Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 94

Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 94
90 bílar Helgin 14.-16. desember 2012  Hekla kaup í desember Frítt metan í eitt ár á Volkswagen Passat  evrópsku öryggismálasamtökin A-Benzinn fær 5 stjörnur í árekstarprófun Mercedes-Benz framkvæmir einnig sérprófanir sem reyna mjög á styrk bílanna. Nýr Mercedes-Benz A fékk fullt hús stiga í árekstrarprófun Euro NCAP, evrópsku ör- yggismálasamtökunum, og hlaut 5 stjörnur fyrir framúrskarandi öryggi farþega. Auk þess að líta til öryggis farþega í árekstrum að framan, aftan eða til hliða metur Euro NCAP einnig þá hættu sem gangandi veg- farendum stafar af bílum. Mercedes-Benz A er með svonefndri virkri vélarhlíf og hlaut einnig toppeinkunn á þessu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu. Merceces-Benz A var valinn bíll ársins hér á landi á dögunum. „Verðlaun Euro NCAP eru skýr viður- kenning á háu öryggis stigi ökutækja okkar,“ segir Rodolfo Schöneburg, yfirmaður öryggishönnunar hjá Mercedes-Benz Cars. „Stöðluð árekstrarpróf endurspegla þó einungis lítinn hluta þeirra slysa sem verða í raun og veru úti á vegunum. Á hönnunarferli nýrra bíla tekur Mercedes-Benz því mið af um 40 ólíkum kringumstæðum sem geta komið upp þegar slys verða.“ Í tilkynningunni segir enn fremur: „Árekstrarprófun Mercedes-Benz gengur mun lengra en staðlaðar prófanir sem eru grunnurinn fyrir gerðarviðurkenningum nýrra bíla í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Mercedes-Benz framkvæmir einnig sér- prófanir sem reyna mjög á styrk bílanna, eins og veltiprófanir og sérstakar prófanir á þakstyrk.“ Hinn nýi A-Benz fékk 5 stjörnur í árekstarprófun evrópsku öryggis- málasamtakanna, fullt hús. „Á sama tíma og þeir spara sér háar fjár- hæðir velja þeir íslenska vöru, íslenskt hugvit, spara gjaldeyri og styðja við at- vinnusköpun á Íslandi.“ Þ eir sem kaupa verksmiðjuframleiddan Volkswagen Pas-sat metanbíl í desember fá frítt metangas í eitt ár, að því er fram kemur á síðu Heklu, umboðsaðila Volkswa- gen. Þar segir: „Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu var meðalakstur fólksbíla 12.255 km árið 2011. Miðað við 6,6 m3 meðaleyðslu Passat Ecofuel er árlegur eldsneytiskostnað- ur því 120.000 kr. miðað við verð á metani 4. desember 2012.“ Á síðu Heklu segir síðan: „Metan er hagkvæmur og vistvænn innlendur orkugjafi sem nýtur síaukinna vinsælda en Volkswagen Passat EcoFuel var valinn bíll ársins árið 2012 af Íslenskum bílablaðamönn- um. Þegar íslenskt metan kom fyrst á markað hérlendis árið 2000 var það um 30% ódýrara en bensín. Munurinn hefur síðan aukist og í dag er metan um 45% ódýrari eldsneytisgjafi en bensín. Því til viðbótar má nefna að metanknúnar bifreiðar eru undanþegnar vörugjöldum og því einkar hagkvæmar bæði í kaupum og rekstri. Margir aðrir kostir fylgja því að keyra um að metan bifreið og má m.a. nefna að metanbifreiðar fá „frítt“ í bílastæði í Reykjavík eða allt að 90 mínútum. Metantankar þykja einnig öruggari en hefðbundnir bensíntankar þar sem þeir eru gerð- ir úr sterkara efni. Allur annar öryggisbúnaður metan bif- reiðarinnar er eins og í bensín- eða dísilbifreiðum en framleið- endur slá ekkert af kröfum til að verja ökumann og farþega. Það er upplifun að keyra um á metanbifreið. Á sama tíma og metanbifreiðar skila sambærilegu afli og bensín- eða dísil- bifreiðar eru þær auk þess hljóðlátari og mýkri við akstur og má nefna að Volkswagen Passat EcoFuel TSI sem skilar 150 hestöflum og togar 220 Nm. Metan CH4 er lofttegund sem m.a. myndast á urðunarstöð- um sorps við niðurbrot á lífrænum úrgangi. Í dag er metan- gasi safnað saman á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins á Álfsnesi. Eftirspurn eftir metani hefur aukist mjög síðustu ár og ljóst er að með auknu vöruúrvali mun eftirspurnin aukast enn frekar í komandi framtíð. Fyrirséð aukin eftirspurn kall- ar á bætta þjónustu og því er það sönn ánægja að Olís og Met- anorka sömdu nýverið við Sorpu um kaup á metani fyrir nýjar áfyllingarstöðvar sem ráðgert er að taka í gagnið á næsta ári. Einnig eru áform um að gangsetja orkuver til metanfram- leiðslu á næsta ári sem mun auka framboð á metani til muna. Viðskiptavinir Heklu sem hafa keypt metanbíla hafa góða reynslu af notkun metans sem orkugjafa. Á sama tíma og þeir spara sér háar fjárhæðir velja þeir íslenska vöru, íslenskt hug- vit, spara gjaldeyri og styðja við atvinnusköpun á Íslandi.“ Volkswagen Passat Variant kostar frá 4.190.000 kr. Þeir sem kaupa verksmiðjufram- leiddan Volkswa- gen Passat metan- bíl í desember fá frítt metangas í eitt ár. Meðal- akstur fólksbíla er 12.255 kílómetrar á ári. Miðað við 6,6 m3 meðaleyðslu Passat Ecofuel er árlegur eldsneytis- kostnaður því 120.000 krónur. Kaupendur verksmiðju- framleiddra Volkswagen Passat metanbíla í desember fá frítt metangas í eitt ár. Vantar þig jólagjöf fyrir unglinginn ? Hjá Ökuskólanum í Mjódd getur þú fengið gjafabréf fyrir fræðilegt nám á : bifreið, bifhjól og létt bifhjól Góð þekking á umferðarmálum getur skipt sköpum um velferð unglingsins. Þarabakka 3 S. 567 0300 www.bilprof.is Tilvalið í jólapakkann! 15% Jólafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum Með því að kaupa gjafabréf frá Sól í Tógó og gefa þeim sem þér þykir vænt um ertu sannarlega að gefa gjöf sem gefur. Andvirði gjafabréfssins rennur til heimilis munaðarlausra barna í Tógó í Afríku sem er eitt fátækasta ríki heims. Gefðu gjöf sem gefur Jaques í Aneho. Nóvember 2012 Gjafabréfin eru að verðmæti 1.500 kr. og 3000 kr. Farðu á www.solitogo.org og fáðu nánari upplýsingar. Þú getur líka sent póst á solitogo@solitogo.org eða hringt í síma 659 7515 og við sendum þér gjafabréf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.