Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Side 24

Fréttatíminn - 09.11.2012, Side 24
 Í sland virðist smátt og smátt vera á leið út úr krepp- unni. Hagvöxtur er meðal þess sem best gerist í Evrópu og at- vinnuleysi er á undan- haldi. Nú verðum við að halda áfram á sömu braut; fjölga atvinnu- tækifærum og styrkja hag velferðar í landinu. Í mínum huga snýst jafnaðarstefnan um að ná jafnvægi milli þess að eiga sterkt vel- ferðarkerfi og öflugt atvinnu- líf. Velferðarkerfið leggur grunninn að verðmætasköpun- inni. Í gegnum menntakerfið styrkjum við virðisaukningu samfélagsins og vinnum að jöfnuði. Menntunin er lykillinn Með því að tryggja tækifæri allra, án tillits til efnahags, stéttar eða stöðu, til þess að afla sé menntunar og þroska hæfileika sína, erum við í reynd að færa út landamæri frelsisins. (Olof Palme) Með því að tryggja jafnt að- gengi allra að góðri menntun veitum við fólki jöfn tækifæri til að dafna í samfélaginu. Þannig teljum við jafnaðar- menn að frelsi einstaklingsins sé best tryggt með því að veita honum aðgengi að menntun, því þá getur hann sótt fram, látið drauma sína rætast, og tryggt sér og sínum öryggi og hagsæld. Um 30% Íslendinga á starfsaldri eru án nokkurar starfs- menntunar. Það er mikið áhyggjuefni enda eru þrefalt meiri líkur á atvinnu- leysi meðal þeirra sem eingöngu hafa grunnskólapróf en hjá hinum sem eru með háskólapróf. Þeim samfélögum farnast best sem byggð eru á sameig- inlegri ábyrgð allra á velferð almennings, hvort sem litið er til almennrar menntunar eða jafnvægis í tekjum og eignum. Þau eru jafnframt þau sam- félög sem reynast hvað sam- keppnishæfust á alþjóðlegum vettvangi. Kjarni jafnaðarstefnunnar Í fáum orðum má segja að stefna jafnaðarmanna krist- allist í því viðhorfi að velferð og jafn réttur allra til þjónustu verði ekki til án verðmæta- sköpunar og frelsis til athafna. Á sama hátt byggir sterkt at- vinnulíf á öflugu velferðarkerfi og góðri menntun. Velferðin leggur grunn að verðmæta- sköpuninni. Þetta er kjarni jafnaðarstefnunnar og verður ekki í sundur slitið. Magnús Orri Schram alþingismaður Fjögurra rétta matseðill, ferja og tónleikar 10.900.- www.videyjarstofa.is - videyjarstofa@videyjarstofa.is Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Viðey er yndislegur staður að heimsækja í kringum hátíðarnar. Íslenskur jólamatseðill í elsta steinhúsi á Íslandi. Jólatónleikar og kvöldverður í Viðeyjarstofu 16. - 17. nóv / 23. - 24. nóv 30. nóv - 1. des / 7. - 8. des -Í boði fyrir hópa og einstaklinga -Fleiri dagsetningar í boði fyrir hópa E ngum hefur dulist að umræðan í samfélaginu um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hefur á stundum einkennst af öðru en hógværð og háttvísi. Má jafnvel ráða af orðræðunni að um sé að ræða smá- vægilegt málefni, sem hægt sé að af- greiða með upphrópunum og vafasöm- um fullyrðingum. En svo er ekki. Aðild að ESB snýst um hagsmuni þjóðar- innar, velferð hennar og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Það er ekki hægt að taka upplýsta afstöðu til slíkra stór- mála á grundvelli rangra upplýsinga. Aðildarumsóknin snýst um hvað bætist við EES samninginn ef til að- ildar kemur, ekki um EES samninginn sjálfan og innihald hans. Hvað á að koma í staðinn? Stjórnmálasaga 20. aldar á Íslandi einkennist af átökum um stöðu Íslands á alþjóðavett- vangi og samstarf við aðrar þjóðir. Síðustu stórátökin snérust um aðild að EES samn- ingnum og þá voru stóru orðin ekki spöruð. Þegar við horfum til baka sjáum við að flestar hrakspárnar reyndust ekki á rökum reistar og enginn hefur stigið fram fyrir skjöldu og krafist þess að Íslendingar segðu sig frá samningnum. Engu að síður hefur málflutn- ingur andstæðinga aðildar að ESB snúist að miklu leyti um atriði, sem þegar eru hluti af EES samningnum. Er það sanngjarn málflutn- ingur? Er gagnrýni á efni, sem þegar er í EES samningnum til þess fallið að varpa ljósi á þær breytingar sem kunna að verða við fulla aðild? Það er augljóst að svo er ekki og að mínu mati er þetta dæmi um ómálefnalegan málflutning sem lýsir óvirðingu gagnvart þjóðinni. Hún verður að geta tekið upplýsta ákvörðun, sem byggist á staðreyndum um efni málsins en ekki óskylda hluti. Þeir sem nota efni EES samningsins sem rök gegn fullri aðild að ESB eiga að sýna þann kjark og heiðarleika að segja það hreint út að þeir vilji að EES samningnum verði rift. Og fyrir kurteisis sakir að greina jafnframt frá því hvernig við eigum t.d. að haga út- flutningi okkar gegnum þá tollmúra, sem risu í kjölfarið. Það er augljós vilji þjóðarinnar og sjálfsögð krafa að stjórnmálamenn tali saman af virðingu um menn og málefni. Má gera einnig þá kröfu til þeirra, sem halda úti vefsíðum og skrifa í fjölmiðla um þjóðfélagsmál- efni? Væri það ekki okkur öllum til heilla ef umræðan í samfélaginu um sameiginlega hagsmuni okkar væri hófstillt og málefnaleg? Svarið er aug- ljóst. Sýnið ykkar rétta andlit! Flest það sem samið verður um við ríkin í Evrópusambandinu er hægt að meta til kosta eða ókosta með hlutlægum hætti. Því er hægt að rökræða aðild að ESB á málefna- legum hátt ef menn svo kjósa. Og nota stað- reyndir máli sínu til stuðnings. Því miður er ranghugmyndum haldið að fólki í mörgum deilumálum og umræðan um aðild Íslands að ESB hefur ekki farið varhluta af því. Hver kannast ekki við talið um ferköntuðu tómat- ana, herskyldu ungra bænda og vitleysu af því tagi. Að mínu mati er það óvirðing gagn- vart fólkinu í landinu, sem á kröfu til að fá sannar og réttar upplýsingar, og málefna- lega umræðu, að slíku sé haldið á loft. Ég skora á andstæðinga ESB aðildar að mæta okkur, sem tölum fyrir aðild, á málefnalegum grunni og tala um það sem breytist við aðild að ESB en ekki um óskyld málefni. Þá skora ég á andstæðinga EES samningsins að sýna sitt rétta andlit en ekki fela sig á bak við að- ildarumræðurnar. Þjóðin á skilið heiðarlega og málefnalega umræðu. Sterkt velferðarkerfi og öflugt atvinnulíf Hvað vill jafnaðarmaður? Hagsmunir þjóðarinnar, velferð og staða á alþjóðavettvangi Tölum saman um mikilvæg mál Anna Margrét Guðjónsdóttir Sækist eftir 3. – 4. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík 24 viðhorf Helgin 9.-11. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.