Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Page 38

Fréttatíminn - 09.11.2012, Page 38
lifandi lífsstíll 1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012 2 Ábyrgðarmaður: Arndís Thorarensen Ritstjórn: Ásdís Ýr Pétursdóttir Hönnun og umbrot: Jónsson & Le’macks / jl.is Ljósmyndari: Steingrímur Árnason Forsíðumynd: Sveinn Speight @lifandimarkadur Kæru lesendur. Það er skemmtilegt að hugsa um heilsuna, njóta lífsins og góðs matar. Það er gleðiefni hvað framboð og aðgengi að lífrænum og náttúrulegum vörum er að aukast. Við finnum það sterkt í samfélaginu, ekki síst á frábærum viðtökum við nýju versluninni okkar í Fákafeni, að það að velja lífrænt er ekki lengur bara áhugamál lítils hóps brautryðjenda heldur er að verða almennt og sjálfsagt. Hálfgerð bylting. Fyrir mig snýst heilsusamlegur og lifandi lífsstíll fyrst og fremst um gæði í öllu sem maður gerir og því sem maður borðar. Hins vegar þarf það ekki að vera „allt eða ekkert“ heldur er hvert lítið skref í áttina að betri heilsu og grænni lífsstíl það sem skiptir máli. Aðalatriðið er að lifa lífinu á eigin forsendum og njóta þess! Ég vona að 2. tölublað af Lifandi lífsstíl muni veita ykkur innblástur og áhugaverðan fróðleik um hollustu og heilbrigði í sátt við menn, dýr og umhverfið. Verið hjartanlega velkomin í matvöruverslanir og veitingastaði okkar í Fákafeni, Borgartúni og Hæðasmára. Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu, spennandi og fjölbreyttu vöruúrvali sem og fallegu umhverfi og notalegri stemmningu. Njótið vel! Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri. Með gæði og gleði að leiðarljósi – mestu gæði sem í boð i eru hverju sinni – áhersla á lífrænt hrá efni Ferskvörur í Lifandi markaði Í verslunum okkar bjóðum við upp á fjölbreytt úrval lífrænna ávaxta og grænmetis sem við flytjum inn sjálf. Við leggjum einnig mikla áherslu á að bjóða gott úrval af íslensku grænmeti og ferskum kryddjurtum. Ferskt kjöt frá Kjöthöllinni, sérvalið og án aukefna. Ferskur ósprautaður kjúklingur frá Holtakjúklingi. Frosið lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk og lífrænt nautakjöt frá Búlandi. Carpaccio, grafið naut og kindakæfa án auk- efna frá Sogni. Ferskur fiskur – úrvalið endurspeglar það ferskasta hverju sinni. Við bjóðum einnig reyktan og grafinn villtan lax og frosinn túnfisk og skelfisk. Lífræn heilkorna súrdeigs- brauð frá Sandholti á hverjum degi og nýbakaðar lífrænar skonsur og croissant með kaffinu. Auk þess bjóðum við lífrænt brauð frá Brauðhúsinu og úrval af bakkelsi frá Sólheimum í Grímsnesi. Lífrænar mjólkurvörur inni- halda meira af Omega-3 fitu- sýrum en hefðbundar. Við bjóðum fjölbreytt úrval, bæði af lífrænum og hefðbundnum mjólkurvörum, eins og mjólk, ostum, smjöri, jógúrti, skyri og fleira. Lifandi markaður hefur tekið í fóstur fimm íslenskar land- námshænur á Tjörn á Vatns- nesi og fáum við eggjasendingu vikulega. Hænurnar fá eins mikla útivist og þær kjósa allt árið um kring og hafa frjálsan aðgang að fóðri og vatni eftir þörfum. Auk þess seljum við vistvæn brúnegg. Í lífrænum landbúnaði er búfénaður að mestu leyti fóðraður með grasi og jurtum en ekki korni eins og algengt er. Þá er dýrunum tryggt eðlislægt líferni og útivist árið um kring. Við trúum því að þetta stuðli að hollari afurðum og að sjálfsögðu velferð dýranna. www.lifandimarkadur.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.