. Við megum þó enn þrauka, í litlu erfiðu landi, vinnum mest allra kvenna og eignumst flest börnin. „Öllu má nú ofgera.“ „Þetta er hinn tæri sannleikur: að kannski höfum við það ekkert of gott og það sem alla langar er að lifa bara fögru, góðu lífi,“ segir Kristín Marja Baldursdóttir. Ljósmynd/Hari En það má segja að vinnan hafi verið tímabundin hjá þeim. Íslenskar konur mega enn þrauka, í litlu erfiðu landi. Ég er ekki frá því að þær séu þrautseigari. En öllu má nú ofgera. Við vinnum mest allra kvenna í Evrópu og eignumst líka flest börnin. Hvernig dettur okkur þetta í hug?“ spyr hún og hlær. Kristín Marja segir sig hafa langað til að skapa sérvitra konu þegar hún skapaði Nönnu í Kantötu. „Við erum oft með ákveðna mynd í huga af íslenskum konum. Þær eru duglegar, sjálfstæðar, vinna mikið, eiga mörg börn. En þessar sömu konur eru kannski líka sérvitrar, nördar í sér eins og margir karlar, en litla íslenska samfélagið hefur ákveð- ið hvernig konur eiga að vera og þær reyna að falla inn í þá mynd til að upp- lifa ekki útskúfun.“ Í Kantötu fer Kristín Marja aðrar leið- ir í frásagnarstíl en hún hefur gert. „Ég gerði það upp við mig fyrir nokkrum árum, að ef ég hefði ekki kjark til að fara nýjar leiðir í skáldskap, ætti ég ekk- ert erindi í hann. Myndlistarmenn vita aldrei hvernig verkum þeirra verður tekið en þeir taka samt áhættuna, því ef maður reynir ekki eitthvað nýtt, staðnar maður,“ segir Kristín Marja. Ætlaði að verða myndlistarmaður Sjálf ætlaði hún sér áður fyrr að verða myndlistarmaður. „Ég málaði mikið sem barn og unglingur. En af því ég fór ekki í myndlistarskóla, vantar námið og kunnáttuna, reyni ég ekki að mála núna. Hins vegar finnst mér ég hafa Framhald á næstu opnu 34 viðtal Helgin 14.-16. desember 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.