Fréttatíminn - 09.11.2012, Síða 22
Ólafur og Jóhanna sendu
Obama kveðjur
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
sendi Barack Obama heillaóskir í tilefni af
endurkjöri hans sem forseta Bandaríkjanna.
Hið sama gerði Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra.
Hrafnsauga hlaut barnabók-
menntaverðlaun
Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynj-
arsson hlutu Íslensku Barnabókaverðlaunin
fyrir bókina Hrafnsauga. Báðir eru fæddir
árið 1984. Kjartan er leiklistarnemi og Snæ-
björn er í japönskunámi.
Bæjarstjóri Akraness hættur
Árni Múli Jónasson hefur látið af störfum sem
bæjarstjóri á Akranesi. Jón Pálmi Pálsson
bæjarritari muni fyrst um sinn taka við dag-
legum embættisfærslum bæjarstjóra.
Þriðjungi fleiri kaupsamningar
Alls var ríflega 550 kaupsamningum um
fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í
október, hátt í þriðjungi fleiri en í september.
Heildarvelta fasteignaviðskiptanna í október
nam 16,4 milljörðum króna.
Stöngin inn í Þjórsárdal
Orðasamband úr íþróttamáli er heiti
verðlaunatillögu í hönnunarsamkeppni um
fornminjarnar að Stöng í Þjórsárdal. „Stöngin
inn“ heitir tillaga Karls Kvaran og Sahar
Ghaderi. Bæta á aðgengi að minjunum, færa í
upprunalegt horf og byggja yfir þær.
Sjúklinga burt af spítala-
göngum
Alvarlegt er að fólk liggi á göngum Land-
spítalans, segir slökkviliðsstjóri. Gangarnir
eru flóttaleið ef eldur kviknar. Slökkviliðið
þrýstir á Landspítalann að koma sjúklingum
burt af göngunum.
Nýir dagskrárstjórar
Margrét Marteinsdóttir var ráðin dagskrár-
stjóri útvarps og Skarphéðinn Guðmunds-
son dagskrárstjóri sjónvarps. Margrét
hefur starfað við útvarp og sjónvarp í 15 ár.
Skarphéðinn hefur síðustu fimm ár verið dag-
skrárstjóri Stöðvar 2.
Fimm sækja um embætti
hæstaréttardómara
Fimm sóttu um tímabundið embætti hæsta-
réttardómara: Aðalheiður Jóhannsdóttir,
prófessor við lagadeild HÍ, Arnfríður Einars-
dóttir, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur,
Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild HÍ,
Ingveldur Einarsdóttir, dómari við héraðsdóm
Reykjavíkur og Þorgeir Ingi Njálsson, dóm-
stjóri héraðsdóms Reykjaness.
Við getum öll lært af Grétu
Það fá ekki allir að fara
með börnin sín heim
Á svona stundum er ég þakklátust fyrir starfið mitt,“ hugsaði ég þegar ég hafði kvatt Grétu Ingþórsdóttur
eftir að ég hitti hana á heimili hennar fyrr
í vikunni. Fólk eins og Gréta gerir mig að
betri manneskju með æðruleysi sínu og
jákvæðni.
Hér í blaðinu er viðtal sem ég tók við Grétu
um veikindi og lát næstum níu ára gamallar
dóttur hennar, Emmu Katrínar, sem
lést fyrir fimm árum af völdum heila-
krabbameins. Gréta hafði skrifað
hugleiðingu í nýútkomna bók, Gleði-
gjafar, sem ég las – og hreifst af. Og
grét yfir.
Hvernig er annað hægt en að gráta?
Lýsingin á Emmu fær hana til að
dansa fyrir augum mér, hún stendur
uppi á borði og syngur og segir brand-
ara. Svo sprelllifandi – en samt svo
dáin.
Móðir henni lýsir henni á einlæg-
an og fallegan hátt. Geðrík er orðið
sem hún notar meðal annars – og það
stingur í hjartastað. Ég á eina svona
stelpu eins og Emmu. Við þekkjum öll
stelpu eins og Emmu.
En mig langaði að vita svo miklu meira en
fram kom í hugleiðingum Grétu í bókinni. Mig
langaði að vita hvernig hún tækist á við ótt-
ann, hvernig lífið héldi áfram, hvernig hún
kæmist hjá því að ásaka sjálfa sig eða aðra.
Ég var búin að vera með kvíðahnút í maga
allan daginn sem ég hitti hana. Ég hélt að það
yrði óbærilegt að ræða við móður um missi
barnsins síns.
Því ég hef einu sinni verið mjög nálægt
þessum stað. Svo nærri – að þegar ég stóð við
sjúkrarúm drengsins minn eitt sinn þar sem
hann lá á gjörgæslu eftir alvarlegt slys fimm
mánaða gamall kom mynd í huga mér. Mynd
af sjálfri mér og manninum mínum og börn-
unum okkar gangandi á eftir pínulítilli, hvítri
kistu í Dómkirkjunni, þar sem við höfðum gift
okkur þremur árum áður. Maður ræður ekki
við hugsanir sínar á erfiðum stundum.
En við fengum að fara heim með barnið okk-
ar. Fyrir það er ég eilíflega þakklát. Í hvert
sinn sem ég horfi á þennan hrausta, fallega,
fjögurra ára dreng fyllist ég þakklæti.
„Það fá ekki allir að fara með börnin sín
heim,“ sagði Gréta við mig. Það veit hún af
biturri reynslu.
Grétu hefur fæðst nýr sólargeisli því fyr-
ir ári eignaðist hún dóttur, Halldóru. Gréta
sagði mér frá því að hún hefði barist við erf-
iðar hugsanir þegar Halldóra var nýfædd. „Þá
var ég alltaf að sjá fyrir mér að það kæmi eitt-
hvað hræðilegt fyrir hana sem ég væri völd
að. Þetta er víst ekkert óalgengt meðal ný-
bakaðra mæðra. Þegar ég talaði um þetta við
hjúkrunarkonuna sem sinnti Emmu sem mest
og er góð vinkona okkar í dag sagði hún að ég
hugsaði þetta því ég vissi að hræðilegir hlutir
gætu komið fyrir börn. Ég hefði reynsluna af
því,“ sagði Gréta.
En hún lætur ótta sinn ekki stjórna lífinu –
og alls ekki lífi barna sinna. Hún orðaði það
svo eftirminnilega: „Þau verða að fá að lifa líf-
inu á sínum forsendum, ekki á þeim forsend-
um að við séum búin að missa barn og séum
þess vegna hræddari um þau.“
Og Gréta hugsar með gleði til áranna átta
sem hún átti með Emmu, heilbrigðri og glaðri
– og þakkar fyrir þau. Og þakkar fyrir hin
börnin sín þrjú – og nýtur með þeim hvers
dags. Og einmitt þess vegna var ekki erfitt að
tala við hana um Emmu eins og ég hafði óttast.
Við getum öll lært margt af Grétu. Munum
að þakka fyrir hvern dag.
Sigríður
Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
sjónarhóll
Ég á eina svona stelpu eins og Emmu.
Við þekkjum öll stelpu eins og Emmu.
VikAn í tölum
862 milljónir króna fær Landspítalinn til tækjakaupa á næsta ári þegar kosið verður til Alþingis. Ríkisstjórnin samþykkti 600 milljóna aukafjár-veitingu í vikunni. 3 daga þurfti Arn-aldur Indriðason til að tylla sér á topp sölulista
íslenskra
bókaverslana með nýja bók sína,
Reykjavíkurnætur. Listinn nær yfir
tveggja vikna tímabil.
95
þjóðir eru fremri okkur í getu á knatt-
spyrnuvellinum sé tekið mið af því að
íslenska karlalandsliðið er í 96. sæti
heimslista FIFA. Kvennalandsliðið
verður því áfram sómi okkar, sverð og
skjöldur á knattspyrnuvellinum.
36
matreiðslumenn og bakarar kepptu í
Eftirréttakeppni ársins 2012 sem lauk í
vikunni. Það var Fannar Vernharðsson
á Vox sem bar sigur úr býtum að þessu
sinni.
5
sóttu um embætti dómara við Hæsta-
rétt sem auglýst var laust til setningar
frá 1. desember til ársloka 2014.
43
prósent fækkun hefur orðið á inn-
brotum í Vesturbæ Reykjavíkur frá
2007. Á sama tíma hefur ofbeldis-
brotum fækkað um 46 prósent.
22 fréttir Helgin 9.-11. nóvember 2012 vikunnar