Fréttatíminn - 09.11.2012, Side 28
Glæsileg gjöf* fyrir þig ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 6.900
eða meira í LYFJABORG dagana 7. – 13. nóvember.
Fimleikastrákurinn sem end-
aði á West End og Broadway
Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, er sá leik-
húsmaður á Íslandi sem hefur náð hvað lengst. Íslensk
útrás í leikhúsi var óhugsandi þegar Gísli útskrifaðist úr
Leiklistarskóla Íslands 2001 en er nú veruleiki. Mikael
Torfason hitti Gísla og reyndi að fá einhvern botn í af
hverju hann hefur notið svo mikillar velgengni.
M aður á að aldrei að taka viðtal við vini sína. Við Gísli Örn erum úr sama vinahópnum sem ætlaði sér stóra hluti um síðustu alda-
mót. Hann var framkvæmdastjóri Gemsa, bíómyndar
sem ég gerði, á meðan hann var enn í Leiklistarskól-
anum. Ég held annars að öllum sem hitti Gísla líði
eins og hann sé vinur þeirra. Hann er þannig týpa.
Það er ekki hægt annað en að líka vel við hann.
Þá er það frá. Gísli verður fertugur á næsta ári. Í
dag eru ellefu ár síðan hann útskrifaðist úr Leiklistar-
skóla Íslands. Eða hann útskrifaðist úr Listaháskól-
anum, fyrsti árgangur leiklistardeildar, og eins og við
flest vitum þá voru þau Nína Dögg Filippusdóttir par
áður en þau sóttu um skólavist og komust bæði inn.
Þau eiga tvö börn, Rakel Maríu og Garðar Sigur, og eru
stofnendur Vesturports ásamt bekkjarfélögum sínum,
þeim Víkingi Kristjánssyni og Birni Hlyni Haraldssyni,
og fullt af öðru leikhúsfólki (Ingvar E. Sigurðsson,
Ólafur Darri og fleiri).
„Við vildum fá frelsi til að gera eitthvað nýtt,“ út-
skýrir Gísli en ári áður en hann útskrifaðist höfðu þau
leigt húsnæði á Vesturgötu, gamlan skúr, Vesturport,
sem þau breyttu í leikhús. Enda er Gísli óvenju fram-
takssamur maður og rak Nótt og dag, póstkortafyrir-
tæki, með skólanum („ég var nú oft tekinn á teppið í
Leiklistarskólanum fyrir að vera með of mikil umsvif
og gsm-síma – ég var fyrsti nemandinn með gemsa,“
segir Gísli og hlær).
Dældi út frímiðum á Rómeó og Júlíu
Gísla var strax boðinn samningur hjá Þjóðleikhús-
inu þegar hann útskrifaðist en hann hafnaði honum
pent og fór í Borgarleikhúsið. Þar handsalaði hann
samning við Guðjón Pedersen leikhússtjóra sem lofaði
honum aðstöðu til að þróa þetta undarlega Rómeó og
Júlíu verkefni sitt. En meðfram því rak Gísli Vestur-
port ásamt sínu fólki öllu saman og strax sumarið
eftir útskrift leikstýrði Egill Heiðar Anton Pálsson
Diskópakki eftir Endo Walsh. Víkingur Kristjánsson
og Nanna Kristín Magnúsdóttir fóru með aðalhlutverk.
Egill leikstýrði Gísla í einleik eftir sama höfund þá um
sumarið og Gísli segir að þetta hafi nú verið frekar
erfitt allt saman fyrst um sinn.
„Þetta var ekki það sem maður myndi kalla „in-
stant success“. Einu sinni komu þrír á sýninguna mína
og það allt menn sem ég þekkti. Stefán Baldursson,
Sveinn Einarsson og Atli Rafn Sigurðarson,“ segir Gísli
sem hefur alltaf haft svo óbilandi sjálfstraust að hann
lét það ekkert á sig fá en þau lokuðu samt þessu hús-
næði sínu á endanum.
„Við byrjuðum þrettán listamenn að reka þetta hús-
næði og fljótlega urðum við að þrettán húsvörðum.
Húsnæðið át upp allar tekjur og alla styrki og öll okkar
vinna fór í að reka þennan kofa,“ útskýrir Gísli og það
varð því úr að hann og Vesturport ákváðu að ná frekar
samningum við þau hús sem þegar voru í fullum
rekstri, eins og Borgarleikhúsið.
Meira að segja hin ótrúlega vinsæla sýning Vestur-
ports á Rómeó og Júlíu Shakespeares sló ekki í gegn
yfir nótt. Þetta var stór sýning með þrettán leikurum
sem allir áttu hlut í sýningunni og fengu eingöngu laun
af miðasölunni. Flest var þetta óþekkt fólk þá fyrir utan
Margréti Vilhjálmsdóttur og Ingvar E. Sigurðsson.
Gísli var nýútskrifaður en hann framleiddi sýninguna,
leikstýrði og lék aðalhlutverkið aðeins ári eftir að
hann útskrifaðist. Og viðtökurnar voru strax blendnar.
Gagnrýnanda Morgunblaðsins fannst þetta innihalds-
laust flipp.
„Það tók langan tíma að fylla salinn á Rómeó og
Júlíu,“ útskýrir Gísli og leikarar voru varla að hala inn
þúsund krónur á sýningu fyrstu vikurnar. „Fimmtíu
manns í salnum. Ég sá fram á að það myndi taka mörg
ár fyrir sýninguna að spyrjast út. Þetta var áður en
hægt var að skapa stemningu á internetinu. Við urðum
að djöflast sjálf. Ég flakkaði á milli hárgreiðstofa og
bauð starfsfólkinu að koma á sýninguna. Ég dældi
út frímiðum til að skapa umtal og fylla salinn. Kenn-
arar, hjúkrunarfræðingar, læknar,“ segir Gísli en hann
reyndi að miða á þær stéttir sem ættu í samskiptum við
fólk almennt.
Í raun má segja að uppsetning Vesturports á Rómeó
og Júlíu hafi ekki náð hylli fyrr en það spurðist út að
Young Vic vildi fá hópinn til London.
Háður aganum úr fimleikum
Það voru enskir leikarar sem villtust inn á sýningu
Vesturports sem plöntuðu hugmyndinni um að hún
ætti erindi til Englands. Þeim fannst þetta frábær sýn-
ing og Gísli og vinur hans, Gottskálk Dagur Sigurðar-
son leikari, sendu öllum leikhússtjórum í London boð
um að koma til Íslands og fara í Bláa lónið, hestaferð
og leikhús. Aðeins eitt svar barst og það var frá Young
Vic. Leikhússtjórinn mætti og bauð þeim út.
„Það hefði verið mjög auðvelt að hætta með Rómeó
og Júlíu, svona eftir á að hyggja, en það hvarflaði aldrei
að mér,“ segir Gísli og bendir á að þetta hafi verið
fyrsta stóra verkefnið hans. Hann var stoltur af sýning-
unni og gamli fimleikastrákurinn kom upp í honum.
Það þurfti bara að sinna þessu. Vakna á morgnana og
taka slaginn.
Þannig var æska Gísla og fram yfir tvítugt var hann
agaður íþróttamaður sem gafst aldrei upp. Hann var í
fimleikum og þegar flestir vinir hans hættu og fóru að
taka þátt í félagslífinu í MH hélt Gísli áfram að vakna
hálf sjö á morgnana og fara í fimleikasal á langa æfingu
áður en hann mætti í skólann. Og ef maður spyr hann
Gísli Örn
kom heim
frá Noregi
og ætlaði að
gefa út blað
en áður en
hann vissi
af var hann
kominn inn
í Leiklistar-
skóla Íslands.
Ljósmynd/Hari
Framhald á næstu opnu
28 viðtal Helgin 9.-11. nóvember 2012