Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Side 78

Fréttatíminn - 09.11.2012, Side 78
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ R ithöfundurinn Auður Jóns-dóttir flutti tvítug til Vest-fjarða, aðeins örfáum vikum eftir snjóflóðin. Hún var uppreisnar- gjarnt barn alkóhólista. Á Vestfjörð- um giftist hún fertugum manni, einnig alkóhólista, vegna meðvirkni. Hún reif sig af botninum einn dag- inn og hugðist gerast rithöfundur. Slíkt reyndist hægara sagt en gert þar sem hún var óörugg ung kona og heimur rithöfundanna harður, óvæg- inn og karllægur. Hún gefur nú út sína sjöttu skáldsögu sem byggð er á lífi hennar og reynsluheimi. Bókin Ósjálfrátt, kom út í vikunni, sama dag og Auður fylgdi sterkri fyr- irmynd úr lífi sínu til grafar. Amma hennar og nafna, Auður Laxness, lést á dögunum. „Það er í sjálfu sér mjög táknrænt að hlutirnir skuli hafa farið svona. Mjög skáldlegt og á skrítinn hátt gaman af því hún hjálp- aði mér svo mikið að halda fókus í líf- inu og hún bjargaði mér þegar ég var að missa tökin í sjálfsmeðvirkninni. Svona eins og núna með útgáfuna, þetta er áminning.“ Auður seldi nýverið kvikmynda- réttinn að Fólkinu í kjallaranum til Baltasars Kormáks. Það er ekki í fyrsta skipti sem bókin lifnar við þar sem Kristín Eysteinsdóttir setti upp leikrit eftir henni fyrir nokkr- um árum. „Það var ótrúlega mögnuð reynsla að sjá það sem ég hafði skrif- að lifna við. Ég fékk líka að vera með í öllu ferlinu og gat þannig útskýrt fyrir leikurum hvaða hugsun lægi að baki persónunum. Þessa reynslu hafði ég líka að leiðarljósi í skrifun- um mínum í Ósjálfrátt og ég öðlaðist sama hugrekki og ég fann fyrir við gerð Fólksins.“ Auður segir að kveikjan að bók- inni hafi verið bréfaskrif, til glæ- nýrrar systurdóttur, um æsku þeirra systra. „Ég var búin að vera gift og barnlaus í 11 ár og var mjög sátt við það. Svo varð systir mín ólétt og ég byrjaði að skrifa systurdóttur minni regluleg bréf. Þau urðu svo kveikjan að bókinni. Svo varð ég ólétt sjálf. Ég held það hafi verið vegna þess hve upptekin ég var af barni systur minn- ar og mínum eigin æskuminningum. Ég fór bara að skrifa og skrifa.“ Hún segir að um tíma hafi hún fyllst ótta við bókina. „Ég var orðin svo hrædd við hana að ég fór til spámiðils svona til að leita svara, eins undarlegt og það kann nú að hljóma. Það gerði ég til þess fá kjarkinn til þess að koma henni frá mér.“ Getur stjórnað fólki við rit- störfin „Ég er barn alkóhólista, ég var mikill vandræðaunglingur á sínum tíma. Ég skilgreini sjálfa mig ekki sem alka þar sem ég lifi frekar penu lífi í dag.“ Hún segir það vera stóran hluta af sér að vera barn alka, „og ég lít á það sem gjöf, svona í seinni tíð. Það hefur mótað mig þó það hafi háð mér í lífsleikninni þegar ég var yngri og ég nota það sem afsökun fyrir mörgu sem ég sagði og gerði. Í dag er þetta uppspretta svo margra hluta sem ég skrifa um. Ég skil fólk líka mun betur og er umburðarlynd- ari.“ Hún segir að meðvirknin komi að góðum notum í persónusköpun. „Sá meðvirki rýnir mikið í fólk og langar að stjórna því. Við ritstörfin geri ég það.“ En af hverju flytur ung kona til Vestfjarða og giftist fertugum alka? „Þetta er einmitt svona barn-alka dæmi. Að yfirfæra tilfinningarnar bara yfir á einhvern ókunnan karl. Það er með meðvirk börn alkóhólista að þau sækjast oft í verri aðstæður. Hann var alveg forfallinn alki þessi maður og það eina sem ég hafði sjálfsöryggi í var að vera með manni í mikilli neyslu.“ Hún segir að þetta hafi líka verið ævintýramennska unglingsáranna. „Að ögra mömmu, engin spurning. Svo nennti ég held- ur ekki að vinna, svo ég gifti mig bara til þess að sleppa. Þetta er svo einkennandi fyrir hegðun krakka á þessum aldri, að vaða svona úr einu í annað án þess að gera sér nokkra grein fyrir afleiðingunum seinna meir á sálarlífið.“ Mér leið eins og allt sem frá mér kæmi væri skrifað á Always ultra. Giftist manni af einskærri meðvirkni Auður Jónsdóttir rithöfundur sendir nú frá sér sjöttu skáld- söguna sína. Nýja bókin, Ósjálfrátt, er sprottin úr hennar eigin reynsluheimi. Hún er fullorðið barn alkóhólista og gifst síðar drykkjumanni. Auður ræddi skáldskapinn, fortíðina og þá stað- reynd að Baltasar Kormákur hefur keypt kvikmyndaréttinn að Fólkinu í kjallaranum. Auður flutti til Vestfjarða um tvítugt, skömmu eftir snjóflóðin, og byggir persónu nýju bókarinnar meðal annars á þeirri reynslu. Henni finnst skammarlegt að flóðunum séu ekki gerð frekari skil í menningu okkar. Ljósmynd/Hari Lótlíta og móðursjúk skáldkona á túr Auður segist hafa uppgötvað það þegar hún fór að skrifa bókina, hversu karllægur bókmenntaheim- urinn er. „Í sögunni reyni ég að snerta hluti sem erfitt er að henda reiður á en maður skynjar samt. Til dæmis það að vera ungur kvenrit- höfundur og hitta eldri karlrithöf- unda, þá finnur maður að maður þykir ekki jafningi þeirra. Miklu frekar Lólíta fyrir þeirra eigin sköp- unarkraft og skáldlega hugarheim. Ég fattaði það þegar ég skrifaði mig í gegnum það.“ Auður er alin upp á bókmennta- sinnuðu heimili en hún segir að kyn- hlutverkin hafi einnig verið sterk í uppvextinum. „Mamma og amma eru báðar mjög vel lesnar, fróðar konur og ritfærar. Þær gengust samt sem áður við kynjahlutverkunum, þetta er svo rótgróið menningunni.“ Hún segir það þessum hlutverk- um um að kenna að konur séu jafn óstyrkar og ryðji sér síður til rúms á ritvellinum. Í þeim sé alin upp full- komnunarárátta, sem sé neikvætt orð. „Ég ræddi það við vinkonur mínar, sem einnig eru rithöfundar, hvernig maður er unglingaveikur fram eftir öllum aldri,“ segir hún og útskýrir að tilfinningin við að senda eitthvað frá sér sé eins og þegar mað- ur fór í ljótum buxum á kvöldvökuna í gaggó. „Hræðslan við höfnun og það að vinna ekki í vinsældakeppn- inni er óöryggi sem ég held að erfist frá móður til dóttur. Ég skammaðist mín oft fyrir að vera skáldkona, eða kvenrithöfundur, mér fannst það svo brussulegt. Svona eins og allt sem ég sendi frá mér væri skrifað á Always ultra,“ segir hún og hlær. Auður viðurkennir að vera ennþá tvístígandi, en finna þó loksins fyr- ir stolti yfir því að vera kvenrithöf- undur. Hún segir að umræðan sem einkennir skáldkonur og kvenrithöf- unda sé oft skammarleg. „Ég man í Kárahnjúkaumræðunni þá vorum við nokkrar saman að mótmæla og það var notað gegn málstaðnum. Að mótmælunum stæðu bara móður- sjúkar skáldkonur og unglingar. Ég man að mér leið eins og sagt hefði verið að við værum klikkaðar kerl- ingar á bullandi túr, allt sett fram eins og eitthvað skítugar og asna- legar. Þetta er svo magnað,“ segir hún og heldur áfram að útskýra og er augljóslega mikið niðri fyrir, „eins og þegar ég var ólétt. Þá var ég allt í einu óléttur rithöfundur og það bara gengur ekki upp, ekki einu sinni málfræðilega. Rithöfundur er karlkynsorð og þar með fannst mér þessir tveir heimar skarast. Ég skammaðist mín, eins og ég var glöð að vera ólétt, að þurfa að segja við útgefanda að ég kæmist ekki á einhverjar bókmenntaráð- stefnur af því ég var með barni.“ Kerlingabók full af tilfinningum Hún segir bókina óð til kvenna, „Bókin er kerlingabók, í góðum skilningi. Hún er full af allskonar til- finningum. Ég lét bara skynjunina draga mig áfram og ég lék mér að því eins og langamma að skrifa ósjálfráða skrift. Þannig fannst mér ég líka verða trú verkinu þegar ég sleppti mér úr þessum hégóma og lét bara tilfinningarnar ráða, eins og kona, og ég er stolt af því. Mað- ur fattar ekki fyrr en orðin koma á blaðið hvaða tilfinningar maður hef- ur burðast með.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is 62 viðtal Helgin 9.-11. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.