Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Qupperneq 11

Fréttatíminn - 09.11.2012, Qupperneq 11
T vöfalt fleiri karlar en konur á aldrinum 30-34 ára hafa ekki lokið framhaldsskólanámi hér á landi en hvergi í heiminum er meira brottfall úr framhaldsskóla en á Ís- landi. Rannsóknir sýna jafnframt að læsi meðal 15 ára drengja er með því minnsta sem gerist í löndunum sem við miðum okkur við, 23 prósent ís- lenskra drengja geta ekki lesið sér til gagns en um níu prósent stúlkna. Margfalt fleiri drengir en stúlkur í efstu bekkjum grunnskólans geta því ekki tileinkað sér námsefnið vegna lestrarerfiðleika. Hermundur Sigmundsson, pró- fessor í sálfræði við norska Tækni- og vísindaskólann, segir að rann- sóknir sýni að eðlilegt hlutfall þeirra sem ekki geta lesið sér til gagns sé um 5-6 prósent. „Það eru börn sem ekki ná almennilegum tökum á lestri af líffræðilegum ástæðum, svo sem vegna lesblindu,“ segir Hermundur. Hann segir að sterk tengsl séu á milli árangurs í efstu bekkjum grunnskóla og brottfalls úr menntaskóla. Um 95 prósent þeirra sem eru með hæstu einkunnirnar ljúka framhaldsskóla en 10 prósent þeirra með lægstu einkunnirnar. „Þetta segir mikið um það hversu mikilvægur grunnskólinn er í þessu ferli,“ segir Hermundur. Allt of mikið ólæsi Hermundur hefur unnið við rannsóknir á þessu sviði í nær tvo áratugi. „Það er ljóst að fjöldi þeirra drengja sem ekki geta lesið sér til gagns er miklu meiri á Íslandi en eðlilegt má teljast. Munurinn er 18 prósentustig. Það er allt of hátt og það verður að skýra það með þeim hætti að það skorti upp á kennsluna. Við erum ekki að ná að kenna þeim í skólanum,“ segir Hermundur. Hann segir að rannsóknir hafi sýnt að þeir sem ná bestum árangri í skóla séu þeir sem fá bestan stuðning heima. „Skólinn er hins vegar ekki að ná að sinna slakari nemendum sem ekki fá hjálp heima fyrir. Við getum ekki haft áhrif á félagslegar aðstæður þessara nemenda og því verður skólinn að koma til móts við þarfir þeirra með aukinni aðstoð við heimanám, sér- kennslu og þar fram eftir götun- um,“ segir Hermundur. „Þannig má auka líkurnar á því að þessi hópur nái betri árangri í grunnskóla og þar af leiðandi í framhaldsskóla,“ segir hann. „Lestur er grunnur fyrir allt ann- að nám og því verður að sinna lestr- arkennslu á fyrstu árum grunn- skólans betur,“ segir Hermundur. Í skýrslu starfshóps um námsárangur drengja sem unnin var á vegum Reykjavíkurborgar í fyrra kemur fram að ræða þurfi hvort þroskafræðilegur munur á drengjum og stúlkum geti mögulega haft áhrif á skipulag náms og kennslu. Hermundur segir að því hafi meðal annars verið haldið fram að drengir séu eldri en stúlkur þegar þeir eru tilbúnir til að læra að lesa. Hann segir að þróunarsálfræðin hafni þessu, utanaðkomandi þættir á borð við áreiti og reynslu spili þar inn í. Drengirnir hafi oft ein- faldlega minni reynslu í því að lesa og því þurfi að kenna þeim það, þjálfa betur hjá þeim lesturinn. Hermundur segir að börn læri best þegar sam- svörun er á milli áskorana og færni. „Þegar börn hafa mikla færni en fá litlar áskoranir þá leiðist þeim. Á sama hátt fá börn með litla færni og miklar áskoranir kvíða. Það þarf að tryggja að þarna á milli sé jafnvægi,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  MennTaMál BroTTfall úr fraMhaldsskóluM hvergi hærra en hér Lestrarkennsla í grunn- skólum ekki fullnægjandi Hermundur Sigmundsson, prófessor í sál- fræði við norska Tækni- og vísindaskólann, segir að grunn- skólinn sé afar mikilvægur þegar horft er til brottfalls úr framhalds- skóla. Því þurfi að huga betur að grunnfærni nemenda á fyrstu árum grunnskólans. Bæta þarf lestrarkennslu barna og auka læsi. BROTTFALL Fr amhaldsskól ar þriðj i hlut i „Lestur er grunnur fyrir allt annað nám og því verður að sinna lestrarkennslu á fyrstu árum grunnskólans betur,“ segir Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við norska Tækni- og vísindaskólann. E N N E M M / S ÍA / N M 5 2 2 0 2 Fast mánaðargjald fyrir aðgang að IP símkerfi Símavist hentar flestum gerðum fyrirtækja, óháð stærð og starfsemi. Með Símavist býðst fyrirtækjum að leigja IP símkerfi gegn föstu mánaðargjaldi sem ræðst af fjölda starfsmanna sem nota kerfið. Símkerfið er hýst í vélasölum Símans og fyrirtæki þurfa ekki að fjárfesta í vélbúnaði eða stýrikerfum. Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf í síma 800 4000 og sérfræðingar okkar finna hagkvæmustu lausnina fyrir þitt fyrirtæki. siminn.is · 8004000@siminn.is Vertu með símkerfið í öruggum höndum hjá Símanum Fyrirtæki fréttaskýring 11 Helgin 9.-11. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.