Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 42

Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 42
ÍTALSKT JÓLABRAUÐ Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunudaga 8.00 -16.00 Myndlistarmaðurinn Hallgrímur Helgason er einn af þeim myndlistar- mönnum sem hafa verið einna duglegastir að nýta sér nýjan tjáningarmáta. Þannig er síða hans á Facebook einskonar tímarit á netinu og þekktar myndir á þeirri síðu eru til dæmis Kristján Þór Júlíusson í málþófi, svo er Bjarni Benediktsson skítugur upp fyrir haus ásamt Baldri Guðlaugssyni í héraðsdómi, þá er eilítið meiri fagurfræði í mynd af Karli Wernerssyni að ganga inn í dómssal og loks er það gamli góði Villi í Eir. Myndvinnslumeistarar á Facebook Sífellt erfiðara er að ritskoða eða stýra umræðunni segir Guð- mundur Oddur Magnússon, prófessor í graf- ískri hönnun við Listaháskóla Íslands, en á netinu ganga oft myndir sem fiktað hefur verið í til að koma á fram- færi pólitískum skilaboðum. Fréttatíminn leit á nokkrar myndir og ræddi við prófessorinn. Þ egar tæknin er orðin svona aðgengileg þá er hægt að fremja svona gjörninga í hita augna-bliksins,“ segir Guðmundur Oddur Magnús- son, prófessor í hönnun við Listaháskóla Íslands, um hin svokölluðu mynda-„meme“ sem ganga oft á net- inu. „Meme“ er orð frá breska þróunarlíffræðingn- um Richard Dawkins og þá er átt við nokkurs konar menningarleg gen en í netheimum er „meme“ notað yfir fyrirbæri sem fara á flug og ganga á milli fólks. Skopteikningar hafa lengi fylgt fjölmiðlum og Guðmundur Oddur segir að með netinu og nýrri tækni hafi mjög flóknir hlutir orðið mjög auðveldir í framkvæmd: „Til dæmis þurfti að fara til setjara hér áður fyrr til að búa til bók en nú getur hver sem er búið til bók í tölvunni heima hjá sér.“ Guðmundur segir ennfremur að Facebook-síða einstaklings geti oft virkað eins og fínasta tímarit. „Nú getur hver sem er verið ritstjóri. Það er erfitt að ritskoða eða stýra umræðunni í dag. Hún flýtur sjálf, á eigin forsendum.“ Aðspurður hvort þessar myndir sem nú gangi um á netinu séu sérlega grófar eða eitthvað verri en skopteikningar í blöðum og tímaritum hér á árum áður segir Guðmundur Oddur að svo sé ekkert endi- lega. „Hinsvegar kemur fólk auðvitað upp um sig ef það er ómerkilegt og við sjáum fljótt hverjir eru listamenn og hverjir ekki.“ Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Talibanar Þessi vakti titring og DV fjallaði um birtingu myndarinnar í vikunni en þarna er Helga Hjörvar, Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni líkt við Talibana í Afganistan. Gillzenegger Egill Einarsson Gillzenegger hefur síðastliðið ár verið vinsæll meðal myndvinnslufólks og margar myndir flogið hátt á netinu. Þessi fór mjög víða og sagði Egil mennska Nilfisk ryksugu. Bjarni virgin Forsíða Nýs lífs með Bjarna Benediktssyni vakti mikla lukku og myndvinnslumeistarar netsins sáu strax líkindi með ljósmyndinni og plakati kvikmyndarinnar The 40 Year-Old Virgin. Davíð vinsæll Davíð Oddsson, ritstjóri Morg- unblaðsins, hefur lengi verið vinsæll skotspónn á Facebook og víðar. Margar myndir hafa gengið af honum en hann var auðvitað bæði forsætisráð- herra og seðlabankastjóri. Hér er hann sem 10 þúsund kallinn, Hitler og Jókerinn ásamt vini sínum, Geir Haarde. Höski og Simmi Höskuldur Þór Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sussa á netverja, upp- ábúnir sem Laurel og Hardy. E.T. Nýlega datt þessi mynd á netið í kjöl- far þingsályktunar um óhefðbundnar lækningar. Þarna er E.T. með flutnings- konum ályktunar- innar. LOL Nýlega fór þessi mynd sem eldur um sinu eftir sigur Hönnu Birnu í prófkjöri í Reykja- vík. Hér er hún með Kjartani Gunnarssyni og Hannesi Hólmstein Gissurarsyni. Bandidos Þessi mynd varð að svokölluðu „meme“, svo notað sé orð yfir fyrirbæri sem Richard Dawkins notar um menn- ingarlega arfleifð sem eignast eigið líf. Ekki er vitað hver höfundur myndarinn- ar er en hana er að finna víða á netinu. CINTAMANI Í JÓLAPAKKANN 42 úttekt Helgin 14.-16. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.