Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Side 58

Fréttatíminn - 14.12.2012, Side 58
Gæða hnattlíkön í mörgum litum IÐA Lækjargata 2a 101 Reykjavík sími 511-5001 opið 9 - 22 alla daga IÐA ZIMSEN Vesturgata 2a 101 Reykjavík sími 511-5004 opið 9 - 22 alla daga Sýndarréttarhöld: Sekt og sakleysi Vera Hertzsch var handtekin á sunnudagskvöldi og gera má ráð fyrir því að tekið hafi verið á móti henni í Butyrka-fangelsinu aðfara- nótt mánudagsins 14. mars. Þetta þýðir að heimsókn Halldórs bar upp á sama dag og einum frægustu sýndarréttarhöldum Stalíntímans lauk í Moskvu. Hann hafði fengið góðfúslegt leyfi yfirvalda til að vera viðstaddur réttarhöldin enda var atburðurinn sögulegur. Fjöldi erlendra blaðamanna og diplómata var þarna líka. Dagana 2.–13. mars var réttað yfir tuttugu og einum sakborningi. Þeir voru ákærðir fyrir margvísleg landráð: Njósnir, samsæri, morð- og hryðjuverkáætl- anir og svo framvegis. Réttarhöld- in voru vandlega skipulögð – eins og leikrit þar sem sakborningarnir voru látnir játa á sig sakir, og gekk hin undirbúna leiksýning eftir að flestu leyti. Réttarhöldin drógust á langinn síðasta daginn, og það var ekki fyrr en komið var undir morgun sunnudaginn 13. mars að dómar voru loks kveðnir upp. Átj- án voru dæmdir til dauða en þrír fengu langa fangelsisdóma. Meðal hinna dauðadæmdu var Nikolaj Búkharín, sem hafði um árabil verið einn af æðstu leiðtogum Sovétríkjanna, einnig Genrikh Ja- goda, sem um skeið stýrði NKVD, og fleiri fyrrverandi forystumenn flokks og ríkis. Í Gerska æfintýr- inu segist Halldór hafa „sofið af sér aftökurnar“ vegna þess að hann kom sér heim á hótelið frekar en að bíða eftir því að tilkynnt væri að dauðadómunum hefði verið full- nægt. En það er misminni hjá Hall- dóri að aftökurnar hafi farið fram strax að réttarhöldunum loknum. Nokkrir dagar liðu áður en af þeim varð. Halldór missti því ekki af neinu, hafi hann heyrt dómum og refsingum sakborninganna lýst áður en hann gekk til hvílu á hóteli sínu. Halldór fékk líklega nægan svefn þennan þungbúna sunnudag til að vera hress í heimboðinu sem hann átti um kvöldið, hjá Veru Hertzsch. Og tæplega hefur hann grunað hvað biði hans. Í næstum hálfan mánuð hafði Halldór fylgst með því hvernig hópur fyrrverandi bolsévíka var sakaður um fárán- legustu glæpi sem þeir játuðu í flestum tilfellum á sig hikstalaust. Hann hafði fylgst með því hvernig hinn frægi saksóknari Andrej Vys- hinskí flækti þrautreynda stjór- nmálaleiðtoga í furðulegustu mótsagnir og skellti framan í þá ályktunum um ætlanir þeirra og athafnir sem þeir hefðu sjálfir vart getað ímyndað sér. Hann hafði engar efasemdir um réttmæti réttarhaldanna og frásögn hans af þeim í Gerska æfintýrinu er eftir- minnileg. Komintern hafði veitt Halldóri aðgang að réttarhöldun- um en Wilhelm Florin sem fór með yfirstjórn málefna Norðurlanda hjá Komintern taldi að það gæti verið „gagnlegt“ að láta Halldór fylgjast með þeim. Og auðvitað skildi Halldór hvað klukkan sló. Hann gerði sér fulla grein fyrir því að réttarhöldin voru fyrst og fremst stórkostleg sýning. Í einni afhjúpandi málsgrein í Gerska æfintýrinu lýsir hann því hve ómerkileg spurningin um sekt og sakleysi verði í samhengi hinna gríðarlegu þjóðfélagsbreytinga í Sovétríkjunum: „Sú lifandi mynd baráttunnar á milli pólitískra höfuðafla sem málaferlin brugðu ljósi yfir er í heild sinni svo hrika- leg, í hrikaleik sínum svo náskyld náttúruöflunum sjálfum, að atriði einsog siðferðileg eða lögfræðileg „sekt“ samsærismannanna, eða sú persónulega refsíng sem beið þeirra, verður í raun réttri smá- munir sem ekki freista til kapp- ræðu.“ Með öðrum orðum: Halldór Laxness vissi vel að sakborning- arnir voru ekki endilega sekir um ákæruatriðin í bókstaflegum skilningi. En það skipti ekki máli. Viðhorf þeirra og nærvera var ein- faldlega orðin dragbítur á þjóð- félagsbreytingar og fyrirætlanir Stalíns. Og það dugði. Það fljúga spænir Útlendir blaðamenn, diplómatar og rithöfundar eins og Halldór áttuðu sig á því að handtökur, réttarhöld og refsingar voru pólitískar: Þær voru pólitík Kommúnistaflokks- ins, ekki nauðsynlega til marks um að háskalegt samsæri margra gamalla kommúnista gegn stjórn- völdum hefði raunverulega verið í bígerð. Á þessum tíma heyrðist Halldór Laxness og örlög Veru Hertzsch Nafn Veru Hertzsch er mörgum Íslendingum kunnugt og órjúfanlega tengt Halldóri Laxness og uppgjöri hans við Sovétkommúnismann sem hann aðhylltist ungur. Veturinn 1938, þegar hreins- anir Stalíns stóðu sem hæst, var Vera tekin höndum ásamt ársgamalli hálfíslenskri dóttur sinni fyrir augunum á Halldóri sem var gestkomandi á heimili þeirra í Moskvu. Aldarfjórðungur leið þar til hann leysti frá skjóðunni um þann atburð en afdrif mæðgnanna voru áfram óleyst gáta. Í bók sinni, Appelsínu frá Abkasíu, segir Jón Ólafsson þessa áhrifamiklu sögu til enda og hefur hlotið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir. Hér má lesa um brot úr bókinni sem fjallar m.a. um aðkomu Halldórs Laxness að málinu. Halldór Laxness horfði upp á þegar Vera Hertzsch var tekin höndum í hreinsunum Stalíns. iðulega máltækið „það fljúga spæn- ir þá höggvið er“ og var vísað til þess að við stórtækar þjóðfélags- hræringar lentu sumir illa í því án þess að eiga það skilið. Það er ekki ósennilegt að viðhorf Halldórs hafi þegar upp var staðið einkennst af þessu sama „æðruleysi“. Rétt eins og nauðsynlegt var að ryðja hættu- legum og valdamiklum andstæð- ingum úr vegi gat komið fyrir að hættulausir einstaklingar á borð við Veru Hertzsch þyrftu að gjalda fyrir það eitt að vera of nálægt þeim sem öxunum var beint að. Þannig leynir Halldór því alls ekki að honum finnst persónuleg örlög einfaldlega ekkert sérstak- lega áhugaverð, hvorki örlög Veru Hertzsch né Nikolajs Búkharín. Áhugaleysi um örlög einstaklinga er þema hjá fleirum en Halldóri. Einstaklingarnir og hjáróma til- raunir þeirra til að skýra gerðir sínar og hugsanir eða finna sér málsbætur eru þreytandi. Frásagnir annarra höfunda af áköfum og langdregnum geispum saksóknarans, Vyshinskís, undir varnarræðu Búkharíns lýsa leik- rænni aðferð saksóknarans við að sýna áhugaleysi sitt. Sakborn- ingarnir voru búnir að vera, voru ekki lengur með í leiknum. Tilvist þeirra skipti ekki máli, aftakan var aðeins formsatriði. Í Skáldatíma birtist áhugaleysi kontóristans á sama hátt í rútínuspurningum og geispum. Hann er kominn í hlut- verk Vyshinskís og Vera í hlutverk Búkharíns. Allir vita hvað er að gerast og hvað er í vændum. Allir sjá að handtökuna og formsatriðin í kringum hana þarf að skilja í stærra samhengi kerfisbundinna aðgerða sem á fáeinum árum höfðu leitt til þess að hundruð fangabúða voru reist um allt hið víðlenda ríki. Eitt misræmi í frásögn Halldórs vekur þó spurningar. Samkvæmt Skáldatíma er matarboðið hjá Veru tveimur dögum áður en hann heldur frá Moskvu en þaðan fór hann 24. mars 1938. Þetta passar hins vegar ekki við þær dagsetn- ingar sem koma fram í heimildum um handtöku og fangabúðavist Veru. Samkvæmt þeim var hún, sem fyrr segir, handtekin að- faranótt 14. mars. Hafi Halldór verið viðstaddur handtöku hennar hlýtur það því að hafa verið einum tíu dögum áður en hann fór frá Moskvu. Tímasetningar hans eru þægilegri, tveir dagar eru gagns- litlir þegar leita þarf upplýsinga en tíu dagar gefa hins vegar færi á að fylgja málum eftir. Það eina sem Halldór gerði var að segja Benja- mín Eiríkssyni frá því sem gerst hafði þegar hann kom til Stokk- hólms 26. mars. Síðan lá sagan í þagnargildi í tuttugu og fimm ár. Hefði Halldór getað gert eitthvað þessa tíu daga sem hann var í Moskvu eftir að Vera var hand- tekin? Þótt þeirri spurningu megi svara játandi er ekki þar með sagt að það hefði breytt einhverju fyrir Veru Hertzsch eða dóttur hennar. Það er þó hugsanlegt. Með því að spyrjast fyrir um konuna eða ástæður handtöku hennar hefði mál hennar vissulega getað þróast í aðra átt. En vandinn var sá að öll tengsl Veru Hertzsch við Íslend- ingana voru óformleg. Hún var sovéskur ríkisborgari og formlega í hjónabandi við annan sovéskan ríkisborgara. Benjamín skýrði Komintern aldrei frá sambandi þeirra á meðan hann var í Moskvu og engin opinber gögn eru til sem tengja hann við Veru eða dóttur þeirra önnur en fæðingarvottorð sem Vera lét sjálf útbúa eftir fæð- ingu barnsins og sendi Benjamín. Þar kemur þó ekki fram að hann sé faðir barnsins, það er aðeins nafnið sem tekur af allan vafa hjá þeim sem til þekkja. Það er Erla Sólveig en móðir Benjamíns hét Sólveig. Abram Rozenblum er skráður eiginmaður Veru í öllum gögnum sem til eru um fangabúða- feril hennar og ekki er annað að sjá en að hún hafi samviskusam- lega skýrt frá því að hann væri eiginmaður hennar í öll þau skipti þegar fylla þurfti út eyðublöð sem fangavistinni tengdust eða svara spurningum um persónulega hagi. Það er ekki hægt að segja til um það með vissu hvers vegna Vera lét ekki skrá Benjamín sem föður barnsins. Hún hefði þurft skriflega yfirlýsingu frá honum til þess að gera það en virðist ekki hafa beðið hann um slíka yfirlýsingu. Vera Hertzsch ásamt dóttur sinni, Erlu Sólveigu. 72 bækur Helgin 14.-16. desember 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.