Fréttatíminn - 09.11.2012, Side 2
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
Alveg mátulegur
Heimilis
GRJÓNAGRAUTUR
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Hægt að dæma Íslendinga
fyrir brot framin erlendis
Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Heilbrigðismál Tveir íslenskir friðargæsluliðar með krabbamein
Yfirvöld kanna mál Bosníulækna
Utanríkisráðuneytið hefur, í sam-
vinnu við heilbrigðisyfirvöld,
hafið skoðun á máli tveggja íslenskra
lækna sem voru við friðargæslustörf í
Bosníu og hafa greinst með alvarlega
tegund krabbameins. Mikið magn af
geislavirkum málmi, rýrðu úrani, var
notað í sprengjuodda sem NATO not-
aði í Bosníustríðinu. Sprengjurykið
dreifist í andrúmslofti, sest í jarðveg-
inn og er talið krabbameinsvaldandi.
Í byrjun árs 2001 var mikil umræða
í fjölmiðlum í Evrópu og Bandaríkj-
unum um óeðlilegan fjölda krabba-
meinstilfella hjá hermönnum sem
höfðu verið við störf í Bosníu. Sextán
friðargæsluliðar frá sex mismun-
andi löndum höfðu látist af hvítblæði
og fjöldi til viðbótar greindist með
krabbamein sem síðar var nefnt Balk-
an-heilkennið. Í kjölfarið fóru af stað
rannsóknir á tengslum milli notk-
unar úranvopna og heilsu hermanna
í stríðinu á vegum NATO og Um-
hverfisverndaráætlunar Sameinuðu
þjóðanna.
Að sögn Urðar Gunnarsdóttur,
upplýsingafulltrúa utanríkisráðu-
neytisins, störfuðu um 40 íslenskir
friðargæsluliðar í Bosníu á árunum
1994-2003. Verið er að taka saman
upplýsingar um þá alla. „Við höfum
rætt við erlenda samstarfsaðila og
innlenda aðila og ekkert bendir til
þess að friðargæsluliðar hafi orðið
fyrir heilbrigðisvá á meðan á störfum
þeirra stóð,“ segir Urður.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
staðfestir að málið sé í skoðun hjá
Landlæknisembættinu. „Líklegast er
að við byrjum á því að safna saman
upplýsingum um heilsufar þessa fólks
og metum í framhaldinu hvort ástæða
þykir að bregðast við með einhverjum
hætti,“ segir Haraldur.
f aðir Rakelar Birtu Guðnadóttur framdi sjálfsvíg sumarið 2009 þegar hún var tólf ára. „Ég hafði
aldrei heyrt um neinn sem færi á þennan
veg. Það var gott að tala við prestinn sem
hjálpaði mér mest í gegnum þetta. Hún
sagði mér að þetta væri miklu algengara
en fólk héldi,“ segir Birta. „Ég hefði viljað
vita af einhverri stelpu sem hefði gengið í
gegnum það sama,“ segir hún.
Engar upplýsingar eru til um fjölda
barna sem missa foreldri vegna sjálfs-
víga á Íslandi ár hvert. Frá aldamótum til
ársins 2009 frömdu 126 manns á aldrinum
30-50 ára sjálfsvíg og voru þrefalt fleiri
karlar en konur þeirra á meðal, 91 karl
og 35 konur. Samkvæmt bráðabirgðatöl-
um frá Landlæknisembættinu frömdu 40
manns sjálfsvíg á árinu 2010 en ekki eru
enn komnar tölur fyrir árið 2011.
„Það lamaðist allt þetta sumar,“ segir
Rebekka Sigurðar Símonardóttir, móðir
Rakelar Birtu. Hún og Guðni voru skilin
en Rakel Birta var í góðu sambandi við
föður sinn. Rebekka varð ofboðslega
hrædd um dóttur sína eftir áfallið og ótt-
aðist viðbrögð hennar. „Ég var hrædd um
hvernig hún myndi bregðast við þessu
áfalli og var alltaf að tékka á henni – hvort
hún væri ekki örugglega bara sofandi á
nóttunni. Ég var lengi á eftir hrædd við
„Það er mikilvægt að Íslendingar geri sér grein fyrir því
að víða um heim og á ferðamannastöðum er gert út á
kynferðislega misnotkun gegn börnum,“ segir Margrét
Júlía Rafnsdóttir, verkefnastýra Barnaheilla, en nýverið
voru lögfestar breytingar á almennum hegningarlögum
þannig að nú er hægt að sakfella einstaklinga sem brjóta
af sér erlendis. Samkvæmt Margréti Júlíu er barnavændi
í þróunarlöndunum svokölluðu haldið gangandi af
vestrænum ferðamönnum, þar á meðal Íslendingum.
„Þessi börn bjóða sig ferðamönnunum en þau eiga engra
annara kosta völ þar sem þau eru föst í aðstæðum sem
þau ekki ráða við,“ segir Margrét og bendir á að mikil-
vægt sé að íslenskar ferðaskrifstofur setji sér siðareglur:
„Við hjá Barnaheillum viljum gjarnan aðstoða við slíkt.“ Talið er að um tvær milljónir
barna leiðist út í vændi á ferðamannastöðum ár hvert.
Börn og sorg eftir sjálfsvíg
Börn eru mjög viðkvæm og þegar sorg fyllir
heimilið getur þeim fundist erfitt að vera
heima. Þau skilja illa hvað er að gerast og
þora jafnvel ekki að spyrja. Sundum halda
þau að þau séu ástæða fyrir að pabbi/
mamma eða systkini vildi ekki lifa. Þau
verða óörugg, einmana og ráðvillt. Mikil-
vægt er að setjast niður með börnum
og hjálpa þeim að skilja að sá sem tók
líf sitt átti við erfiðleika að stríða og
það sé engum að kenna að hann/
hún treysti sér ekki til að lifa
lengur.
Sjalfsvig.is -
Stuðningur við
þá sem eru
í sjálfs-
vígs-
hug-
leið-
ing-
um,
að-
stand-
endur og
eftirlif-
endur
sjálfs-
víga.
Rakel Birta
Guðnadóttir vill
deila reynslu sinni
af áfallinu í því skyni
að hjálpa öðrum
börnum sem þurfa
að upplifa foreldra-
missi vegna sjálfs-
vígs og ræðir um
hana í nýútkominni
bók Kristínar Tómas-
dóttur, Stelpur geta
allt. Ljósmynd/
Hari
Heilbrigðismál börn foreldra sem fremja sjálfsvíg
Hafði aldrei heyrt um
neinn sem framdi sjálfsvíg
Rakel Birta Guðnadóttir var tólf ára þegar pabbi hennar framdi sjálfsvíg. Landlæknisembættið
segir að huga þurfi betur að börnum eftir missi foreldris vegna sjálfsvígs því eftirlifandi foreldri
sé oft ekki í stakk búið til þess sjálft. Engar tölur eru til yfir fjölda barna sem missa foreldri vegna
sjálfsvíga ár hvert.
að skamma hana því ég vissi ekki hvernig hún
myndi bregðast við,“ segir Rebekka.
Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri yfir
geðheilbrigðismálum og sjálfsvígsforvörn-
um hjá Landlæknisembættinu, segir að mikil
vakning hafi verið í umræðu um sjálfsvíg á
undanförnum árum og áfallahjálp sem að-
standendum býðst, sérstaklega hvað varðar
stuðning við börn. „Landlæknisembættið
hefur lagt áherslu á að þegar barn missir for-
eldri vegna sjálfsvígs, sem oftast er pabbinn
vegna þess hve sjálfsvíg karla eru algengari
en kvenna, má ekki gleyma að veita barninu
stuðning. Mamman fær stuðning en stundum
gleymist hve börn eru næm á nærumhverfi
sitt,“ segir Salbjörg.
Rakel Birta og Rebekka segja að sr. Sigríð-
ur Guðmarsdóttir sóknarprestur hafi reynst
þeim vel. Mæðgurnar fengu hinsvegar enga
hjálp eftir að sálusorg prestsins lauk og sum-
arið eftir áfallið kom bakslag í líðan Rakelar
Birtu. „Ég vissi ekkert hvert ég ætti að snúa
mér en loks töluðum við sálfræðinginn í hverf-
inu okkar. Það hjálpaði mikið en Rakel Birta
verður alla ævina að venjast þessu. Hún er fyr-
irmyndarunglingur og hefur náð að standa sig
eins og hetja í gegnum þetta,“ segir Rebekka.
Rebekka var orðin föst í kvíða og ótta um
barnið sitt þegar hún leitaði sér sjálf hjálp-
ar til að takast á við þær tilfinningar. Sorg
hennar kom löngu eftir áfallið. „Ég var
lengi vel frosin – en svo reið – og svo
kom sorgin miklu seinna. Ég var
svo hrædd um stelpuna mína og
upptekin af henni og föðurfólkinu
hennar,“ segir hún.
Salbjörg segir að á erfiðleika-
tímum sem þessum sé eftirlif-
andi foreldri oft ekki í stakk
búið til að sinna börnum en þá
sé mikilvægt að fagaðilar fái nær-
samfélagið til að vinna með börn-
unum í umhverfi þeirra. „Það er
lögð áhersla á að barnið sé ekki
tekið út úr umhverfi sínu heldur
fái aðstoð í því og jafnframt að
fylgjast með atburðarásinni.
Það er afar mikilvægt að
börnum sé sagt frá því sem
gerðist eftir því sem aldur
þeirra leyfir,“ segir Sal-
björg.
Hún bendir á að
í hverjum skóla
eigi að vera við-
bragðsáætlun
fyrir dauðsföll
og sérstaklega
fyrir sjálfsvíg
barns eða for-
eldris.
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
Ég hafði
aldrei heyrt
um neinn
sem færi á
þennan veg.Bara snyrtilegt vink frá
fræðimanninum
„Ég hef fullan skilning á því að Haraldur
hafi notað þennan vettvang til að verja
sig,“ segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV,
inntur eftir viðbrögðum vegna uppákomu í
veðurfréttum stöðvarinnar
á dögunum. Þar svaraði
Haraldur Ólafsson veður-
fræðingur gagnrýni innan-
ríkisráðherrans, Ögmundar
Jónassonar. Ögmundur
hafði áður sagt á þingi að
engar viðvaranir hafi verið
gefnar út af veðurstofu
fyrir óveður sem gekk yfir
í september. Þessu hafnaði
Haraldur og notaði til þess
veðurfréttatímann.
„Þetta var ekki skipulagt
af fréttastofunni svo þetta
kom mér á óvart líkt og
öllum öðrum en ég get ekki
sagt annað en þetta hafi verið nokkuð
snyrtilega gert,“ segir Óðinn. Aðspurður
hvort það sé æskilegt að nota veður-
fréttatímann til þess að koma persónu-
legum skilaboðum á framfæri segir hann
að tilefnið hafi verið ærið. „Það áttu sér
stað mjög settlegar umræður um þetta í
þinginu en þar fór ráð-
herrann talsvert fram úr
sér og hafði uppi ummæli
sem ég held að hann sé
að mestu leyti búinn að
draga til baka. Haraldur
var bara að bera hönd
fyrir höfuð veðurfræð-
inga, og besti vettvangur-
inn til þess er líklegast
veðurfréttatíminn.“ Hann
segir að slíkt verði þó að
vera matsatriði hverju
sinni. „Þetta var bara
mjög snyrtilegt vink frá
fræðimanninum svo af
því verða engin eftirmál.“
Óðinn Jónsson, fréttastjóri
RÚV, sér ekkert athugavert
við það að Haraldur Ólafsson
hafi notað veðurfréttatíma
Sjónvarps til að koma áleiðis
skilaboðum.
Hnappur
Á heimasíðu Barnaheilla er tilkynningarhnappur þar sem tilkynna
má um refsiverða háttsemi gegn börnum, hérlendis sem erlendis.
Margrét Júlía Rafns-
dóttir, verkefnastýra
Barnaheilla
2 fréttir Helgin 9.-11. nóvember 2012