Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Page 64

Fréttatíminn - 09.11.2012, Page 64
Helgin 9.-11. nóvember 201248 tíska Ný sending góð verð s.512 1733 - s.512 7733 Kringlan - Smáralind www.ntc.is | erum á Fylltir ökklaskór m/reimum 11.995.- Ökkla hælaskór 11.995.- Ökklastígvél m/studs 14.995.- Ökklaskór m/sylg jum 14.995.- Mokkasíur m/sylg ju 5.995.-  ATMO ný verslun Að lAugAvegi 89 Sextíu íslenskir hönnuðir undir sama þaki Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri ATMO, hefur unnið að framkvæmdum ATMO í eitt og hálft ár. Húsið er skreytt af íslenskum lista- mönnum, bæði að innan og utan. F immtudaginn næstkomandi, þann 15. nóvember klukkan 16, mun nýja versl-unin ATMO opna í gamla Sautján hús- inu að Laugavegi 89, en þar munu um 60 ís- lenskir hönnuðir koma saman í 3000 fermetra rými og selja hönnun sína. „Íslensk hönnun er í miklum blóma og það er nauðsynlegt að við eflum þessa atvinnugrein enn meira. Það hefur vantað verslun sem þessa hér á landi, þar sem íslensk hönnun hefur sameinast í eitt húsnæði, og er þetta vonandi byrjunin á stækkandi markaði, bæði hér á landi og erlendis fyrir íslenska hönnun,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri ATMO. „Hugmyndin spratt upp fyrir þremur árum þegar lítill hópur stofnaði Reykjavík Fashion Festival og í fyrsta skipti á Íslandi náðum við að sameina alls 22 hönnuði sem tóku þátt á hátíðinni það árið. Við fundum fyrir því að fólk vissi oft ekki hvar hægt eða hvernig væri hægt að nálgast þær íslensku vörur sem sýndar voru á RFF þetta árið. Út frá því fæddist sú hugmynd að búa til aðgengilegri sölukanal þar sem fólk getur nálgast vörur margra íslenskra hönnuða undir sama þaki. Hug- myndin hefur stækkað gríðarlega síðan við byrjuðum að vinna í þessu verkefni sem var fyrir einu og hálfu ári, en í húsinu verður til sölu fatnaður, skór, húsmunir, snyrtivörur, skartgripir, tónlist, bækur og ýmislegt fleira íslenskt.“ Í kjallaranum mun þó önnur stefna vera lögð sem snýr að endurnýtingu á fatnaði sem samræmist um- hverfisstefnu ATMO. Þar verður sett upp verslunin Níu líf sem rekin er í samstarfi við Rauða krossinn. „Á hverju ári eftirláta Íslendingar um 1200 tonn af fatnaði til Rauða Krossins. Við munum njóta góðs af þessu gríðarlega magni og mun Níu líf vera „vintage“ verslun sem selur vörur frá Rauða krossinum. Hönnuðir og stílistar verða sendir í flokkunarstöð Rauða Krossins þar sem þeir handpikka fatnað sem hentar vel fyrir verslunina. Rauði Krossinn mun svo njóta góðs af sölu verslunarinnar.“ Mikið líf og fjör verður í þessu stóra rými og leggja íslenskir listamenn nú lokahönd á að skreyta húsið bæði að innan og utan. „Það er mikil eftirvænting fyrir þessari nýju verslun og eru ekkert nema spennandi tímar fram undan. Íslensk tónlist mun hljóma í verslun- inni og mun veitingastaðurinn Gló koma sér fyrir á tveimur stöðum í húsinu. Það verður létt kaffihúsa- stemning á fyrstu hæðinni, þar sem hægt er að koma sér vel fyrir með veitingar og lesa sérpöntuð hönnunar- og tískublöð.“ Kolbrún Pálsdóttir kolbrun@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.