Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 102

Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 102
98 skák Helgin 19.-21. október 2012  Skákakademían Skákkrakkarnir söfnuðu meira en milljón fyrir Hringinn k rakkarnir í Skákademí-unni fóru á kostum í maraþoni í Kringlunni um síðustu helgi og söfnuðu meira en milljón króna í þágu Barnaspítala Hringsins. Um 140 þúsund fóru til kaupa á 2 fartölvum fyrir skólann í Hringnum og til tveggja Play Station 3 leikjatölva fyrir leik- stofuna. Sena og Heimilistæki gáfu mjög rausnarlegan afslátt, og enn þá fleiri fyrirtæki, ein- staklingar og sveitarfélög lögðu fé af mörkum í söfnunina, og fer þannig rétt tæp milljón króna í Barnaspítalasjóð Hringsins. Yfirskrift maraþonsins var ,,Við erum ein fjölskylda“ sem eru einkunnarorð skákhreyfingarinnar, og sérlega gaman hve vel skák- krakkarnir fylgja þessum fögru orðum eftir í fram- kvæmd. Carlsen einfaldlega langbestur Það fór eins og við spáðum: Magnus Carlsen skrifaði nýjan kafla í skáksöguna með ótrúlega glæsilegum sigri á stórmótinu í London, þar sem hann fékk 6,5 vinning af 8 mögulegum. Hann sigraði í 5 skákum, gerði 3 jafntefli og tapaði ekki skák. Gamli rússneski björninn, Vladimar Kramnik, veitt Carlsen talsverða keppni og fékk 6 vinninga, en næstir komu Nakamura frá Bandaríkjunum og Adams, sem var hetja heima- manna, með 5 vinninga. Heimsmeistarinn Anand var aðeins með 50% vinningshlutfall og virtist skorta bæði kraft og sigurvilja. Sá mikli Aronian varð að gera sér 6. sætið að góðu, og þar með náði Kramnik af honum 2. sæti á heimslistanum. Neðstu sætin vermdu skák- drottningin Judit Polgar og ensku Íslandsvinirnir McShane og Jones. Árangur Carlsens er sögulegur, því nú flýgur hann í fyrsta skipti yfir gamalt stigamet Kasparovs. Með árangrinum í London er Carlsen kominn með 2861 stig, rúmlega 50 meira en Kramnik og 60 stigum fyrir ofan Aronian. Það er bara ekki nokkur leið að deila um málið: Magnus Carlsen er langbesti skákmaður heims um þessar mundir, og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann verði einn af risum skáksögunnar. Eitt skemmtilegasta mót ársins Skákáhugamenn ættu að líta við í Landsbankanum, Austur- stræti á sunnudaginn. Þá fer fram hið árlega Friðriksmót Landsbankans, sem kennt er við goðsögnina Friðrik Ólafs- son, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Langflestir af bestu og efnilegustu skákmönnum eru skráðir til leiks, svo það er hægt að lofa áhorfendum líf og fjöri. Mótið hefst klukkan 13 og eru tefldar hraðskákir. Þetta mót hefur fyrir löngu unnið sér sess sem eitt skemmtilegasta skákmót ársins. Skákgleði í Nuuk Hróksmennirnir Henrik Danielsen og Hrafn Jökuls- son voru í heimsókn í Nuuk, höfuðstað Grænlands, í liðinni viku að útbreiða fagnaðarerindi skákarinnar. Tíu ár eru nú liðin síðan ,,skáklandnámið“ hófst og hafa þúsundir barna og fullorðinna kynnst skákinni, auk þess sem mikill fjöldi Íslendinga hefur tekið þátt í starfinu. Að þessu sinni heimsóttu Henrik og Hrafn nokkra grunnskóla, skákklúbb staðarins, og fjölsmiðju fyrir unglinga, auk þess að eiga fund með borgarstjóranum, Asi Chemnitz Narup, sem er mjög áhugasöm um frekara skákstarf meðal barna og ungmenna. Á næsta ári er ráðgerð mikil skákhátíð í Nuuk, sem verður kjörinn vettvangur fyrir íslenska áhugamenn að kynnast töfraheimi Grænlands. Það voru Mannvit og Flugfélag Íslands sem voru bakhjarl- ar þessar velheppnuðu ferðar, auk þess sem margir lögðu af mörkum verðlaun og vinninga, m.a. Henson, Sögur útgáfa, Forlagið og Nói Síríus. SkákþrautiN Hér er skemmti- leg flétta sem hvítur, Kolt- anowsky, hristi fram úr erminni. 1.Hg3! Dxc2 3.Dh6! Rag8 4.Dxh7+! Og mátið blásir við. Góða (skák) helgi! Lausn á þrautum síðustu viku Vinningshafi síðustu viku er Eva Kristjáns- dóttir, Lækjarsmára 5, 201 Kópavogi, og fær hún sendar KenKen talnaþrautabækurnar frá Hólum.  Ef þrautin er 3 x 3 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 3, ef hún er 4 x 4 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 4 o.s.frv.  Sama tala má einungis koma fyrir einu sinni í hverjum dálki og hverri línu.  Svæðin, sem eru afmörkuð með þykkum línum, kallast hólf.  Stundum nær hólfið bara yfir einn reit og þá er augljóst hvaða tala á að koma þar.  Oftast nær hólfið þó yfir fleiri en einn reit og þá fylgir þeim tala og eitthvert stærðfræðitákn, þ.e. +, –, x eða ÷. Ef talan er t.d. 5 + þá á summa talnanna í því hólfi að vera samtals 5. Ef talan er 2- þá á mismunur talnanna að vera 2. Í erfiðari þrautunum er svo einnig margföldun og deiling. Svör við talnaþrautunum má senda í hefðbundnum pósti á ritstjórn Fréttatím- ans, Sætúni 8, 105 reykja- vík. Lesendur geta líka tekið mynd af lausnunum með símanum eða myndavél og sent á netfangið leikur@frettatiminn.is Reglurnar eru einfaldar:  verðlaunaþrautir talnaþrautir KenKen-talnaþrautirnar eru frábær heilaleikfimi. Fréttatím- inn mun birta tvær gátur í hverju tölublaði næstu vikurnar. Lesendur geta sent inn svör við gátunum og í hverri viku verður dreginn út heppinn þátttakandi sem fær KenKen- bækurnar sendar heim að dyrum frá Bókaútgáfunni Hólum. Nafn Heimili Sími Netfang Gleði á Grænlandi. Elín Nhung, ein af hetjunum úr maraþoni Skákademíunnar, sem söfnuðu fyrir Barna- spítala Hringsins. ÞÚ GETUR GERT KRAFTAVERK Í DAG Með hreinu vatni gefur þú betri heilsu, menntun og bjarta framtíð. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka Einnig: ■ frjálst framlag á framlag.is ■ gjafabréf á gjofsemgefur.is ■ 907 2003 styrktarnúmer (2.500 kr.) ■ söfnunarreikningur: 0334-26-50886, kt. 450670-0499 GEFÐU GJÖF SEM SKIPTIR MÁLI PI PA R\ TB W A - SÍ A - 12 32 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.