Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 8
E N N E M M / S ÍA / N M 5 9 2 0 3 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is SPARNEYTNIR OG VANDAÐIR www.nissan.is 100% RAFKNÚINN NISSAN LEAF NISSAN QASHQAI 4x4, DÍSIL NISSAN JUKE ACENTA, DÍSIL Komdu og kynntu þér kosti LEAF Verð: 4.990 þús. kr. Verð: 3.690 þús. kr. GE bílar / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080 NÝR DÍSIL 5,1 l/100 km 4,2 l/100 km 0,0 l/100 km 500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI FYLGIR NÝJUM QASHQAI KAUPAUKI: Vetrardekk · Dráttarbeisli · iPad 32 GB  Menning BókMenntaverðlaun tóMasar guðMundssonar veitt Bjarki Karlsson verðlaunaður Bjarka Karlssyni voru afhent Bókmenntaverð- laun Tómasar Guð- mundssonar í Höfða í gær. Verðlaunin hlaut Bjarki fyrir ljóðahand- rit sitt Árleysi alda. Alls bárust fjörutíu og sex handrit að þessu sinni. Í umsögn dómnefndar segir að verðlauna- handritið sé óvenju vel heppnuð blanda af húmor, fornum bragarháttum og samfélagsádeilu og snúist í rauninni í kringum leik með gamla bragarhætti og að tilfinningin sé sú að hin mikla þekking sem höfundur hafi á þeim hafi knúið hann til að nota þá – og ekki síst að miðla þeim til yngri eyrna. Þá sé skýrt að höfundur hafi framúrskarandi vald á bragarháttunum og hafi náð að flétta það vald saman við skarpa sam- félagsádeilu og slynga orðaleiki sem gefi handritinu öllu einstakt gildi og dýpt. Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, veitti verðlaunin sem nema sex hundruð þúsund krónum. Verðlaunahafinn fékk einnig áritað viðurkenningarskjal frá borgarstjóra. Bjarki er doktorsnemi í íslenskri málfræði og bragfræði við Háskóla Íslands og vinnur að rannsókninni Bundið mál á vestur-norrænu mál- svæði á síðari öldum og er hún styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Uppheimar gefa verðlauna- verkið út og komu fyrstu eintök úr prentun í gær, fimmtudag. -dhe Bjarki Karlsson. HIV-smitaðir á síðustu árum Ár Gagnkynhneigðir Fíkniefnaneytendur Samkynhneigðir 2012 9 6 5 2011 8 13 1 2010 7 10 5 2009 8 5 2 2008 6 0 2 Einn blóðþegi greindist árið 2011. Heimild: Embætti landlæknis Með því að tala um ólíka hópa með HIV – hvort sem það eru hommar, sprautufíklar eða innflytjendur – fer fólk í öðrum hópum að upplifa sig sem öruggt.  HeilBrigðisMál sMitáHætta saMkynHneigðra er ennþá Meiri Fleiri gagnkynheigðir HIV-smitaðir Í fyrsta sinn eru fleiri gagnkynhneigðir smitaðir af HIV en samkynhneigðir en 303 einstaklingar hafa greinst með HIV á Íslandi. 39 þeirra hafa látist úr alnæmi. Nýjustu lyf ná vel að halda HIV-niðri en formaður HIV-Ísland segir að fólk megi ekki sofna á verðinum. Einar Þór Jónsson, formaður HIV-Ísland, vill síður flokka HIV-smitaða í hópa því allir geti smitast og því þurfi allir að vera varkárir í sínu kynlífi. HIV gerir ekki mannamun og getur fólk úr öllum hópum samfélagsins smitast. Ljósmynd/Hari HIV-smitaðir eftir hópum Hópar Karlar Konur Samtals Hlutfall Samkynhneigðir 111 0 111 37% Fíkniefnaneytendur (í æð) 44 17 61 20% Gagnkynhneigðir 51 63 114 38% Blóðþegar 0 5 5 2% Móðir til barns 0 1 1 0 Annað / óþekkt 4 4 8 3% Alls 210 90 300 100% Heimild: Embætti landlæknis. Tölur frá 31. 12.2012 þ rír einstaklingar hafa verið staðfestir með HIV smit það sem af er þessu ári. Af þeim eru tveir innflytjendur frá Afríku og einn Íslendingur sem er samkyn- hneigður,“ segir Haraldur Briem, sótt- varnalæknir hjá embætti landlæknis. Í fyrsta sinn eru fleiri gagnkynhneigð- ir einstaklingar HIV-smitaðir á Ís- landi en samkynhneigðir. Haraldur segir það í raun ekki marka sérstök tímamót og það sé ekki ástæða til að breyta reglum um blóðgjafir sam- kynheigðra. „Smitáhætta samkyn- hneigðra karla er enn mun meiri en gagnkynhneigðra,“ segir hann og bendir á að hlutfall samkynhneigðra sé mun lægra og því segi fjöldatölur ekki alla söguna. Þá vekur hann at- hygli á að samkvæmt vísindaútttekt á vegum Evrópusambandsins ættu samkynhneigðir karlmenn ekki að gefa blóð. Árið 2010 varð mikil aukning á fjölda fíkniefnaneytenda sem smit- uðust af HIV eftir að deila sprautu með öðrum. Árin þar á undan voru nýgreindir allt frá engum og upp í 6, árið 2010 greindust 10 fíkniefnaneyt- endur með HIV, 13 árið 2011 og 6 á síðasta ári. Einar Þór Jónsson, formaður sam- takanna HIV-Ísland, segir að vissu- lega hafi nýgreindum í hópi sprautu- fíkla fjölgað á undanförnum árum en hæpið sé að flokka alltaf niður HIV- smitaða. „Það hefur líka fjölgað í hópi innflytjenda með auknum fjölda þeirra hér á landi en fjölgunin hefur einnig verið mikil meðal gagnkynhneigðra. Með því að tala um ólíka hópa með HIV – hvort sem það eru hommar, sprautufíklar eða innflytjendur – fer fólk í öðrum hópum að upplifa sig sem öruggt. Það er fólk í samfélaginu sem er smitað en veit ekki af því og er þess vegna að smita aðra. Við megum ekki sofna á verðinum. Fólk þarf að nota smokkinn og vera meðvitað í sinni kynhegðun,“ segir hann. Alls hafa 39 einstaklingar látist vegna alnæmis á Íslandi, 33 karlar og 6 konur. Að meðaltali hefur einn lát- ist annað hvert ár úr sjúkdómnum allt aftur til ársins 1995 þegar þrír létust. Flestir létust úr alnæmi árið 1993, 7 karlmenn og ein kona. Sé mið tekið af nýsmituðum á síð- ustu árum segir Einar Þór að nýjustu tölur bendi til þess að fækkun verði milli ára. „Það er í raun fagnaðarefni hversu fáir hafa greinst á þessu ári. Ég tel að það sé að þakka mikilli fræðslu og öflugu forvarnarstarfi fjölda aðila. Hér á landi förum við líka með fræðslu til nemenda í 9. og 10. bekk grunn- skóla. Það framtak hefur vakið athygli erlendis og fengið jákvæða umfjöll- un,“ segir Einar Þór. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 8 fréttir Helgin 11.-13. október 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.