Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Page 44

Fréttatíminn - 09.11.2012, Page 44
lifandi lífsstíll 1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012 8 lifandi stemmning, spennandi vörur, ljúffengur matur Náttúrulegar snyrtivörur í uppáhaldi Ásdís hefur mikla þekkingu og reynslu úr heilsugeiranum þar sem hún hefur starfað í 13 ár, þar af í þrjú ár hjá Lifandi markaði. Hún er lærður nuddari og starfaði sem slíkur um skeið og lærði svo heildræna næringarfræði (holistic nutrition) í Bauman College í Bandaríkjunum. „Það hefur hefur verið mjög spennandi að taka þátt í að þróa verslunina í Fákafeni frá grunni,“ segir Ásdís. „Þetta er ofsalega lifandi starf og við leggjum okkur fram um að veita persónulega þjónustu og góðar upplýsingar um þær vörur sem við erum með.“ Notar einungis náttúrulegar snyrtivörur „Fyrir utan lífrænt ferskt grænmeti og ávexti, kaupi ég alltaf allar snyrtivörur hér í Lifandi markaði. Ég hef prófað nánast allar vörurnar enda finnst mér það mikilvægt til að geta miðlað reynslunni til viðskiptavina. Þessa dagana er ég að prófa nýju Marokkó/Argan olíuna sem er frábær fyrir húð og hár.“ „Það er gaman að hugsa um heilsuna. Við viljum skapa umhverfi þar sem er skemmtilegt að koma að versla og borða góðan, hollan mat. Nú, eða bara slaka á í sófahorninu og njóta kaffibolla í fallegu og kósý umhverfi.“ Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi markaðar. Stærsta verslun Lifandi markaðar til þessa opnaði á dögunum í Fákafeni 11. Úrval ferskvöru hefur verið stóraukið, eins og grænmeti, ávextir, kjöt, fiskur, mjólkurvörur og tilbúnir réttir til að elda heima. Loforð Lifandi markaðar er að selja einungis gæðavörur án óæskilegra fyllingar- og aukefna. Vöruúrvalið samanstendur af hreinum mat og hreinlætis- og snyrtivörum úr heilnæmum hráefnum sem eru að stærstum hluta lífrænt vottaðar. Verslanir Lifandi markaðar eru hannaðar af Leifi Welding. Lifandi markaður státar af mesta úrvali lífrænna vara á landinu. Ný glæsileg matvöruverslun og veitingastaður í Fákafeni Ásdís Birna Þormar, verslunarstjóri Lifandi markaðar í Fákafeni.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.