Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 118

Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 118
Þetta er verk sem mig lang- aði svo óendanlega mikið að gefa út. Guðmundur Örn Guðjónsson náði fljótt undraverðum árangri í bogfiminni og dritar örvunum af kappi í gula hringinn. Ljósmynd/Hari  Bogfimi Íþrótt Í stórsókn Íslenskur Hrói höttur í Kópavogi Bogfimi er íþrótt sem ekki hefur farið mikið fyrir á Íslandi og hefur lengst af einungis verið stunduð hjá Íþróttafélagi fatlaðra. Í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Félagarnir Guð- mundur Örn Guðjónsson og Guðjón Einarsson fengu delluna fyrir skömmu og brugðust hratt við skorti á aðstöðu til æfinga og hafa opnað Bogfimisetrið í stóru verslunarhúsnæði í Kópa- vogi þar sem þeir anna vart eftirspurninni. H ugmyndin um að byrja að æfa bogfimi hafði blundað með Guðmundi Erni Guðjónssyni lengi án þess að hann gerði neitt í málinu. Hann lét síðan til skarar skríða eftir að hann komst að því að sportið væri stundað innan vébanda Íþróttafélags fatlaðra. Hann færði fljótt út kvíarnar og stofnaði Bogfimifélagið Bogann og opnaði Bogfimisetrið í Furugrund í Kópavogi þar sem verslunin Grundarkjör var rekin fyrir margt löngu. „Ég er búinn að vera í þessu í átta mánuði núna,“ segir Guðmundur sem náði strax ótrúlegri fimi með bogann og hefur verið sigursæll á mótum. „Ég komst að því á Google að Íþróttafélag fatlaðra væri í þessu og eyddi svo einu ári í að reyna að komast þar inn,“ segir Guðmundur. „Ég byrjaði þar fyrir átta mánuðum. Mán- uði eftir að ég var búinn með byrjendanámskeiðið var innan- félagsmót hjá félaginu og þar tók ég alla og rústaði þá.“ Eftir þennan góða árangur fór Guðmundur að huga að því að bæta aðstöðuna fyrir æfing- ar. Hingað til hafa færri komist að en vilja og hann bendir á að hjá Íþróttafélagi fatlaðra taki eina viku að bóka æfingar út árið. Það var því úr að félag- arnir opnuðu Bogfimisetrið. „Við stofnuðum félagið, fengum leyfi hjá lögreglustjóra og settum upp salinn og allt dótið á innan við þremur mánuðum.“ Guðmundur og Guðjón hafa haft nóg að gera síðan og fé- lögum fjölgar jafnt og þétt. „Við erum ekkert búnir að auglýsa okkur eða láta vita af okkur af viti en samt eru öll námskeið búin að vera full hjá okkur.“ Bogfimisetur þeirra vina er það fyrsta sinnar tegundar. „Það geta allir komið og fengið að prófa og salurinn er rekinn með svipuðu formi og keiluhöll- in nema bara fyrir bogfimi.“ Guðmundur segir eina ástæðuna fyrir því að hann sagði skilið við Íþróttafélag fatlaðra vera þá reglu félagsins að fólk verði að vera meðlimir í eitt ár áður en það fær að kaupa sér sinn eigin boga. „Þetta er furðuleg regla sem hefur ekkert með landslög að gera. Ég sá fram á að vera besti maðurinn í félaginu en mætti ekki kaupa mér boga fyrr en eftir ellefu mán- uði,“ segir náttúrutalentinn sem á nú sinn eigin boga og leiðbeinir nýliðum um hvernig eigi að bera sig að til þess að skjóta í mark eins og Hrói höttur. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  textar megasar safngripur að seljast upp Fórnar ekki gæðum á altari græðginnar Hið hnausþykka textasafn meistara Meg- asar er uppselt hjá útgefanda og ekki stendur til að prenta meira af bókinni sem hefur slegið svo hressilega í gegn að meira að segja forleggjarinn, sjálfur Jóhann Páll Valdimarsson sem er með naskari mönnum í útgáfubransanum, veit varla hvaðan á hann stendur veðrið. „Við létum prenta þessa þykku og miklu bók í 2000 eintökum og það er ljóst að við hefðum getað selt að minnsta kosti helmingi meira,“ segir Jóhann Páll sem ætlar þó ekki að láta prenta annað upplag. „Það er alveg ljóst að við getum ekki fengið fleiri bækur í sömu gæðum með svona stuttum fyrirvara. Við viljum ekki fórna þessum gæðum með því að láta eftir græðginni og endurprenta. Annað upplagið yrði ekki sami gæðagrip- urinn og þessi fyrstu 2000 eintök.“ Textasafn Megasar er Jóhanni Páli sér- lega hjartfólgið og hann lét tveggja ára draum rætast með útgáfunni í haust. „Þetta er verk sem mig langaði svo óendanlega mikið að gefa út en ég sá þetta nú ekki fyrir. Bókin hefur ekki einu sinni verið auglýst þannig að þetta er alveg magnað.“ Jóhann Páll segir ljóst að þessar 2000 prentuðu bækur verði með tímanum eftirsóttir safngripir og að í raun sé ekki hægt að hugsa sér öruggari fjárfestingu en að hlaupa til og kaupa sem mest af þeim eintökum sem enn eru til í bóka- búðum. „Mér er sagt að þá sjaldan sem textasafn Megasar sem AB gaf út fyrir einhverjum tugum ára seljist á 16.000- 18.000 krónur þá sjaldan að það rati í fornbókabúðir. Sú bók er náttúrlega kett- lingur að stærð miðað við þessa þannig að hvers konar safngripur heldurðu að þessi bók eigi eftir að verða? “ Spyr útgefandinn reyndi sem hefur enn eina ferðina veðjað á réttan hest. -þþ Jóhann Páll lét draum rætast með útgáfunni en sá vinsæld- irnar ekki fyrir. Annir í prentsmiðjum Bókaútgefendur bera sig vel nú þegar jólabókaflóðið fer að ná hámarki. Forlagið, útgefandi spennusagnahöf- undarins Arnaldar Indriðasonar, lét prenta stórt upplag af nýjustu bók hans þegar hún kom út 1. nóvember. Salan á bókinni, Reykjavíkurnætur, hefur farið hraðar af stað en á síðustu bókum Arnaldar og lét Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, prenta viðbótarupplag til að vera við öllu búinn. Alls hafa nú tæplega þrjátíu þús- und eintök verið prentuð af bókinni. Einn af sigurvegurum jólabókaflóðs- ins er Ingibjörg Reynisdóttir með bók sína um Gísla á Uppsölum. Átta þúsund eintökum hefur þegar verið dreift af henni og útgefandinn, Sögur, hefur látið prenta átta þúsund til viðbótar. Alls sextán þúsund eintök af þessari athyglisverðu bók. Stefán Máni nýtur talsvert meiri vin- sælda en verið hefur. Síðasta skáldsaga hans, Feigð, seldist í um fimm þúsund eintökum samkvæmt upplýsingum frá útgefanda. Sú nýja, Húsið, hefur selst betur og alls hafa nú níu þúsund eintök verið prentuð af henni með nýlegri end- urprentun. Ósjálfrátt, bók Auðar Jóns- dóttur, var sömuleiðis endurprentuð á dögunum og hafa því um átta þúsund eintök verið prentuð af henni. Sprelligosinn Gunnar Helgason á lang vinsælustu barnabókina í ár, Aukaspyrnu á Akureyri. Í fyrra seldi Gunni fjögur þúsund eintök af Víti í Vestmannaeyjum en nú hafa verið prentuð átta þúsund af Aukaspyrnunni. Geri aðrir betur. -hdm Stefán Máni Sigþórsson. Ingibjörg Reynisdóttir. Auður Jónsdóttir. Arnaldur Indriðason. Opið hús á skrifst ofu AFS mmtudaginn 20 . desember milli kl. 17 og 19. 114 dægurmál Helgin 14.-16. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.