Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Page 10

Fréttatíminn - 11.10.2013, Page 10
www.volkswagen.is A uk ab ún að ur á m yn d: 1 6“ á lfl eg ur , þ ok ul jó s Volkswagen Polo Sparar sig vel Meðaleyðsla aðeins 5,5 lítrar á hverja 100 km Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur Polo 1.2 bensín kostar aðeins: 2.460.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði É g er búin að taka ákvörðun og ég ætla að taka slaginn,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem gefur kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi prófkjöri. „Ég hef hugsað þetta í nokkurn tíma og komst að þeirri niðurstöðu að ég hafi sannarlega nógu mikið fram að færa til að gefa kost á mér sem oddviti,“ segir hún. Þorbjörg Helga hefur verið borgarfulltrúi í 8 ár, frá árinu 2006. Í fjögur ár þar á undan var hún varaborgarfulltrúi og ennfremur faglegur ráðgjafi menntamálaráðherra í skólamálum. „Þetta er hrikalega skemmtilegt þó fólki finnist stjórnmál kannski vera leiðinleg. Út á við lítur þetta út eins og við séum sífellt að karpa en ég nýt þess að fá tækifæri til að hitta allt þetta fólk í borginni og heyra hugmyndir þess. Mér hefur fundist ýmis stór og mikilvæg mál hreyfast allt of hægt innan borgarinnar vegna stefnuleysis. Stefna borgarinnar getur ekki verið bara „alls konar“ heldur þarf hún að vera skýr og raunsæ,“ segir hún. Eldri borgurum fjölgar hratt Helstu baráttumál Þorbjargar Helgu eru bætt gæði skólastarfs, skipulagsmál sem miða að fjölbreyttari valkostum í íbúðahúsnæði, gagnsæi og aðhald í fjármálum, og uppbygg- ing í málefnum eldri borgara. „Eldri borg- urum mun fjölga verulega á komandi árum og þar með verða þeirra málefni stærri þáttur í rekstri borgarinnar en árið 2050 verða þeir 25% af borgarbúum. Ég er á þeirri skoðun að umhverfið eigi að njóta vafans í litlum og stórum málum en að allir eigi að hafa val um samgöngumáta. Ég vil lækka fasteignaskatta og ég set skólamálin í fyrsta sætið. Í ár fara Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gefur kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi prófkjör. Hún gagnrýnir núverandi meirihluta fyrir stefnuleysi og segir að gera þurfi skurk í fjármálum borgarinnar. Þorbjörg Helga setur skólamálin á oddinn og segir að þau ættu að vera kosningamál í öllum kosningum. Þrátt fyrir skiptar skoð- anir innan borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna segir hún stjórnmál vera skemmtileg og telur mikilvægt að leggja sitt af mörkum. Stefnir á borgarstjórastólinn Þó ég sé sáttfús þá er ég óhrædd við að taka sterkar ákvarðanir og standa með þeim. Framhald á næstu opnu 10 fréttaviðtal Helgin 11.-13. október 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.