Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 09.11.2012, Qupperneq 32
TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI NÝR VEISLUBAKKI ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. PEKING ÖND Steikt Peking önd með Peking sósu, gúrkum, blaðlauk og salatblöndu í mjúkri tortilla köku. 565 6000 eða á www.somi.is Frí heimsending* Pantaðu í síma PRÓFAÐUEITTHVAÐNÝTT! 30 bitar 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns TORTILLA OSTABAKKI Hann er bara mjög mikill einfari, saklaus og mjög almennilegur strákur, ég hefði aldrei trúað þessu upp á hann nema ég fengi að sjá það svart á hvítu. Ástríðumorð í Hafnarfirði Sunnudaginn 15. ágúst árið 2010 kom Guðlaug Matthildur Rögnvaldsdóttir að unnusta sínum og sambýlismanni, Hannesi Helgasyni, látnum á heimili þeirra að Háabergi í Hafnarfirði. Aðkoman var skelfileg og ljóst að Hannesi hafði verið ráðinn bani með eggvopni. Almenningur var að vonum sleginn óhug og síst dró úr honum þegar rannsóknin dróst á langinn og dagarnir liðu án þess að nokkur væri grunaður um ódæðið. Fjórði þátturinn af Sönnum íslenskum sakamálum á Skjá einum á mánudaginn fjallar um þetta hryllilega morð. H annes Helgason fannst látinn í blóði sínu heima hjá sér laust eftir hádegi. Að- stæður á vettvangi glæpsins bentu til þess að sá sem myrti hann hefði komið að honum sofandi og veist að honum með eggvopni. Hannes átti það til að skilja útidyr heimilis síns eftir ólæstar og þótti ljóst að hann hefði gengið til náða þessa ör- lagaríku nótt án þess að læsa að sér. Morðinginn átti því greiða leið að honum og gat komið honum í opna skjöldu. Kvöldið áður voru Hannes og unn- usta hans, Guðlaug Matthildur, að skemmta sér en urðu viðskila þegar Hannes fór heim frekar snemma. Guðlaug sofnaði síðar um nóttina á heimili æskufélaga síns, Gunnars Rúnars Sigþórssonar, sem skutlaði henni heim um hádegisbil. Hann bauðst til þess að fylgja henni inn en hún þáði það ekki og kom ein að Hannesi látnum. Morðingi gekk laus Framan af stóð lögregla ráðþrota gagnvart glæpnum og lítið var um vísbendingar sem gæti komið henni á slóð morðingjans. Dögum saman gekk morðinginn því laus og þurfti að leita allt aftur til ársins 2004 og morðisins á Sri Rahmawati en þá liðu 22 dagar þar til Hákon Eydal, fyrrverandi sambýlismaður hennar og barnsfaðir, var fyrst yfirheyrður grunaður um aðild að hvarfi hennar. Ýmsar sögusagnir fóru á kreik í þessu tómarúmi og þar sem Hannes hafði átt í viðskiptum í Litháen skaut sú kenning upp kollinum að hann hefði átt í útistöðum við glæpalið þar í landi og leigumorðingi þaðan hafi verið gerður út til þess að ráða hon- um bana. Þessi kenning var meðal annars studd orðrómi um að morðið hafi verið fagmannlegt og Hannes stunginn í mikilvæg líffæri. Á tíma var því jafnvel talið að morðinginn væri horfinn af landi brott. Ástsjúkur morðingi Ástæðan fyrir morðinu reyndist hins vegar miklu nærtækari og böndin tóku að berast að Gunnari Rúnari, vini Guðlaugar. Hann hafði nokkru áður vakið mikla athygli þegar hann játaði ást sína á Guð- laugu á YouTube. Gunnar Rúnar var handtekinn, haldið í sólarhring en sleppt. Þegar hann var handtekinn í seinna skiptið var hann úrskurð- aður í fjögurra vikna gæsluvarðhald enda var hringurinn þá farinn að þrengjast um hann og hann játaði að lokum að hafa myrt Hannes. Eftir að játning lá fyrir ræddi Guðlaug málið við DV og hafði meðal annars þetta að segja: „Það var margt sem benti til þess að hann hefði gert þetta. Svo var líka svo margt sem benti til þess að hann hefði ekki gert þetta eins og til dæmis það að hann leyfði mér að labba inn eftir að hann skutlaði mér heim, og hann sendi mér samúðar- skeyti á Facebook.“ Játningin kom Guðlaugu því á óvart og hún átti ekki von á öðru eins frá sínum gamla skólafélaga sem Hannes hafði tekið vel og komð fram við eins og félaga og vin. „Hann er bara mjög mikill einfari, saklaus og mjög almennilegur strákur, ég hefði aldrei trúað þessu upp á hann nema ég fengi að sjá það svart á hvítu.“ Fjölskylda Hannesar fylgdist að vonum náið með framvindu málsins og þegar sannleikurinn lá loks fyrir gat faðir hans, Helgi Vilhjálmsson, jafnan kenndur við sælgætisgerðina Góu, ekki leynt léttinum í samtali við DV.is: „Hún var mjög góð, að fá svar við þessu, og góð fyrir þjóðina líka myndi ég halda. Þetta nátt- úrulega er mjög slæmt mál að þetta skuli vera til í svona litlu bæjar- félagi,“ sagði Helgi sem átti ekki von á þessari niðurstöðu: „Það er búið að yfirheyra svo marga. Maður hefur bara fylgst með þessu hjá þessum ágætis mönnum sem rann- saka þetta mál. Ég vil bara óska þeim til hamingju með það hvað þetta hefur gengið vel. Það hlýtur að vera mjög gott fyrir alla. Þetta búið að vera mjög erfitt.“ Vandlega skipulagt morð Gunnar Rúnar var 23 ára gamall þegar hann var handtekinn. Lög- regla fór fram á geðrannsókn yfir Gunnari Rúnari og gaf ekkert uppi um hugsanlegar ástæður fyrir morðinu. Þó þótti ljóst að Gunnar Rúnar var gagntekinn af ást til Guðlaugar og flest benti til þess að hann vildi með ódæðinu ryðja þeirri hindrun sem hann taldi Hannes vera úr vegi. Á daginn kom að hann hafði lagt á ráðin mánuðum áður en hann lét til skarar skríða. Og guggn- að á framkvæmdinni áður. Mánuðina fyrir morðið hafði Gunnar Rúnar æft japansku bardaga íþróttina sem kennd er við ninja en sú list gengur ekki síst út á að læðast og fara um óséður og beita vopnum. Gunnar lýsti því yfir á Facebook-síðu sinni þremur dögum áður en Hannes fannst látinn að hann væri kominn með græna beltið í ninjutsu. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Sviðsetningar eru veigamikill þáttur í frásögn Sannara íslenskra sakamála. Hér er Hannes sýndur hitta manninn sem síðar réði honum bana. Gunnar Rúnar Sigþórsson huldi andlit sitt áður en hann veittist að Hannesi Helgasyni í skjóli nætur. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Hannes var myrtur á milli klukkan fimm og tíu að morgni sunnudagsins 15. ágúst. Eftir að hafa lagt til Hannesar með hnífi lét Gunnar Rúnar eins og ekkert hefði í skorist og skutlaði unnustu Hannesar á morðstaðinn. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS DRAUMURINN UM VEGINN 4. hluti Lærisveinar vegarins 32 sakamál Helgin 9.-11. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.