Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Síða 6

Fréttatíminn - 09.11.2012, Síða 6
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Nýr sportjeppi á hrikalega góðu verði Dacia Duster Kr. 3.990 þús. GROUPE RENAULT / NISSAN BL. ehf / Sævarhöfða 2 110 Reykjavík / Sími 525 8000 www.dacia.is Dísil 5,3L/100 km Þú leggur línurnar létt&laggott Metfjöldi útskrif- aðist úr Jarðhita- skólanum Alls útskrifuðust 33 nemendur úr Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi í október og hafa ekki áður verið fleiri í einni sex mánaða námslotu, að því er fram kemur í Vefriti um þróunarmál. Útskriftarhópurinn kom frá sautján löndum: Bangladesh (1), Kína (2), Djíbútí (1), El Salvador (2), Eþíópíu (3), Indlandi (1), Kenía (10), Malaví (1), Mexíkó (1), Nevis (1), Níkaragva (1), Papa Nýju Guineu (2), Filippseyjum (2), Rúanda (2), Sri Lanka (1), Tansaníu (1) og Úganda (1). Frá því Jarðhitaskól- inn var stofnaður 1979 hafa 515 vísindamenn og verkfræðingar frá 52 löndum lokið sex mánaða námi við hann. - jh  Elsta húsið hið fyrsta sEm friðað Er í Kópavogi Kópavogsbærinn friðaður Katrín Jakobsdóttir mennta- og menning- armálaráðherra hefur samþykkt tillögu Húsafriðunarnefndar um að friða gamla Kópavogsbæinn á Kópavogstúni. Bæjar- ráð Kópavogs fagnar friðuninni en bæjar- yfirvöld ákváðu nýverið að hefja undir- búning að nauðsynlegum lagfæringum á húsinu. Kópavogsbærinn er fyrsta húsið sem er friðað í Kópavogi. Friðunin nær til ytra byrðis húsasamstæðunnar, en elsta hús hennar var byggt á árunum 1902 til 1904. Húsið er elsta húsið í Kópavogi og var reist af Erlendi Zakaríassyni. Erlendur var steinsmiður og hlóð hann bæ sinn úr tilhöggnu grjóti og notaði steinlím með svipuðum hætti og hann hafði lært þegar hann vann við byggingu Alþingishússins á árunum 1880 til 1881. Húsið er nú í eigu Kópavogsbæjar og er eitt fárra steinhlað- inna húsa sem enn standa utan Reykja- víkur. „Því hefur það ásamt síðari tíma viðbyggingum mikið varðveislugildi sem eini uppistandandi vitnisburðurinn um elstu byggð Kópavogs og þann búskap sem stundaður var frá fornu fari á því svæði sem nú markar þéttbýli Kópavogs,“ segir á vef Húsafriðunarnefndar. Neðar á Kópavogstúni er Kópavogs- hælið, bygging Guðjóns Samúelssonar frá árunum 1925-26. Eins og fram hefur komið í Fréttatímanum hafa komið fram hugmyndir um safn á svæðinu er geymdi híbýlasögu frá landnámstíð. Þar væri í senn rakin híbýlasaga íslensks alþýðu- fólks frá upphafi byggðar hér á landi fram til loka 20. aldar og byggingarsaga Kópavogs; frá torfbæjum og heiðarbýlum sveita til tómthúsa þegar þéttbýli fór að myndast. Tilgangur húsafriðunar er að varðveita íslenska byggingararfleifð sem hefur menningarsögulegt gildi. Óheimilt er að gera breytingar á friðaðri húseign án leyfis Húsafriðunarnefndar. Kópavogsbærinn, elsta hús Kópavogs, hefur verið friðaður.  glæpir viðhorf íslEndinga til glæpa og sérstaKs saKsóKnara Vantrú á árangri sérstaks U m 93 prósent Íslendinga telja glæpi vera vaxandi vandamál, samkvæmt niður-stöðum úr rannsókn sem Helgi Gunn- laugsson, afbrotafræðingur og prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands, gerði í samstarfi við Félagsvísindastofnun HÍ í byrjun ársins. Alls töldu 84 prósent aðspurðra að glæpir væru stórt vandamál í samfélaginu. Flestir töldu afbrot tengd vímuefnaneyslu vera alvarlegasta vandamálið, 34 prósent að- spurðra, en litlu færri, 31 prósent, töldu efna- hagsbrot alvarlegust. Næst komu kynferðisbrot, sem 13 prósent aðspurðra töldu alvar- legust, 13 prósent nefndu annað ofbeldi og loks komu þjófnaðir og innbrot. Þó svo að efnahagsbrot væru nefnd meðal alvarlegustu glæpanna hér á landi taldi mikill meirihluti, 65 prósent, það ólíklegt að rannsóknir sérstaks saksóknara myndu enda með sakfellingu hinna grunuðu. Að sögn Helga hafa aldrei áður jafnmargir talið efnahags- brot alvarlegasta afbrotið. „Tæpur þriðjungur nefnir það nú og slaga þau hátt upp í fíkniefna- brot sem hafa ávallt verið talin alvarlegasta brotið frá því mælingar hófust árið 1989,“ segir hann. „Í fyrstu könnuninni, árið 1989 nefndu um 17 prósent svarenda efnahagsbrot sem alvarlegasta brotið en eftir það duttu þau nánast út. Þess má geta að árið 1989 var Hafskipsmálið svokallaða í algleymingi og efnahagsbrot því væntanlega ofarlega í huga fólks líkt og nú er,“ segir Helgi. Hann segir athyglisvert að mun færri nefni kynferðisbrot sem alvarlegasta glæpinn nú en áður en kynferðisbrot hafa á síðustu árum verið í öðru sæti á eftir fíkniefnabrotum í þessum könnunum. „Þess má geta að svarendur nefna bara eitt brot og því falla kynferðisbrotin hugs- anlega í skuggann af efnahagsbrotunum um þessar mundir, ef svo má að orði komast,“ segir Helgi. Fleiri virðast því hafa áhyggjur af efna- hagsbrotum í samfélaginu en kynferðisbrotum. Helgi segir það ekki koma á óvart hve margir telji glæpi vaxandi vandamál í samfélaginu. Þekkt sé að áhyggjur af glæpum í samfélögum séu ávallt meiri en tilefni gefur til, samkvæmt upplýsingum um þróun afbrota frá lögreglu. „Þó svo að afbrotum fækki eða standi í stað virðist sem fólk hafi ávallt áhyggjur af því að þeim sé að fjölga,“ segir Helgi. Hann segist enga eina skýringu hafa á þessu. „Fólk virðist skynja sem svo að afbrotum sé að fjölga og að umhverfið sé ávallt hættulegra í dag en áður var. Sumir hafa viljað kenna fjölmiðlum um en ég tel að ástæðan sé dýpri. Meira er fjallað um glæpi en áður, til að mynda ofbeldis- og kynferðisbrot, og verða þeir því meira áber- andi í umræðunni. Umræðan um glæpi vekur ótta og reiði hjá fólki – eins og við sjáum hvað varðar umræðuna um efnahagsbrotin núna. Meiri umræða um þau í kjölfar efnahagshruns- ins hefur orðið til þess að fleiri en nokkru sinni fyrr telja efnahagsbrot alvarlegustu glæpi sam- félagsins,“ segir Helgi. Aðspurður um vantrúna á árangri sér- staks saksóknara segist Helgi telja líklegustu skýringuna þá að fólki sé í fersku minni um- fangsmikil málaferli og rannsóknir í fleiri ár í tengslum við Baugsmálið svokallaða þar sem í lokin „fæddist lítil mús,“ segir hann. „Auk þess getur það haft áhrif hve langur tími fer í rann- sókn málanna. Fyrir tveimur árum tilkynnti sérstakur að verið væri að leggja lokahönd á fjölda mála en mörg þeirra hafa ekki enn litið dagsins ljós,“ segir Helgi. „Þetta tvennt gæti spilað saman.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Þriðjungur Íslendinga telur efnahagsbrot alvarlegasta glæpinn hér á landi en tveir af hverjum þremur hefur enga trú á að rannsókn sérstaks saksóknara skili árangri. Aldrei hafa fleiri haft áhyggjur af efnahagsbrotum en nú og falla kynferðisbrot nú í skuggann af hvítflibbaglæpum. Meiri umræða um þau í kjöl- far efnahags- hrunsins hefur orðið til þess að fleiri en nokkru sinni fyrr telja efna- hagsbrot alvar- legustu glæpi samfélagsins. Hvítflibbaglæpir hafa aldrei verið Íslendingum jafnmikið áhyggjuefni og nú. Lj ós m yn d/ N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es Helgi Gunn- laugsson, afbrota- fræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Verðlaunatillaga vegna viðbyggingar við MS Úrslit í hönn- unarsamkeppni um nýbyggingu við Menntaskólann við Sund voru kynnt nýverið og er ráðgert að byggingin verði tekin í notkun fyrir haustið 2015. Nítján tillögur um viðbyggingu og nýtt heildarskipulag á hús- næði skólans bárust. Höfundar verðlaunatillögunnar eru Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, Akos Doboczy, arkitekt og Zoltán V. Horváth, arkitekt hjá Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunni ehf. Í áliti dómnefndar að verðlaunatillgagan falli vel að framsæknu skólastarfi, samhliða því að byggingin samræmist vel núverandi skólabyggingu. „Hrífandi og hnitmiðuð tillaga sem vinnur einstaklega vel með áherslur skólans svo úr verður heildstæð og spennandi skólabygging“, segir í mati dómnefndar. Viðbyggingin verður um 2.700 fermetrar og leysir hún þann hús- næðisvanda sem skólinn hefur búið við lengi. - jh 6 fréttir Helgin 9.-11. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.