Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Side 86

Fréttatíminn - 14.12.2012, Side 86
82 heilsa Helgin 14.-16. desember 2012  Heilsa Cafesigrun.Com Hjálpar til við að auka Hollustu Lágmúla - Laugavegi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Sauðárkróki Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 19 54 1 1/ 12 Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnur þú úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænt um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju GEYMDU BLAÐIÐ! Einn af jólaglaðningum Heilsuhússins – Skemmtileg nýjung í jóla- og áramótaveislur Laugavegi • Kringlunni • Smáratorgi • Lágmúla • Akureyri • Selfossi Fæst með rúsínum og sultuðum appelsínum, með súkkulaði og hrein - Pandoro. Athugið að biscotti þarf að baka tvisvar. 240 g spelti, fínmalað 2 tsk vínsteinslyftiduft 110 g hrásykur (fínmal- aður ef þið finnið svoleiðis) 1 egg 75 g möndlur, saxaðar gróft 1 tsk möndludropar (úr heilsubúð) 2 msk kalt vatn Aðferð Saxið möndlurnar gróft. Sigtið saman spelti og lyftidufti í stóra skál. Í aðra skál skuluð þið blanda saman eggi, möndludropum og hrásykri. Hrærið vel. Bætið vatninu út í svo að sykurinn leysist vel upp. Bætið eggjablöndunni saman við speltið og hrærið þangað til allt blandast vel saman. Hér gæti þurft að bæta við svolitlu af köldu vatni (matskeið í einu) til að blandan verði nægilega blaut. Hún má samt ekki vera klístruð heldur þarf að vera þannig að hægt sé að hnoða deigið án þess að það klessist við allt. Mér finnst gott að miða við að deigið sé eins og leir. Bætið söxuðu möndl- unum saman við og hnoðið deigið vel. Einnig má nota deigkrók og hrærivél. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og fletjið deigið út þannig að þið fáið u.þ.b. 12 sm breiðan og 22 sm langan hleif sem er um 1-1.5 sm á hæð. Bakið hleifinn við 160°C í um 30-40 mínútur eða þangað til hleifurinn er orðið nógu harður til að hægt sé að skera hann. Takið hleifinn úr ofn- inum, kælið í 5 mínútur og skerið hleifinn á ská í þunnar sneiðar (1 sm) með flugbeittum brauð- hníf. Skerið varlega til að möndlurnar brotni ekki úr deiginu. Dreifið sneiðunum á bökunarpappírinn, setjið aftur inn í ofn og bakið í 10-15 mínútur. Snúið sneiðunum við og slökkvið á ofninum og leyfið þeim að kólna inni í ofninum (ef þið eruð ekki með blástursofn er gott að opna ofninn). Gætið þess að biscottiið brenni ekki á þessum tímapunkti og takið það út ef sneiðarnar eru orðnar mjög dökkar. Athugið að sneiðarnar eru mjúkar á þessum tímapunkti en munu harðna við að kólna. Ef þær harðna ekki má baka þær í nokkrar mínútur til viðbótar. Geymið í lokuðu íláti. Gott að hafa í huga Það er líka hægt að setja 2 msk kakó út í deigið til að fá „súkkulaði biscotti”. Einnig má setja saxað súkkulaði (dökkt, lífrænt framleitt með hrásykri), þurrkuð kirsuber o.fl. Notið hamingjuegg ef þið mögulega getið. Hollari útgáfa af uppáhaldssmákökunum Sigrún Þorsteinsdóttir heldur úti hollustuvefnum Cafesigrun.com þar sem hægt er að nálgast hollar uppskriftir fyrir jólabaksturinn. Hún gefur jafnframt ráð um hvernig skipta megi út óhollu hráefni fyrir hollara. C afesigrun.com er íslenskur vefur með heilsusamlegum mataruppskriftum þar sem hægt er að finna hollari útgáfu af jólabakstrinum. Sigrún Þorsteins- dóttir heldur vefnum úti og birtir þar meðal annars nytsamar upp- lýsingar fyrir þá sem vilja gera hefðbundnar uppskriftir hollari. „Ég nota aldrei rjóma, smjör, hvítan sykur, ger eða hvítt hveiti í bakstur. Ég nota oft lífrænt fram- leidd ávaxtamauk (barnamat) í staðinn fyrir smjör og nota svo kókosolíu á móti. Í staðinn fyrir hvítan sykur í bakstri nota ég rapadura hrásykur eða sætuefni eins og agavesíróp, byggmaltsíróp, hlynsíróp, döðlur, barnamat og þess háttar,“ segir Sigrún. „Eins og áður sagði nota ég kókosolíu sem fitugjafa en einnig nota ég mikið hnetur sem fitugjafa þar sem þar á við (eins og til dæmis í kökubotna) í staðinn fyrir smjör. Hnetusmjör, möndlusmjör, cas- hewhnetumauk og sesamsmjör (tahini) eru allt frábærir og hollir fitugjafar. Ég reyni að miða við að nota aldrei meira en 3 matskeiðar af hreinni olíu í neinni kökuupp- skrift nema í smákökuuppskriftun- um en þar er nánast ómögulegt að nota minni fitu nema maður vilji að smákökurnar endi sem smáköku- brauð, því þær verða svo linar og ómögulegar, eins og brauð,“ segir hún. Hún minnir þó á að kökur sem eru ekki með mikilli fitu geymast skemur. „Einnig má geta þess að ísarnir sem ég geri innihalda ekki rjóma, eggjarauður, hvítan sykur (eða flórsykur) eða neitt slíkt. Margir ísarnir eru meira að segja mjólkurlausir,“ bendir hún á. „Það er ekki oft sem segja má um kökur að þær séu sprengfullar af vítamínum, flóknum kolvetn- um, trefjum, andoxunarefnum, próteinum og hollri fitu en þannig kökur má einmitt finna hér. Sumar kökurnar eru svo hollar að þær mætti borða dag hvern í morgun- mat! Ráðlagður dagsskammtur: Ein kökusneið!“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Biscotti með möndlum Þetta er nokkuð holl útgáfa af ítalska biscotti kexinu. Eina fitan í þessari uppskrift kemur úr möndlunum en það er holl fita svo samviskubitið er óþarft. Það er líka mikið af kalki í þessu kexi þar sem möndlur eru mjög kalkríkar. Þessu kexi er upp- lagt að dýfa í kaffi eða te eða jafnvel bara mjólk. Athugið að best er að nota eins fínmalaðan hrásykur og þið komist í. Yfirleitt notar Sigrún rapadura hrásykur í allan sinn bakstur en fyrir biscotti finnst henni betra að nota venjulegan hrásykur, helst fínmalaðan. Eins hentar betur að nota fínmalað spelti heldur en grófmalað. Með því að kaupa gjafabréf frá Sól í Tógó og gefa þeim sem þér þykir vænt um ertu sannarlega að gefa gjöf sem gefur. Andvirði gjafabréfssins rennur til heimilis munaðarlausra barna í Tógó í Afríku sem er eitt fátækasta ríki heims. Gefðu gjöf sem gefur Gjafabréfin eru að verðmæti 1.500 kr. og 3000 kr. Farðu á www.solitogo.org og fáðu nánari upplýsingar. Þú getur líka sent póst á solitogo@solitogo.org eða hringt í síma 659 7515 og við sendum þér gjafabréf. Florentine í Aneho. Nóvember 2012 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.