Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 114

Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 114
Sendu SMS EST IS4 á númerið 1900 og þú gætir unnið! Fullt af aukavinningum: DVD – Tölvuleikir – GOS ofl. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr./SMS-ið VILTU VINNA ÍSÖLD 4? KOMIN Á DVD OG BLU-RAY 9. HVERVINNUR!  Afró fjórðA plAtA SAmúel jón SAmúelSSon Big BAnd Ýmis etnísk áhrif Þ etta er órökrétt framhald á því sem bandið hefur verið að gera,“ segir Samúel Jón Samúelsson tónlistarmaður.Fjórða plata Samúel Jón Samúelsson Big Band kemur út í næstu viku og verður henni fagnað með heljarinnar útgáfutónleikum í Gamla bíói á fimmtudagskvöld. Nýja platan er í raun hljómplötu­ tvenna, hún kallast 4 hliðar og mun koma út á tveimur geisladiskum annars vegar og tveimur vínylplötum hins vegar. „Það eru fjögur „album cover“ á henni enda eru þetta eiginlega tvær plötur. Þetta eru margar hliðar á minni músík og þessu bandi,“ segir Samúel. Samúel segir að tónlist Big Bandsins sé í grunninn afrótónlist. „Ég hef svo mikið verið að hlusta á eþíópíska og brasilíska tónlist svo eitthvað sé nefnt og það skilar sér þarna inn. Þarna eru ýmis etnísk áhrif.“ 4 hliðar var tekin upp yfir eina helgi í Hljóðrita í Hafnarfirði í apríl. Upptökurnar fóru fram upp á gamla mátann, öllum tónlistarmönnun­ um var hrúgað inn í hljóðverið og svo talið í. „Þetta var í raun tekið upp „læv“, eiginlega ekkert klippt eða átt við upptökurnar. Það var að vísu bætt aðeins við auka slagverki. Það er mjög skemmtilegt að gera þetta svona, enda er þarna „performans“ í gangi,“ segir Samúel sem er höfundur allra laganna tólf á plötunni. „Þetta er allt eftir mig en svo leggja hljóðfæraleikararnir auðvitað sitt til. Platan væri einsleitari ef ég hefði spilað þetta allt inn. Hún lifnar við með þessu frábæra fólki. Þriðja og fjórða víddin bætist við.“ Samúel gefur 4 hliðar út sjálfur og bíður nú spenntur eftir að upp­ lagið berist til landsins. Fyrst um sinn verða bara geisladiskarnir til sölu en vínyllinn kemur til landsins eftir áramót. „Það er svolítið hug­ sjónastarf að gefa út á vínyl, enn sem komið er alla vega. En maður vill fá „vínylgrúvið“. Þá er eins og búið sé að höggva þetta í stein – tónlistin verður hluti af arfleifðinni.“ Útgáfutónleikar Samúel Jón Samúelsson Big Band verða í Gamla bíói næsta fimmtudagskvöld. Miðaverð er 2.900 krónur og hægt er að kaupa þá á Miða.is. Samúel segir að ekki sé auðvelt að ná saman átján manna bandi og því verði þetta einu tónleikar sveitarinnar fyrir jólin. „Fólk ætti ekki að missa af þessu. Við spilum ekki oft og þetta eru stórtónleikarnir okkar. Þetta verður alvöru konsert,“ segir Samúel. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Básúnuleikarinn Samúel Jón Samúelsson hefur um árabil haldið úti Samúel Jón Samú- elsson Big Band, átján manna stórsveit sem leikur afrótónlist með bigbandáhrifum. Fjórða plata Big Bandsins kemur út í næstu viku og verður henni fagnað með stórtónleikum á fimmtudagskvöld. Samúel Jón Samúelsson ásamt Big Bandinu, átján manna stórsveit sem er að senda frá sér fjórðu breiðskífuna. Ljósmynd/Guðmundur Kristinn Jónsson Tónverkið Flétta eftir Hauk Tómas­ son er komið út á diski og mynd­ diski. Verkið var frumflutt í Hall­ grímskirkju á Listahátíð 2011 og hlaut afar lofsamlega dóma. Flytj­ endur eru Schola cantorum, Mót­ ettukór Hallgrímskirkju og Kamm­ ersveit Reykjavíkur, og stjórn andi er Hörður Áskelsson. Flétta var samin fyrir tvo kóra Hallgrímskirkju, Mótettukórinn og Schola cantorum og sextán manna kammersveit. Textinn er samsettur úr ljóðum og ljóðabrotum nokkurra íslenskra skálda, lífs og liðinna. Flétta fjallar um ægifegurð nátt­ úrunnar, tengsl okkar við hana og ábyrgð okkar á henni. Sex örstutt náttúruljóð eftir Sjón mynda ein­ hvers konar rauðan þráð gegnum verkið, sungin af Schola cantorum og skiptast á við stærri kórkafla sungnum af Mótettukórnum. Ljóðskáldin sem hér koma við sögu eru auk Sjón, Hannes Péturs­ son, Pétur Gunnarsson, Snorri Hjartarson, Þorsteinn frá Hamri og Stefán Hörður Grímsson. Upptakan var gerð á tónleikum Listahátíðar 4. júní 2011.  tónliSt UpptAkA frá liStAhátíð 2011 Flétta Hauks komin út Tónverkið Flétta er komið út á diski og mynddiski. 110 tónlist Helgin 14.-16. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.