Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 80
síðustu sýningar: Laugardaginn 10. nóvember kL. 20 – Örfá sæti Laus næstsíðasta sinn Laugardaginn 17. nóvember kL. 20 – Örfá sæti Laus aLLra síðasta sinn miðasaLa í HÖrpu og á www.Harpa.is – miðasÖLusími 528 5050 FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR! „Óperan hefur unnið enn einn sigurinn og sannarlega sinn stærsta í Hörpu til þessa“ – Gunnar Guðbjörnsson, Smugumenning „Jóhann Friðgeir var alveg magnaður! Hulda Björk Garðarsdóttir var stórkostleg… Viðar Gunnarsson sömuleiðis… Elsa Waage vann leiksigur, söngurinn hástemdur og litríkur… Anooshah Golesorkhi söng einstaklega fallega.“ – Jónas Sen, Fréttablaðið Söngvararnir...öll með tölu framúrskarandi! – Gunnar Guðbjörnsson, Smugumenning „Kom mér ánægjulega á óvart. Íslenska óperan er komin heim!“ – Hlín Agnarsdóttir, Djöflaeyjan „Leikmynd og lýsing Gretars Reynissonar og Björns Bergsteins algerlega frábær, makalaust flott. – Helgi Jónsson, Víðsjá „Hljómsveitin var frábær.“ – Jónas Sen, Fréttablaðið „Sem endranær brilleraði kór ÍÓ“ – Ríkarður Örn Pálsson, Morgunblaðið „Mikil upplifun, frábær tónlist - og vel flutt.“ – Greipur Gíslason, Morgunútvarpið Rás 1 „Hulda Björk var algjörlega frábær...Elsa Waage var gríðar lega sterk...Viðar Gunnarsson virkilega flottur.“ – Helgi Jónsson, Víðsjá Nokkrar umsagnir áhorfenda á netmiðlum: „Hreint út sagt frábær sýning. Stórkostlegur söngur.“ – Eiður Guðnason „Það var engu líkara en hlið himnaríkis hefðu opnast.“ – Sigríður Ingvarsdóttir „Stórkostleg sýning. Söngur, ljós og umgjörð á heimsmælikvarða.“ – Jóhanna Pálsdóttir Útgefandinn að störfum á Sunnlenska bókakaffinu. Alltaf með svuntuna tilbúinn til þess að skenkja gestum svart og sykurlaust. Ljósmynd/Davíð Þór. B jarni Harðarson stendur vakt-ina á Bókakaffinu en lætur sig ekki muna um að gefa einnig út bækur og skrifa þær ef svo ber undir. „Ég sinni þessu bara meðfram öðru,“ segir Bjarni um bókaútgáfuna Sæmund. „Ég skutlast mikið með bækurnar á eigin bíl og sendi þær í pósti.“ Fjarlægðin frá höfuðborginni truflar bókaútgefandann á Selfossi því lítið. „Það má líka segja að það sé efnahagslega hagkvæmt að vera hérna þar sem húsnæði er ódýrara.“ Árið 2009 sendi Bjarni frá sér sína fyrstu bók, Svo skal dansa. Bókinni var vel tekið en þar var á ferðinni skáldsaga úr raunveruleikanum sem hófst seint á 19. öld. Bjarni fylgdi bókinni eftir með Sigurðar sögu fóts ári síðar og nú gefur hann út síðna Alþingismaðurinn fyrrverandi, Bjarni Harðarson, unir hag sínum vel á Selfossi þar sem hann rekur Sunnlenska bókakaffið og sinnir bókaútgáfu með- fram öðru daglegu amstri. Hann gefur út þrjár bækur á komandi vertíð. Þar af er ein þeirra eftir hann sjálfan, heimildaskáldsagan Mensalder. Bjarna er tamt að horfa til fortíðar í skrifum sínum enda finnst honum meira að segja 19. öldin full nútímaleg fyrir sinn smekk.  Bjarni Harðarson Festist í Fortíðinni Ég er svo gamaldags að mér finnst 19. öldin helst til nútíma- leg. Ritstörfin eru eins og brennivínið þriðju skáldsögu, Mensalder. Og sem fyrr heldur Bjarni sig í fortíð- inni og segir nú sögu fátæks bónda austur í Holtum og ástkonu hans sem beið Mensa síns í þrjátíu ár. Mensalder Raben Mensaldersson var fæddur 1889 og lést 1980. „Þetta er eins og með brenni- vínið og pólitíkina. Það er erfitt að hætta í þessu,“ segir Bjarni þegar hann er spurður hvað keyri hann áfram við ritstörfin. „Og mér finnst skemmtilegast að grúska í fortíð- inni. Ég lokast einhvers staðar af þarna og er svo gamaldags að mér finnst 19. öldin helst til nútímaleg.“ Bjarni segir áhugavert að skoða fólk sem fæðist inn í frumstætt samfélag fortíðar og stóð síðan allt í einu frammi fyrir veruleika sem var því algerlega framandi. „Ég er líka með ólæknandi ferðadellu og hef mikið ferðast um lönd þriðja heimsins og þar hittir maður eigin- lega fyrir íslensku 19. aldar menn- ina. Maður sér þá ekki hérna leng- ur. Þarna er fólk í frumstæðum heimi en er samt með gsm-síma.“ Bjarni skrifaði Mensalder að mestu leyti í Pakistan. Við það sem hann kallar kjöraðstæður. „Ég skrifaði fyrsta uppkast frá upphafi til enda á fimm vikum í Pakistan. Það er sérlega gott að skrifa þarna vegna þess að þarna er varla nokkur maður enskumælandi og þá verður manni glettilega mikið úr verki. Ég var bara þarna með hjartahreinum sonum spámanns- ins. Það er ekki til betra fólk og það lagar besta te í heimi.“ Bjarni gefur að þessu sinni einnig út ljóða- og listaverkabókina Tuttugu þúsund flóð, eftir Þorlák Karlsson og Soffíu Sæmunds- dóttur, og barnabókina Kattasam- særið eftir Guðmund S. Brynjólfs- son. Bókin er sögð fyrir kattavini á öllum aldri og þótt Bjarni haldi ekki ketti sjálfur þá heldur hann til í kattmörgu hverfi og þeir ferfættu kíkja stundum við á Bókakaffinu. „Hér eru kettir allt um kring og við höfum átt í mjög ánægjulegu sam- starfi við Kattholt sem fær 10% af smásöluverði Kattasamsærisins og veitir víst ekki af á þeim bænum.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is KR./KG 2398 SvínaKjöt í chow mein SóSu, KR./KG 2398 nautaKjöt í DReKaSóSu, KR./KG 1998 eGGjanúðluR með KjúKlinG oG GRænmeti 300 g skammtur og hrísgrjón fylgja með 719,- 300 g skammtur og hrísgrjón fylgja með 719,- 300 g skammtur 599,- Austurlenskur matur alla daga milli kl. 17-20 H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t 64 menning Helgin 9.-11. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.