Fréttatíminn - 09.11.2012, Page 84
Í takt við tÍmann atli Óskar Fjalarsson
Festist í tölvuleik í 2-3 daga
Atli Óskar Fjalarsson er tvítugur nemi í MH sem vakti athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni
Óróa. Hann var að enda við að leika í þriðju þáttaröð Hæ Gosa og eftir áramót mun hann
leika í nýrri kvikmynd Baldvins Z. Atli býr ásamt tveimur félögum sínum í íbúð í Breiðholti
og þar er píluspjald á veggnum og fúsballborð í stofunni.
Staðalbúnaður
Ég er heftur þegar kem-
ur að tísku. Ég á einar
gallabuxur sem ég geng
eiginlega alltaf í, þetta eru
bara mínar buxur. Svo á
ég kannski tuttugu boli og
tvær peysur og ég fer í það
sem er hreint. Mér er alveg
sama. Ef ég er að fara eitt-
hvað fínna fer ég í skyrtu og
kannski jakkaföt. Timber-
land-skórnir mínir eru alltaf
í miklu uppáhaldi hjá mér.
Ég geng oft með hvíta og
svarta ullarhúfu þegar það
er kalt úti. Hún er svolítið
plebbaleg en mér er eigin-
lega alveg sama.
Hugbúnaður
Uppáhaldsbarinn minn er
Lebowski Bar og ég fer
oft þangað. Svo finnst mér
voða fínt á English Pub og
líka á Faktorý. Annars fer
það bara eftir stemningu
hvert við kíkjum. Ég drekk
ekki kaffi svo það væri
bara vandræðalegt að fara
á kaffihús. Ég fer svolítið í
bíó. Þó ég búi nálægt Álfa-
bakka reyni ég að fara sem
oftast í Egilshöll. Þar eru
bestu sætin og bestu gæðin
á myndinni og hljóðinu. Ég
fer stundum í pool en svo
er ég líka með fúsballborð
og píluspjald hér heima svo
maður þarf ekki að fara
langt.
Vélbúnaður
Ég er með iPhone, borð-
tölvu og svo var ég að kaupa
mér iPad sem er alger
snilld. Það er frábært að
grípa í hann þegar maður
situr fyrir framan sjónvarp-
ið. Mér finnst rosa gaman
að prófa ný öpp, aðallega
einhverja leiki sem er gott
að grípa í þegar maður
hefur ekkert að gera. Ég er
virkur á Facebook og Red-
dit. Svo er ég nýbúinn að
uppgötva Instagram. Ann-
ars spila ég alla tölvuleiki,
allt frá Tetris upp í risa stóra
role play-leiki. Það fer bara
eftir því hvernig stemningu
maður er í. Við strákarnir
höfum alveg tekið 2-3 daga
törn í Mine Craft.
Aukabúnaður
Ég er sjálfur mjög latur við
að elda en strákarnir eru oft
í að draga mig í að elda. Við
erum með það sem við köll-
um framandi fimmtudaga.
Þá eldum við mexíkóskan
mat og fáum okkur kannski
Corona með. Þeir eru orðnir
góðir að finna upp á nýjum
mexíkóskum mat til að
prófa. Við reynum að halda
ísskápnum fullum en við
búum við hliðina á Wilsons
svo það er oft pöntuð pítsa.
Ég á ekki bíl svo það er bara
stóri guli, gula limman.
Áhugamál mín eru tónlist
og tölvuleikir og þegar ég
fer á bar panta ég mér oftast
bjór en stundum viskí. Í
fyrra fór ég á kvikmyndahá-
tíðir með Óróa og það var
ógeðslega gaman. Kanada
var mjög heillandi land og
það var líka mjög gaman í
Lübeck í Þýskalandi.
Atli Óskar á 2.495 vini á Facebook. Ljósmynd/Hari
5 nýjar barnabækur
Fjársjóðskistan: Fimm mínútna
ævintýri.
Glæsileg ný bók með 18 sígildum
ævintýrum. Ævintýrin eru passlega löng
svo hægt er að lesa þau á um fimm
mínútum. Vönduð myndskreyting gerir
þetta sagnasafn að eigulegri gjöf.
Blaðsíðufjöldi: 186.
13 þrautir jólasveinanna
Bráðskemmtileg þrauta- og litabók fyrir
krakka á öllum aldri. Grýla stingur af til
byggða og lesandi bókarinnar hjálpar
sveinunum að ná í skottið á henni. En
það er margt sem kemur á óvart þá
loksins þegar sveinarnir finna hana.
Ég get ekki
sofið!
Bók fyrir háttinn
Huginn Þór Grétarsson
Kristina Iovcheva-Kriss
N
ý útgáfa
Þetta er ný útgáfa af bókinni
um kisu litlu sem getur ekki
sofið. Fyrsta útgáfa var litabók.
Í þessari útgáfu hefur verið lokið
við að lita myndirnar svo sagan
sjálf fái notið sín til fulls.
www.odinsauga.com
www.facebook.com/odinsauga
„Þetta er ótrúlega flott ungt fólk og það var
frábært að vinna með því,“ segir Ragnar
Bjarnason stórsöngvari. Eftir helgi kemur
út ný dúettaplata Ragga sem hann vann
með Jóni Ólafssyni. Á plötunni syngur
Raggi dúetta með fjölmörgum þekktum
söngvurum og söngkonum sem flest eru af
yngri kynslóðinni. Söngkonurnar eru Lay
Low, Eivör Pálsdóttir, Sigríður Thorlacius
og Sigga Beinteins. Og söngvararnir eru
Björn Jörundur, Helgi Björns, Magni Ás-
geirsson og Svavar Knútur. Auk þeirra
syngur Sveppi með Ragga.
Auk þeirra sem áður eru nefndir syngur
Raggi lagið Froðan með Jóni Jónssyni en
það hefur verið spilað talsvert í útvarpi að
undanförnu. Lagið er sem kunnugt er eftir
Geira Sæm og kom út 1988. „Við pabbi hans
erum náttúrlega gamlir félagar. Hann byrj-
aði að dansa með okkur í Þórskaffi og var
frábær dansari. Ég held að hann sé ennþá
að dansa,“ segir Raggi um Sæma rokk,
föður Geira. „Geiri er líka frábær strákur
og söngvari,“ segir Raggi.
ný dúettaplata ragga Bjarna
Frábært að vinna
með unga fólkinu
Raggi og dúettarnir
1. Froðan – Raggi og Jón
Jónsson
2. Syngdu fyrir mig – Raggi
og Eivör
3. Can’t Walk Away – Raggi
og Björn Jörundur
4. Kóngur einn dag – Raggi
og Svavar Knútur
5. Á puttanum – Raggi og
Sigga Beinteins
6. Fjólublátt ljós við barinn
– Raggi og Magni
7. Lífið er lag – Raggi og
Sigríður Thorlacius
8. Ég er ekki alki – Raggi
og Sveppi
9. Betri bíla, yngri konur –
Raggi og Helgi Björns
10. Þannig týnist tíminn –
Raggi og Lay Low
Þrjár kynslóðir tónlistarmanna. Geiri Sæm, sem samdi og flutti Froðuna árið 1988,
Jón Jónsson og Raggi Bjarna sem hafa nú endurgert lagið fyrir dúettaplötu Ragga.
Ljósmynd/Hari
68 dægurmál Helgin 9.-11. nóvember 2012