Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Page 46

Fréttatíminn - 09.11.2012, Page 46
lifandi lífsstíll 1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012 10 Mannrækt og gleði í matargerð „Karlar sem kokka“ Kokkaráð Bjössa 1. Notaðu alltaf úrvals hráefni, hreint og aukaefnalaust. 2. Gott salt og rétt notkun á sýru (edik, sítrónusafa, límónusafa) dregur fram besta bragðið í matnum. 3. Alltaf að smakka á meðan þú ert að elda. 4. Leyfðu kjötinu /grænmetinu að steikjast á pönnunni eða grillinu í góða stund áður en byrjað er að hræra og hreyfa við því. 5. Þurrkrydd skal notað í byrjun eldamennskunnar en ferskar kryddjurtir í lokin. 6. Gerðu fullt af mistökum! Það er eina leiðin til að læra. 7. Hafðu gaman af því að elda. Settu góða tónlist á fóninn og njóttu! „Það rann upp fyrir mér ljós á síðasta ári, að ástríða mín væri ekki lengur í fjármálageiranum heldur í því fólgin að setja á mig svuntuna í lok dags og elda góðan mat fyrir fjölskylduna,“ segir Björn Skúlason kokkur frá Natural Gourmet Institute í New York. „Að elda er mín sköpun og þar fæ ég mína útrás.“ Björn er menntaður viðskiptafræðingur frá Bandaríkjunum og með meistaragráðu í stjórnunar- sálfræði frá Essex University í Bretlandi. Hann starfaði í fjölmörg ár í fjármálageiranum en ákvað að söðla um og láta draum sinn rætast um að fara í kokkanám. Heilsusamleg „gourmet“ matargerð „Það eru mörg ár síðan við hjónin fórum markvisst að takmarka unninn mat og leggja áherslu á að elda allt frá grunni.“ Björn segir þetta meðal annars ástæðu þess að hann valdi kokkaskólann Natural Gourmet Institute í New York. Þar er áherslan á heilsusamlega matargerð og einungis unnið með lífrænt ræktað hráefni, aðallega grænmeti en einnig kjúkling, fisk og egg. „Við þurfum sem þjóð að breyta áherslunum í mataræði okkar – að hafa kjöt í minnihluta, en samt til staðar, en að auka hlutfall grænmetis.“ Björn segir námið og skólann hafa farið fram úr væntingum sínum. „Þetta er það skemmti- legasta sem ég hef gert. Þótt útkoman hefði ekki verið neitt annað en að læra að elda hollari mat fyrir fjölskylduna mína, þá var þetta þess virði. Ég er hins vegar staðráðinn í að gera eitthvað meira með þetta og mig langar að byrja á því að miðla því sem ég lærði.“ Matreiðslunámskeið fyrir karla Björn verður með sérsniðið matreiðslunámskeið fyrir karlmenn fimmtudaginn 15. nóvember nk. hjá Lifandi markaði í Hæðasmára kl. 19- 22. Námskeiðið er fyrir alla karlmenn sem eru áhugasamir um eldamennsku, bæði þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem og ástríðukokka sem vilja læra eitthvað nýtt og spennandi. Einungis verður pláss fyrir 10 þátttakendur á námskeiðinu og mun hópurinn elda saman 2-3 gómsæta rétti frá grunni þar sem notast er við úrvals hráefni, bæði kjöt og grænmeti. „Þetta verður góð kvöldstund, nokkrir strákar að elda góðan mat, spjalla og borða svo saman.“ Hollusta snýst um gæði hráefnisins „Mín hugmynd um hollustu er ekki endilega að aðhyllast ákveðnar stefnur í mataræði, eins og grænmetisfæði, glútenlaust, paleo og þar fram eftir götunum. Málið snýst um þann einfalda sannleika að nota gott, ómengað og óblandað hráefni, og að nota góð krydd, góð sölt og góðar olíur,“ segir Björn. Hann leggur áherslu á að elda allt frá grunni og nota hreint, óunnið hráefni og sneiða hjá allskyns auka- og fyllingarefnum. „Hamborgari er til dæmis ekkert óhollur ef hann er gerður á réttan hátt. Aðalatriðið er að nota gæða- hráefni, að þú vitir hvaðan það kemur og hvert innihaldið er.“ Heilsan okkar stærsti auður „Það er frábært að láta drauma sína rætast og starfa við það sem maður hefur ástríðu fyrir. Ég var að vinna í fjármálafyrirtæki þar sem starf mitt snerist um að hugsa um auð fólks en á ákveðnum tímapunkti áttaði ég mig á því að stærsti auðurinn sem við eigum er heilsan okkar – og heilsusamlegur lífsstíll hefst á góðri næringu.“ Skráning á námskeiðið „Karlar sem kokka“ er á www.lifandimarkadur.is Nýtt matreiðslunámskeið hjá Lifandi markaði

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.