Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Síða 74

Fréttatíminn - 09.11.2012, Síða 74
58 bíó Helgin 9.-11. nóvember 2012 Wac- howski- systkinin lögðu líf og sál í Cloud Atlas og gerðu hana af ástríðu og hug- sjón.  Cloud AtlAs WAChoWski-systkinin reynA hið ómögulegA s káldsagan Cloud Atlas kom út árið 2004. Í henni hrærir höfundurinn Da-vid Mitchell saman öllum mögulegum skáldskapargreinum í flókinn og marglaga vísindaskáldskap sem teygir sig frá ströndum Kyrrahafsins árið 1849 til framtíðarinnar, nánar tiltekið ársins 2144. Persónur renna sundur og saman og sjónarhornið færist á milli ólíkra sögusviða og tímaskeiða. Sögu- þráðurinn er því vægast sagt flókinn og ekki verður gerð tilraun til þess að rekja hann hér. Sjón er líka sögu ríkari og ekki þarf að deila um að með Cloud Atlas býður þríeykið, Tom Tykwer, Lana og Andy Wachowski upp á magnað sjónarspil. Þau þykja hafa teflt ansi djarft með því að ráðast í gerð Cloud Atlas og stóru kvik- myndaverin héldu að sér höndum og vildu ekki veðja fé sínu á myndina. Cloud Atlas er því sjálfstæð mynd og ein sú dýrasta í sögunni sem flokkast sem slík. Hún er fjár- mögnuð af óháðum aðilum að því undan- skildu að Warner Bros lagði til 15 milljónir dollara til þess að tryggja sér dreifingarrétt- inn á myndinni í Bandaríkjunum og víðar. Wachowski-systkinin lögðu líf og sál í Cloud Atlas og gerðu hana af ástríðu og hug- sjón og hafa látið hafa eftir sér að þeim hafi verið alveg sama þótt myndin myndi ekki skila hagnaði. Slíkur var ákafinn í að gera hið ómögulega og kvikmynda söguna. Cloud Atlas er sögð kanna hvernig gjörðir einstaklinga hafi áhrif á líf annarra í fortíð, nútíð og framtíð. Hvernig sál morðingja þró- ast yfir í hetju og hvernig góðverk bergmálar í gegnum aldirnar og endar með því að verða kveikjan að byltingu. Þessu flókna samspili fortíðar, nútíðar og framtíðar er ekki síst komið til skila með því að láta sömu leikarana leika mörg hlutverk og túlka persónur á öllum sögusviðunum. Tykwer og Wachowski-systkinin fengu einvala lið leikara til liðs við sig og þar ber helstan að nefna Tom Hanks en almennileg hreyfing komst ekki á framleiðslu Cloud Atlas fyrr en Hanks sló til. Í öðrum mikil- vægum hlutverkum eru ekki ómerkari leik- arar en Halle Berry, sá frábæri Breti Jim Broadbent og Hugo Weaving sem er sjaldan langt undan þegar Wachowski-systkinin búa til bíó. Hann setti mark sitt eftirminni- lega á Matrix sem Agent Smith og var ekki síðri í hlutverki byltingarmannsins V í V for Vendetta þótt andlit hans væri hulið grímu alla myndina. Cloud Atlas var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun sept- ember og var heldur betur vel tekið en að lokinni sýningu stóðu frumsýningargestir í tíu mínútur og klöppuðu myndinni og að- standendum hennar lof í lófa. Gagnrýnendur hafa hins vegar skipst í tvo flokka. Sumir hrósa myndinni í hástert á meðan öðrum finnst lítið til koma. Reynsluboltinn Roger Ebert er í fyrri hópnum og hefur ausið myndina lofi. Flókinn söguþráðurinn þykir líklegur til þess að standa í bandarískum bíógestum en að sama skapi má veðja á að íslenskum bíóglápurum og öðrum í Evrópu falli myndin vel í geð. Cloud Atlas er án efa ein áhugaverðasta kvikmyndin sem sýnd verður á þessu ári. Myndin byggir á samnefndri skáldsögu eftir David Mitchell og sjálfsagt er engu logið þegar sagt er að fáar bækur séu síður til þess fallnar að kvikmynda. Wachowski-systkinin, sem þekktust eru fyrir Matrix-þríleikinn, létu þetta þó ekki aftra sér, skrifuðu handrit upp úr bókinni og fengu félaga sinn Tom Tykwer, leikstjóra Run Lola Run, til þess að leikstýra. Afraksturinn er frum- sýndur á Íslandi um helgina. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Flókin flétta fortíðar og framtíðar Jim Broadbent og Tom Hanks í tveimur af mörgum hlutverkum sínum í Cloud Atlas.  Frumsýnd gíslAtAkAn í teherAn Leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck þykir líklegur til þess að blanda sér í óskarsverðlaunaslaginn með nýjasta leikstjórnarverk- efni sínu, Argo. Hér hverfur Affleck aftur um rúm 30 ár og segir sanna sögu, sem er lyginni líkust, og átti sér stað eftir að íranskir uppreisnarmenn hertóku bandaríska sendiráðið í Teheran þann 4. nóvember árið 1979. Sex sendiráðsstarfsmönnum tókst að komast undan og fela sig í sendiráði Kanada. Talið var víst að mennirnir yrðu teknir af lífi ef uppreisnarmennirnir hefðu hendur í hári þeirra og því var djarfur björgunarleiðangur skipulagður í snatri. FBI-menn voru sendir til Írans, dulbúnir sem kvikmyndagerðar- menn, með það fyrir augum að koma sendiráðsmönnunum undan og allt var lagt undir í þeim blekkingarleik. Affleck fer sjálfur með aðalhlutverk myndarinnar og hefur sér til fulltingis eðalmann- skap á borð við Bryan Cranston, John Goodman, Alan Arkin, Tate Donovan, Victor Garber og Clea Duvall. Affleck í Írak 1979
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.