Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Side 74

Fréttatíminn - 14.12.2012, Side 74
70 prjónað Helgin 14.-16. desember 2012  Jólahúfur fyrir konur og karla Guðrún hannele henttinen hannele@ storkurinn.is Dúskahúfa Þessi er fyrir dömur á öllum aldri. Dúskar eru komnir aftur í tísku og þeir eru stærri frekar en minni. Það er ekkert mál að gera dúsk með því að klippa hringform úr pappa, en svo er líka hægt að fá frábær áhöld frá Clover sem gera dúskagerð leik einn. Í þessari húfu fellur úr- takan inn í kaðlana, enda kemur það vel út. Húfuveður n ú er húfuveður og satt að segja finn ég til þegar ég mæti einhverjum húfulaus-um á götu á köldustu dögunum. Ég hef einkum áhyggjur af körlum á ákveðnum aldri. Þess vegna gerði ég sérstaka þarfagreiningu til að kanna hvernig húfa væri klæðileg fyrir herra á virðulegum aldri. Auðvitað er húfan fyrir alla hina líka, en þeir eru líklega af kynslóðinni sem upplifðu húfutískubylgjuna fyrir nokkru þegar kennarar áttu t.d. í mesta basli við að fá drengi til að taka ofan í kennslustundum. Þeir eru van- ir húfum og ætti ekki að verða kalt á kollinum. Það eru hinir sem eru aðeins eldri og ólust ekki upp við að húfur væru málið sem við ættum að hugsa til. En húfur eru málið bæði sem skjólflík og sem stíll. Og ef það dugir ekki sem rök má geta þess að mesta hitatapið á sér stað í gegnum höfuðið og því skiptir miklu máli að vera með höfuðfat. Ég man þá tíð að þegar að frostið fór niður fyrir 20°C í Finnlandi einn veturinn þá komu reglulegar tilkynningar í útvarpinu þar sem fólk var varað við því að fara úr húfulaust. Hér á landi er sjaldnast svo mikið frost en það blæs oftar og það er alls ekkert betra. Húfuprjón tekur eina til tvær kvöldstundir fyrir vana og enn er tími til stefnu til að gera eitthvað mjúkt og notalegt í jólapakkana ef vill. Eða bara prjóna handa sjálfum sér til tilbreyt- ingar. Dúskahúfan er fyrir stelpur og konur á öllum aldri, og já líka konur því dúskar eru ekki lengur bara fyrir börn. Fallegt kaðlamynstur frá hinum þekkra prjónhönnuði Debbie Bliss sem hefur gefið út fleiri bækur um prjón en ég hef tölu á. Það er búið að máta húfurnar á marga kolla og það kom í ljós að þær eru mjög klæði- legar. Það gerir grófleikinn á garninu og þykka uppábrotið. Góðar prjónastundir á aðventunni. ve rt u hl ýl eg u m jó lin HÖNNUÐUR Debbie Bliss STÆRÐ Ein stærð sem passar á meðal- stórt fullorðins höfuð. GARN Luxury Tweed Aran (85% lambsull, 15% angóra) eða Rialto Aran (100% merínóull) frá DEBBIE BLISS, 3 x 50g (2 ef dúsknum er sleppt). PRJÓNAR 40 cm hringprjónar nr 4,5 og 5. Sokkaprjónar nr 5. Kaðlaprjónn. PRJÓNFESTA 18 lykkjur og 24 umferðir í sléttprjóni = 10x10 cm á prjóna nr 5. Ef prjónfestan stenst ekki verður húfan annað hvort stærri eða minni AÐFERÐ Húfan er prjónuð í hring. Byrjað er á grófari prjónum og skipt yfir í fínni prjóna þegar brugðningurinn er hálfnaður svo húfan sitji þéttar á höfðinu. ORÐALYKILL L = lykkja, lykkjur cm = sentimetrar umf = umferð S = slétt, sléttar B = brugðin, brugðnar auk: 1Sz = útaukning - hallar til vinstri. Lyftið upp þverbandinu á milli lykkjanna með vinstra prjóni framan frá, prjónið 1 slé- tta í aftari lykkjubogann. Ekkert gat myndast. úrt: 2Ss = úrtaka - hallar til hægri. 2L sléttar saman. úrt: 2Ssz = úrtaka - hallar til vinstri. Takið 2 L óprjónaðar, 1 í einu, setjið vinstri prjóninn inn í þær að framan og prjónið þær saman aftan frá. s = saman Ó = lykkja tekin óprjónuð kp = kaðlaprjónn endurt = endurtakið K2(3)/2(3)A = kaðall - hallar til hægri – 2(3) lykkjur settar á kaðlaprjón og settar aftur fyrir, 2(3) sléttar prjónaðar af vinstra prjóni, 2(3) sléttar prjónaðar af kaðlaprjóni. K2(3)/2(3)F = Kaðall - hallar til vinstri - 2(3) lykkjur settar á kaðlaprjón og settar fram fyrir, 2(3) sléttar prjónaðar af vinstra prjóni, 2(3) sléttar prjónaðar af kaðlaprjóni. HÚFAN Fitjið upp 96L á prjóna nr 5 og tengið í hring. það er gott að hafa merki við byrjun umf. 1. umf: *2S, 2B. Endurt frá * út umf. Prjónið alls 8 umf brugðninga. Skiptið yfir í prjóna nr. 4,5. Prjónið áfram 14 umf af brugðningum. Útaukningarumf: *2S, 1B, auk:1Sz, 1B, 2S, 1B, auk:1Sz, 1B, 2S, 2B . Endurt frá * út umf = 112L. Skiptið yfir í prjóna nr 5. 1. umf: *12S, 2B. Endurtakið frá * út umf. Dúskahúfan er fyrir stelpur á öllum aldri enda eru dúskar hámóðins í dag. Mynd Hari Herrahúfan er líka klæðileg á dömur eins og sést hér. Ljósmynd/Hari herrahúfa Þessi húfa veitir gott skjól því húfan er höfð tvöföld yfir eyrun og uppábrotið er nógu langt til að setja niður fyrir eyrun þegar að hann blæs köldu að norðan. Á hlýrri dögum er brotið haft ofar og þá situr húfan vel og setur flottan svip á hvaða her- ramann sem er. HÖNNUÐUR Guðrún Hannele STÆRÐ Ein stærð með ummál 53 cm, en prjón teygist og því passar hún á stærri kolla líka. Svo er ekkert mál að minnka húfuna með því að fækka lykkjum. Dýpt 21 cm þegar að uppábrotið er tvöfalt. GARN Felted Tweed Aran frá ROWAN (50% merínóull, 25% alpak- aull, 25% viskós), 50g af hvorum lit. Hér er ljósgrátt í kollinum og dökkgrátt í uppábro- tinu og mynstrinu. PRJÓNAR 40 cm hringprjónar nr. 4,5 og 5. Sokkaprjónar nr. 5. PRJÓNFESTA 20 lykkjur og 23 umferðir í sléttprjóni = 10 cm. ORÐARLYKLAR L = lykkja, lykkjur umf = umferð S = slétt B = brugðið Ss = slétta saman endurt = endurtakið HÚFAN Fitjið upp með dekkri litnum 96L með prjónum nr 5. Tengið saman í hring og prjónið brugðninga 2S og 2B út umf. Prjónið brugðninga þar til þeir mælast 7 cm frá uppfiti. Skiptið þá yfir á prjóna nr. 4,5 og prjónið áfram 6 cm eða það til brugðningarnir mælast 13 cm. Skiptið yfir í prjóna nr. 5 og prjón slétt hér eftir. Gott að setja merki þar sem umf byrjar. Mynsturprjón: *Prjónið nú 5 umf S með ljósa litnum, þá 1 umf doppuröð þar sem önnur hver L er ljós og önnur hver dökk. Endurt frá * þar til 6 doppuumf hafa verið prjónaðar. Úrtaka á kolli: Úrtakan hefst þegar um 9 cm mælast frá brugðningum. 1. umf: 10S, 2Ss. Endurt alls 8 sinnum = 88L. Prjónið 2 umf S. 2. umf: 9S, 2Ss. Endurt alls 8 sinnum = 80L. Prjónið 1 umf S. 3. umf: 8S, 2Ss. Endurt alls 8 sinnum = 72L. Prjónið 1 umf S. 4. umf: 7S, 2Ss. Endurt alls 8 sinnum = 64L. Prjónið 1 umf S. 5. umf: 6S, 2Ss. Endurt alls 8 sinnum = 56L. Prjónið 1 umf S. 6. umf: 5S, 2Ss. Endurt alls 8 sinnum = 48L.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.